Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Smári Jökull Jónsson skrifar 29. september 2025 23:02 Þessir ferðamenn voru á leið til Lissabon og vissu ekki af gjaldþroti Play þegar fréttamaður ræddi við þau. Vísir Fréttir af gjaldþroti Play komu ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli í opna skjöldu í morgun. Íslendingar sem eru strandaglópar á Tenerife þurftu að reiða fram rúma milljón vegna aukakostnaðar sem af hlýst vegna gjaldþrotsins. Tilkynnt var um rekstrarstöðvun Play í morgun og eins og sást á skjáum á Keflavíkurflugvelli þá hafði öllum flugum félagsins verið aflýst. Farþegar voru þá búnir að bóka sig inn í flug sem áttu að fara síðar um morguninn og komu fréttiirnar þeim í opna skjöldu. Fregnirnar bárust með afar stuttum fyrirvara og einhverjir farþegar vissu ekki af gjaldþrotinu þegar Fréttastofa ræddi við þá hér á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að bíða eftir flugi okkar til Lissabon nú síðdegis,“ sögðu grandalausir farþegar í Keflavík. Hafið þið ekki heyrt fréttir af Play? „Nei, hvað gerðist?“ Play er gjaldþrota, það fara engin flug á vegum Play núna. „Þess vegna sáum við á skjáum að flugum hafði verið aflýst,“ sögðu farþegarnir og voru augljóslega slegnir. „Hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara í vikutúr með börnin“ Andrúmsloftið var þungt á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar mátti sjá fólk tilbúið í sólina en flugi Play til Tenerife sem átti að fara í loftið hálf ellefu var aflýst með skömmum fyrirvara. Þar var einnig fjöldi erlendra ferðamanna á leið heim til sín og mátti sjá marga þeirra í símanum að reyna að bóka sér ný flug. Árni Marz Friðgeirsson var á leið til vetrardvalar á Tenerife þegar flugi hans var skyndilega aflýst. „Þegar við vorum búin að setja inn farangurinn og ganga frá öll og sest og biðum. Þá bara, því miður. búið, farnir á hausinn. Við erum kannski heppnari að því leytinu til að við erum að fara í langtíma en ekki svona stutta ferð en það er hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara kannski í vikutúr með börnin og allir í klessu,“ sagði Árni skömmu eftir að fréttirnar bárust í morgun. Ferðamenn voru ósáttir með skort á upplýsingum frá Play.Vísir Þá voru farþegar ósáttir með skort á upplýsingum og sögðust enga aðstoð hafa fengið frá Play. „Þau eru ekki einu sinni hér til að hjálpa okkur með framhaldið, mér finnst það svolítið klikkað. Við erum vonsvikin,“ sögðu erlendir ferðamenn á leið til Lissabon. Reiður út í Icelandair vegna hækkunar Í viðtali á Vísi í dag sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að flugfélagið væri í samtali við stjórnvöld um viðbrögð og hvort félagið gæti nýtt varavélar sínar til að aðstoða Íslendinga sem fastir eru erlendis. Átta manna hópur Íslendinga átti bókað flug heim frá Tenerife í dag og þarf að leggja út háar fjárhæðir til að bóka ný flug. „Við semsagt förum út með Play og það kostaði hópinn fram og til baka 400 þúsund krónur en að koma þessum hóp heim kostar 923 þúsund. Svo náttúrulega bætist ofan á þetta þrír dagar auka í hótel, við vorum með bílaleigubíl og það er þarf að framlengja honum og þetta er hellings aukakostnaður og tekjutap,“ sagði Hann segist reiður út í Icelandir sem hann fullyrðir að hafi hækkað fargjöld sín og var hissa þegar fréttirnar af Play bárust í morgun. „Nú er forstjóri Play búinn að koma fram og segja að þða sé allt í góðu og maður hefur heyrt þetta áður en við einhvern veginn bjuggumst ekki við þessu á þessum tímapunkti.“ Samgöngur Play Gjaldþrot Play Icelandair Samkeppnismál Fréttir af flugi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Tilkynnt var um rekstrarstöðvun Play í morgun og eins og sást á skjáum á Keflavíkurflugvelli þá hafði öllum flugum félagsins verið aflýst. Farþegar voru þá búnir að bóka sig inn í flug sem áttu að fara síðar um morguninn og komu fréttiirnar þeim í opna skjöldu. Fregnirnar bárust með afar stuttum fyrirvara og einhverjir farþegar vissu ekki af gjaldþrotinu þegar Fréttastofa ræddi við þá hér á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að bíða eftir flugi okkar til Lissabon nú síðdegis,“ sögðu grandalausir farþegar í Keflavík. Hafið þið ekki heyrt fréttir af Play? „Nei, hvað gerðist?“ Play er gjaldþrota, það fara engin flug á vegum Play núna. „Þess vegna sáum við á skjáum að flugum hafði verið aflýst,“ sögðu farþegarnir og voru augljóslega slegnir. „Hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara í vikutúr með börnin“ Andrúmsloftið var þungt á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar mátti sjá fólk tilbúið í sólina en flugi Play til Tenerife sem átti að fara í loftið hálf ellefu var aflýst með skömmum fyrirvara. Þar var einnig fjöldi erlendra ferðamanna á leið heim til sín og mátti sjá marga þeirra í símanum að reyna að bóka sér ný flug. Árni Marz Friðgeirsson var á leið til vetrardvalar á Tenerife þegar flugi hans var skyndilega aflýst. „Þegar við vorum búin að setja inn farangurinn og ganga frá öll og sest og biðum. Þá bara, því miður. búið, farnir á hausinn. Við erum kannski heppnari að því leytinu til að við erum að fara í langtíma en ekki svona stutta ferð en það er hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara kannski í vikutúr með börnin og allir í klessu,“ sagði Árni skömmu eftir að fréttirnar bárust í morgun. Ferðamenn voru ósáttir með skort á upplýsingum frá Play.Vísir Þá voru farþegar ósáttir með skort á upplýsingum og sögðust enga aðstoð hafa fengið frá Play. „Þau eru ekki einu sinni hér til að hjálpa okkur með framhaldið, mér finnst það svolítið klikkað. Við erum vonsvikin,“ sögðu erlendir ferðamenn á leið til Lissabon. Reiður út í Icelandair vegna hækkunar Í viðtali á Vísi í dag sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að flugfélagið væri í samtali við stjórnvöld um viðbrögð og hvort félagið gæti nýtt varavélar sínar til að aðstoða Íslendinga sem fastir eru erlendis. Átta manna hópur Íslendinga átti bókað flug heim frá Tenerife í dag og þarf að leggja út háar fjárhæðir til að bóka ný flug. „Við semsagt förum út með Play og það kostaði hópinn fram og til baka 400 þúsund krónur en að koma þessum hóp heim kostar 923 þúsund. Svo náttúrulega bætist ofan á þetta þrír dagar auka í hótel, við vorum með bílaleigubíl og það er þarf að framlengja honum og þetta er hellings aukakostnaður og tekjutap,“ sagði Hann segist reiður út í Icelandir sem hann fullyrðir að hafi hækkað fargjöld sín og var hissa þegar fréttirnar af Play bárust í morgun. „Nú er forstjóri Play búinn að koma fram og segja að þða sé allt í góðu og maður hefur heyrt þetta áður en við einhvern veginn bjuggumst ekki við þessu á þessum tímapunkti.“
Samgöngur Play Gjaldþrot Play Icelandair Samkeppnismál Fréttir af flugi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira