Lægð sem valdi meiri usla Oddur Ævar Gunnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 25. september 2025 20:34 Haraldur Ólafsson biðlar til fólks um að tryggja lausamuni. Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar fyrr í kvöld. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi þar hvassviðrið sem er rétt handan við hornið og mun standa fram á næstu nótt í nokkrum landshlutum. Um er að ræða tvískiptar gular veðurviðvaranir. Sú fyrsta tók gildi nú klukkan sex á sunnan og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu og rigningar. Í nótt og fyrramálið fer svo að hvessa og það má segja að mesta rokið verði í hádeginu og fram að kvöldi, þegar gulu viðvaranirnar falla úr gildi um nóttina. Fólk flaski á að undirbúa sig og festa lausamuni „Já já þetta er úrfelli og gæti alveg dugað til þess að koma jarðvegi af stað í bröttum hlíðum, sérstaklega á sunnanverðum Austfjörðum og þar um slóðir en ég hugsa að annars staðar á landinu þar eru nú ekki miklar líkur á því að úrkoma valdi miklum vandræðum.“ Það verði hvasst seint í nótt og á morgun á suðvestanverðu landinu. „Og svo fer hann að ganga niður strax um kaffileytið og svo kemur þetta aftur upp nokkrum klukkutímum seinna á Norðausturlandi.“ Þetta er trampolínlægð, það er hætta á foktjóni? „Ja ég held þetta sé ekki þakplötuveður en eins og þú segir hoppudýnur og hlutir sem ekki eru naglfastir gætu vel farið af stað,“ segir Haraldur. Þetta sé það sem koma skal en eitt muni skera þessa lægð úr frá öðrum. „Það sem er sérstakt við þessa og fyrstu lægðir haustsins að þær valda yfirleitt meira usla heldur en þær sem koma seinna vegna þess að það er bara töluvert af lausum munum sem ég myndi nú hvetja fólk til þess að taka inn.“ Veður Tengdar fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. 25. september 2025 18:41 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar fyrr í kvöld. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi þar hvassviðrið sem er rétt handan við hornið og mun standa fram á næstu nótt í nokkrum landshlutum. Um er að ræða tvískiptar gular veðurviðvaranir. Sú fyrsta tók gildi nú klukkan sex á sunnan og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu og rigningar. Í nótt og fyrramálið fer svo að hvessa og það má segja að mesta rokið verði í hádeginu og fram að kvöldi, þegar gulu viðvaranirnar falla úr gildi um nóttina. Fólk flaski á að undirbúa sig og festa lausamuni „Já já þetta er úrfelli og gæti alveg dugað til þess að koma jarðvegi af stað í bröttum hlíðum, sérstaklega á sunnanverðum Austfjörðum og þar um slóðir en ég hugsa að annars staðar á landinu þar eru nú ekki miklar líkur á því að úrkoma valdi miklum vandræðum.“ Það verði hvasst seint í nótt og á morgun á suðvestanverðu landinu. „Og svo fer hann að ganga niður strax um kaffileytið og svo kemur þetta aftur upp nokkrum klukkutímum seinna á Norðausturlandi.“ Þetta er trampolínlægð, það er hætta á foktjóni? „Ja ég held þetta sé ekki þakplötuveður en eins og þú segir hoppudýnur og hlutir sem ekki eru naglfastir gætu vel farið af stað,“ segir Haraldur. Þetta sé það sem koma skal en eitt muni skera þessa lægð úr frá öðrum. „Það sem er sérstakt við þessa og fyrstu lægðir haustsins að þær valda yfirleitt meira usla heldur en þær sem koma seinna vegna þess að það er bara töluvert af lausum munum sem ég myndi nú hvetja fólk til þess að taka inn.“
Veður Tengdar fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. 25. september 2025 18:41 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. 25. september 2025 18:41