Anna ljósa fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 15:23 Fjölmargir minnast Önnu ljósu enda margir sem eiga henni mikið að þakka. Anna Eðvaldsdóttir, betur þekkt sem Anna ljósa, er látin 66 ára að aldri eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hún var ein þekktasta ljósmóðir landsins, starfaði við fagið í tæpa þrjá áratugi og gaf út bækur með góðum ráðum fyrir verðandi og nýbakaða foreldra. Greint er frá andláti Önnu í Morgunblaðinu í dag en hún lést á líknardeild Landspítalans þann 8. september. Anna var Reykvíkingur, útskrifaðist með stúdentspróf úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og hóf sambúð með Gísla Ágústi Guðmundssyni samstúdent árið 1980. Eftir þriggja ára búsetu á Hellu fluttu þau í Hafnarfjörð þar sem þau bjuggu allar götur síðan. Stofnaði Mjónuvinafélagið Anna var formaður Nuddfélags Íslands, útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1983 og vann í framhaldinu á Barnaspítala Hringsins. Hún rak nuddstofu á Hellu auk þess að starfa á heilsugæslunni í bænum. Hún stofnaði hóp um vigtun og ráðleggingar um mataræði. Hópurinn fékk nafnið Mjónuvinafélagið. Anna færði sig yfir á bráðamóttöku Landspítalans á Hringbraut árið 1987 en skellti sér svo í ljósmæðranám 1992 sem reyndist örlagarík ákvörðun. Hún útskrifaðist tveimur árum síðar úr Ljósmæðraskóla Íslands, vann á fæðingardeild Landspítalans og svo Hreiðrinu þar til því var lokað árið 2014. Hún vann á sængurkvennadeildinni til 2019 þar til hún flutti sig aftur á fæðingardeild spítalans þar sem hjarta hennar sló. Óhætt er að segja að ferill Önnu sem ljósmóðir hafi verið magnaður. Hún tók á móti alls 1633 börnum á ferli sínum. Hún skráð niður allar fæðingar og heimaþjónustur og sinnti um tíma heimafæðingum. Gaf út vinsæla bók fyrir foreldra Anna skrifaði bókina Fyrstu mánuðurnir sem kom út árið 2018 og hefur hjálpað foreldrum að leita sér ráða fyrstu mánuði barnsins. Hún gaf bókina út með Sylvíu Rut Sigfúsdóttur en Anna var heimaljósmóðir Sylvíu Rutar. Anna og Sylvía Rut í útgáfuhófi vegna bókarinnar árið 2018. Anna var í viðtali við hlaðvarpið Legvarpið í maí þar sem hún leit um öxl eftir glæsilegan feril. Legvarpið · Ljósmæður líta um öxl: Anna Eðvaldsdóttir Í hlaðvarpinu fór Anna yfir fjölbreyttan starfsferil sem endurspeglaði brennandi áhuga hennar á faginu. Hún tók nýjungum í starfi fagnandi og sagði sögur af bókaútgáfu og ráðgjafasímalínu sem stundum var misskilin um helgar. Hlaðvarpsstjórnendur lýstu Önnu sem ljósmóður fram í fingurgóma sem þætti ekkert sjálfsaðgra en að hafa aðstöðu til mæðraverndar á eigin heimili eða stökkva yfir til nágrannakonu til þess að taka á móti barni í sparikjól milli rétta. Anna hélt úti Facebook-hópnum Fyrstu mánuðirnir - Anna ljósa þar sem hún gaf reglulega góð ráð með vísun í bókina sína. Anna tók í fyrra þátt í Bleika hlaupinu til styrktar Ljósinu en hún hafði fyrr á árinu greinst með krabbamein. Anna og félagar afhendu Ljósinu ávísun upp á 350 þúsund krónur í fyrra eftir vel heppnað Bleikt hlaup. Anna rifjaði upp skemmtilega sögu af ferlinum í viðtali við Mannlíf árið 2018. Hún var með matarboð heima hjá sér í júní 2009 og fólk að klára að borða þegar síminn hringdi. „Þá er það nágrannakona sem býr ská á móti mér. Ég var búin að vera með hana í mæðravernd og hún sagðist vera með einhverja „murnings“ verki, hvort ég gæti skoðað hana því hún nennti ekki niður eftir ef ekkert væri að gerast. Ég skottaðist yfir með töskuna mína í rauðum sumarkjól og rauðum lakkskóm. Eftir skoðun segi ég henni að ef hún ætli ekki að fæða í bílnum þá skuli hún drífa sig á fæðingardeildina því hún sé komin með átta í útvíkkun. Ég sný mér frá henni og fer úr hanskanum. Hún fer að skellihlæja, vatnið fer og kollurinn fæðist. Pabbinn spurði hvort hann ætti að hringja á sjúkrabíl en ég sagði honum að setjast bara hjá konunni sinni og sýna henni stuðning. Sjúkralið gæti ekkert gert á þessu augnabliki sem ég gæti ekki gert. Skelli mér aftur í hanska, laga rauða kjólinn minn og í næstu hríð fæddist spræk og yndisleg stúlka. Eldri bræður hennar þrír höfðu verið sendir í ísbúð með ömmu sinni meðan ég skoðaði mömmu þeirra og það var dásamlegt að upplifa þegar þeir komu til baka og sáu á hverju mamma þeirra hélt þegar þeir komu inn í herbergið. Þegar ég kom aftur heim voru allir í rólegheitum að fá sér kaffi. Ég sagðist aðeins hafa skroppið yfir í næsta hús að taka á móti barni, sagði svo: „Viljið þið meira kaffi“.“ Margrét Gauja Magnúsdóttir, Hafnfirðingur, skólastjóri og athafnastjóri, er meðal þeirra sem hafa minnst Önnu á samfélagsmiðlum. Hún segir hana hafa reynst fjölskyldunni ómetanleg á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. „Anna keyrði á eftir okkur og fylgdi okkur niðrá spítala og tók á móti honum í sumarkjólnum sínum, á frídegi sem hún ætlaði að nota í garðvinnu. Með okkur tókst innileg vinátta og væntumþykjan sem var alltaf til staðar. Hún barðist fram á síðustu mínútur, naglinn sem hún var og umvafði sig kærleik allra þeirra sem hún snerti á sinni lífsleið sem voru þónokkuð margir.“ Helga Reynisdóttir, stofnandi Ljósu, á góðar minningar af samskiptum þeirra Önnu. „Ég kynntist Önnu fyrir fimmtán árum þegar ég hóf nám í ljósmóðurfræðum. Hún var kennarinn minn, en varð fljótt miklu meira en það – hún varð mentorinn minn, ljósumamma mín. Anna kenndi mér ekki bara faglegar undirstöður ljósmóðurfræðinnar, heldur sýndi hún mér hvað það þýðir að vera ljósmóðir af lífi og sál. Hún fór sínar eigin leiðir, synti á móti straumnum og setti foreldra og réttindi kvenna alltaf í fyrsta sæti. Ráðin hennar voru ómetanleg, sprottin úr djúpri reynslu og visku og hún miðlaði þeim rausnarlega, svo mikið að þau enduðu í bók sem mun lifa áfram sem arfleifð hennar,“ segir Helga í færslu á Facebook. Anna lætur eftir sig eiginmann, fjóra syni og níu barnabörn en hún tók sjálf á móti átta þeirra, öllum nema því elsta sem kom í heiminn í Danmörku. Andlát Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Greint er frá andláti Önnu í Morgunblaðinu í dag en hún lést á líknardeild Landspítalans þann 8. september. Anna var Reykvíkingur, útskrifaðist með stúdentspróf úr Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og hóf sambúð með Gísla Ágústi Guðmundssyni samstúdent árið 1980. Eftir þriggja ára búsetu á Hellu fluttu þau í Hafnarfjörð þar sem þau bjuggu allar götur síðan. Stofnaði Mjónuvinafélagið Anna var formaður Nuddfélags Íslands, útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1983 og vann í framhaldinu á Barnaspítala Hringsins. Hún rak nuddstofu á Hellu auk þess að starfa á heilsugæslunni í bænum. Hún stofnaði hóp um vigtun og ráðleggingar um mataræði. Hópurinn fékk nafnið Mjónuvinafélagið. Anna færði sig yfir á bráðamóttöku Landspítalans á Hringbraut árið 1987 en skellti sér svo í ljósmæðranám 1992 sem reyndist örlagarík ákvörðun. Hún útskrifaðist tveimur árum síðar úr Ljósmæðraskóla Íslands, vann á fæðingardeild Landspítalans og svo Hreiðrinu þar til því var lokað árið 2014. Hún vann á sængurkvennadeildinni til 2019 þar til hún flutti sig aftur á fæðingardeild spítalans þar sem hjarta hennar sló. Óhætt er að segja að ferill Önnu sem ljósmóðir hafi verið magnaður. Hún tók á móti alls 1633 börnum á ferli sínum. Hún skráð niður allar fæðingar og heimaþjónustur og sinnti um tíma heimafæðingum. Gaf út vinsæla bók fyrir foreldra Anna skrifaði bókina Fyrstu mánuðurnir sem kom út árið 2018 og hefur hjálpað foreldrum að leita sér ráða fyrstu mánuði barnsins. Hún gaf bókina út með Sylvíu Rut Sigfúsdóttur en Anna var heimaljósmóðir Sylvíu Rutar. Anna og Sylvía Rut í útgáfuhófi vegna bókarinnar árið 2018. Anna var í viðtali við hlaðvarpið Legvarpið í maí þar sem hún leit um öxl eftir glæsilegan feril. Legvarpið · Ljósmæður líta um öxl: Anna Eðvaldsdóttir Í hlaðvarpinu fór Anna yfir fjölbreyttan starfsferil sem endurspeglaði brennandi áhuga hennar á faginu. Hún tók nýjungum í starfi fagnandi og sagði sögur af bókaútgáfu og ráðgjafasímalínu sem stundum var misskilin um helgar. Hlaðvarpsstjórnendur lýstu Önnu sem ljósmóður fram í fingurgóma sem þætti ekkert sjálfsaðgra en að hafa aðstöðu til mæðraverndar á eigin heimili eða stökkva yfir til nágrannakonu til þess að taka á móti barni í sparikjól milli rétta. Anna hélt úti Facebook-hópnum Fyrstu mánuðirnir - Anna ljósa þar sem hún gaf reglulega góð ráð með vísun í bókina sína. Anna tók í fyrra þátt í Bleika hlaupinu til styrktar Ljósinu en hún hafði fyrr á árinu greinst með krabbamein. Anna og félagar afhendu Ljósinu ávísun upp á 350 þúsund krónur í fyrra eftir vel heppnað Bleikt hlaup. Anna rifjaði upp skemmtilega sögu af ferlinum í viðtali við Mannlíf árið 2018. Hún var með matarboð heima hjá sér í júní 2009 og fólk að klára að borða þegar síminn hringdi. „Þá er það nágrannakona sem býr ská á móti mér. Ég var búin að vera með hana í mæðravernd og hún sagðist vera með einhverja „murnings“ verki, hvort ég gæti skoðað hana því hún nennti ekki niður eftir ef ekkert væri að gerast. Ég skottaðist yfir með töskuna mína í rauðum sumarkjól og rauðum lakkskóm. Eftir skoðun segi ég henni að ef hún ætli ekki að fæða í bílnum þá skuli hún drífa sig á fæðingardeildina því hún sé komin með átta í útvíkkun. Ég sný mér frá henni og fer úr hanskanum. Hún fer að skellihlæja, vatnið fer og kollurinn fæðist. Pabbinn spurði hvort hann ætti að hringja á sjúkrabíl en ég sagði honum að setjast bara hjá konunni sinni og sýna henni stuðning. Sjúkralið gæti ekkert gert á þessu augnabliki sem ég gæti ekki gert. Skelli mér aftur í hanska, laga rauða kjólinn minn og í næstu hríð fæddist spræk og yndisleg stúlka. Eldri bræður hennar þrír höfðu verið sendir í ísbúð með ömmu sinni meðan ég skoðaði mömmu þeirra og það var dásamlegt að upplifa þegar þeir komu til baka og sáu á hverju mamma þeirra hélt þegar þeir komu inn í herbergið. Þegar ég kom aftur heim voru allir í rólegheitum að fá sér kaffi. Ég sagðist aðeins hafa skroppið yfir í næsta hús að taka á móti barni, sagði svo: „Viljið þið meira kaffi“.“ Margrét Gauja Magnúsdóttir, Hafnfirðingur, skólastjóri og athafnastjóri, er meðal þeirra sem hafa minnst Önnu á samfélagsmiðlum. Hún segir hana hafa reynst fjölskyldunni ómetanleg á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. „Anna keyrði á eftir okkur og fylgdi okkur niðrá spítala og tók á móti honum í sumarkjólnum sínum, á frídegi sem hún ætlaði að nota í garðvinnu. Með okkur tókst innileg vinátta og væntumþykjan sem var alltaf til staðar. Hún barðist fram á síðustu mínútur, naglinn sem hún var og umvafði sig kærleik allra þeirra sem hún snerti á sinni lífsleið sem voru þónokkuð margir.“ Helga Reynisdóttir, stofnandi Ljósu, á góðar minningar af samskiptum þeirra Önnu. „Ég kynntist Önnu fyrir fimmtán árum þegar ég hóf nám í ljósmóðurfræðum. Hún var kennarinn minn, en varð fljótt miklu meira en það – hún varð mentorinn minn, ljósumamma mín. Anna kenndi mér ekki bara faglegar undirstöður ljósmóðurfræðinnar, heldur sýndi hún mér hvað það þýðir að vera ljósmóðir af lífi og sál. Hún fór sínar eigin leiðir, synti á móti straumnum og setti foreldra og réttindi kvenna alltaf í fyrsta sæti. Ráðin hennar voru ómetanleg, sprottin úr djúpri reynslu og visku og hún miðlaði þeim rausnarlega, svo mikið að þau enduðu í bók sem mun lifa áfram sem arfleifð hennar,“ segir Helga í færslu á Facebook. Anna lætur eftir sig eiginmann, fjóra syni og níu barnabörn en hún tók sjálf á móti átta þeirra, öllum nema því elsta sem kom í heiminn í Danmörku.
Andlát Heilbrigðismál Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira