Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2025 11:36 Grindavík er opin almenningi í dag og hefur einhver fjöldi flutt þangað aftur eftir rýminguna 2023. Vísir/Vilhelm Rauði krossinn á Íslandi mun á næstu vikum og mánuðum bjóða Grindvíkingum á öllum aldri upp á mikið úrval námskeiða, vinnustofa og viðburða sem þjónustu- og menntunarfyrirtækið KVAN hefur hannað sérstaklega með þarfir fólks úr Grindavík í huga. Verkefnið, sem ber heitið „Með þér – Í krafti styðjandi samfélags“, er unnið með stuðningi frá fyrirtækinu Rio Tinto og í samráði við Grindavíkurbæ. Það byggir á aðferðafræði Rauða krossins, sem hefur verið beitt víða um heim eftir hamfarir og áföll, og hefur sýnt fram á árangur í að efla sjálfstraust, bjartsýni og lífsgæði. „Með verkefninu vill Rauði krossinn styðja enn frekar við Grindvíkinga og byggja upp seiglu þeirra – með Grindvíkingum, fyrir Grindvíkinga – svo hver og einn geti fundið sig í nýjum veruleika,“ segir Jasmina Vajzovic Crnac, verkefnastjóri Viðnámsþrótts Suðurnesja hjá Rauða krossinum, í tilkynningu. Þar segir að opnunarviðburður verkefnisins fari fram 29. október næstkomandi. Öllum Grindvíkingum verður þá boðið að koma saman og eiga huggulega stund með tónlist, afþreyingu fyrir börn og kynningu á verkefninu. Í kjölfarið verður Grindvíkingum boðið til opinna hugmyndasmiðja um þarfir og væntingar sínar til verkefnisins. Jasmina hvetur Grindvíkinga eindregið til að mæta á þessa viðburði og láta rödd sína heyrast við mótun verkefnisins. „Við hjá KVAN trúum því að raunveruleg valdefling felist í því að gefa fólki tækifæri til að finna eigin styrkleika og byggja ofan á þá,“ segir Bogi Hallgrímsson framkvæmdastjóri KVAN í tilkynningunni og að með þessu verkefni vilji Kvan ekki bara styðja Grindvíkinga í bataferlinu eftir áföll heldur einnig efla sjálfstraust þeirra. Í tilkynningu segir að boðið verði upp á bæði viðburði og þjálfun sem henti mismunandi aldurshópum og ólíkum bakgrunni fólks. Þannig verði til dæmis námskeið fyrir börn sem verða blanda af leikjum og uppbyggjandi æfingum sem miða að því að auka færni þeirra í samskiptum. Einnig muni þau læra um mikilvægi samvinnu og umburðarlyndis, ásamt því hvernig hægt sé að verða jákvæður leiðtogi. Unglingum muni bjóðast að sækja námskeið þar sem kenndar verða leiðir til að takast á við aukinn hraða, álag og kröfur og þeim færð verkfæri til að auka sjálfstraust og hugrekki til að þora að standa á eigin skoðunum. Á námskeiðum fyrir fullorðna verður áhersla lögð á að efla hæfni og styrkleika til að takast á við verkefni á vinnumarkaði og í einkalífi og kennd aðferðafræði sem að hjálpar fólki að ná betri færni í samskiptum. Verkefnið skiptist í þrjá áfanga: haust 2025, vor 2026 og sumar 2026. Námskeiðin verða í boði bæði í Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu. Frekari upplýsingar er að finna á sérstöku vefsvæði á heimasíðu KVAN. Grindavík Félagasamtök Geðheilbrigði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Verkefnið, sem ber heitið „Með þér – Í krafti styðjandi samfélags“, er unnið með stuðningi frá fyrirtækinu Rio Tinto og í samráði við Grindavíkurbæ. Það byggir á aðferðafræði Rauða krossins, sem hefur verið beitt víða um heim eftir hamfarir og áföll, og hefur sýnt fram á árangur í að efla sjálfstraust, bjartsýni og lífsgæði. „Með verkefninu vill Rauði krossinn styðja enn frekar við Grindvíkinga og byggja upp seiglu þeirra – með Grindvíkingum, fyrir Grindvíkinga – svo hver og einn geti fundið sig í nýjum veruleika,“ segir Jasmina Vajzovic Crnac, verkefnastjóri Viðnámsþrótts Suðurnesja hjá Rauða krossinum, í tilkynningu. Þar segir að opnunarviðburður verkefnisins fari fram 29. október næstkomandi. Öllum Grindvíkingum verður þá boðið að koma saman og eiga huggulega stund með tónlist, afþreyingu fyrir börn og kynningu á verkefninu. Í kjölfarið verður Grindvíkingum boðið til opinna hugmyndasmiðja um þarfir og væntingar sínar til verkefnisins. Jasmina hvetur Grindvíkinga eindregið til að mæta á þessa viðburði og láta rödd sína heyrast við mótun verkefnisins. „Við hjá KVAN trúum því að raunveruleg valdefling felist í því að gefa fólki tækifæri til að finna eigin styrkleika og byggja ofan á þá,“ segir Bogi Hallgrímsson framkvæmdastjóri KVAN í tilkynningunni og að með þessu verkefni vilji Kvan ekki bara styðja Grindvíkinga í bataferlinu eftir áföll heldur einnig efla sjálfstraust þeirra. Í tilkynningu segir að boðið verði upp á bæði viðburði og þjálfun sem henti mismunandi aldurshópum og ólíkum bakgrunni fólks. Þannig verði til dæmis námskeið fyrir börn sem verða blanda af leikjum og uppbyggjandi æfingum sem miða að því að auka færni þeirra í samskiptum. Einnig muni þau læra um mikilvægi samvinnu og umburðarlyndis, ásamt því hvernig hægt sé að verða jákvæður leiðtogi. Unglingum muni bjóðast að sækja námskeið þar sem kenndar verða leiðir til að takast á við aukinn hraða, álag og kröfur og þeim færð verkfæri til að auka sjálfstraust og hugrekki til að þora að standa á eigin skoðunum. Á námskeiðum fyrir fullorðna verður áhersla lögð á að efla hæfni og styrkleika til að takast á við verkefni á vinnumarkaði og í einkalífi og kennd aðferðafræði sem að hjálpar fólki að ná betri færni í samskiptum. Verkefnið skiptist í þrjá áfanga: haust 2025, vor 2026 og sumar 2026. Námskeiðin verða í boði bæði í Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu. Frekari upplýsingar er að finna á sérstöku vefsvæði á heimasíðu KVAN.
Grindavík Félagasamtök Geðheilbrigði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira