„Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2025 11:23 Hjörleifur minnist sonar síns, Hávarðar Mána, og lýsir þeirri miklu baráttu sem foreldrar hans þurftu að há við kerfið sem virkaði sem völundarhús frekar en bjargráð. Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir. Hjörleifur Björnsson, faðir Hávarðar Mána Hjörleifssonar sem svipti sig lífi 2. september síðastliðinn, skrifar Facebook-færslu um reynslu sína af því að eiga barn sem glímir við fíknivanda og hvernig þau kerfi sem áttu að grípa hann brugðust algjörlega. Hávarður Máni Hjörleifsson var aðeins tuttugu ára gamall þegar hann svipti sig lífi. „Þegar Hávarður Máni sonur okkar var lítill kom það fljótt í ljós að hann átti ekki auðvelt með að vera í skóla. Hann var greindur með ADHD og átti erfitt með bæði athygli og samskipti. Skólinn hafði samband við okkur mjög fljótlega í hans skólagöngu og sagði okkur að þetta gengi ekki vel og við mættum á teymisfund. Þessir teymisfundir urðu óteljandi á hans skólagöngu, þar sem við töluðum við vel meinandi fólk en alltaf urðu erfiðleikarnir meiri og dýpri,“ skrifar Hjörleifur í færslunni. Úrræðin sem buðust voru að „leyfa“ stráknum að sitja fyrir utan stofuna, vera hjá skólastjóranum, námsráðgjafanum eða á bókasafninu á skólatíma. „Aftur og aftur tók ég á móti syni mínum með einkunnaspjöld sem stóð 2 og 3 á og aftur og aftur reyndi ég að stappa í hann stálinu. Úrræðin voru engin þrátt fyrir endalausar fundasetur. Hann var of heilbrigður fyrir þau úrræði sem voru í boði og of ,veikur' fyrir þetta staðlaða skólakerfi okkar. Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár, í þessu skólakerfi okkar sem við sem foreldrar erum lögum samkvæmt skyldugir til að senda börn okkar.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Vaxandi fíknivandi og vel meinandi fólk með bundnar hendur „Þegar sonur minn var tólf ára byrjaði fíknivandi hans sem fór fljótt úr böndunum. Við vissum ekki okkar rjúkandi ráð og höfðum samband við barnavernd til þess að biðja um aðstoð,“ skrifar Hjörleifur í færslunni. Í stuttu máli hafi úrræðin sem buðust verið tvö: neyðarvistun á Stuðlum og foreldranámskeið. „Fíknivandi hans óx bara á ljóshraða og neyðarvistununum fjölgaði. Í þessum neyðarvistunum sat sonur minn tólf ára gamall með sautján ára gömlum sprautufíkli og í þessu margra ára ferli, öllum aldurshópum á öllum stigum í sinni fíkn. Núna fyrir nokkrum vikum kom lögreglumaður í fréttunum þar sem hann spurði klökkur af hverju engar breytingar hafa orðið í þessum málaflokki. Hann hefur það hlutverk að leita að börnum eins og syni mínum og færa þau í þetta eina neyðarúrræði sem barnavernd hefur upp á að bjóða,“ skrifar hann. Fundirnir með Barnavernd voru margir en fólkið þar var, rétt eins og í skólakerfinu, „vel meinandi fólk með bundnar hendur“. Þeim hjónum hafi blöskrað það gjörsamlega og fóru þá inn í samtökin Olnbogabörn, sem er vettvangur fyrir aðstandendur unglinga í áhættuhegðun. Þar hittu þau fyrir þáverandi félagsmálaráðherra sem hafi verið vel meinandi og tekið undir ákall okkar eftir breytingum. „Ekkert var gert og ekkert hefur enn verið gert í þessum málum,“ segir Hjörleifur hins vegar. Aldrei úthlutaður geðlæknir og alltaf sleppt aftur „Eftir að sonur minn varð lögráða þá byrjaði geðvandi hans samhliða neyslu hans. Þetta er vel þekkt hjá okkur sem höfum þurft að skylmast við sjúkdóm fíkninnar, en geðrof af völdum neyslu er það sem tekur við eftir að ákveðnu stigi er náð,“ skrifar Hjörleifur. Hjörleifur minnist sonar síns og lýsir baráttunni við brotið kerfi. „Hann leitaði hjálpar hjá geðdeild og fór alloft þangað inn, en hann var svo kvaddur eftir einhverja daga og sendur aftur út í myrkur geðvanda síns og fíknar. Aftur og aftur fór hann þangað inn og aftur og aftur var honum sleppt; maður sem var orðinn alvarlega veikur á geði vegna fíkniefnaneyslu og engan veginn sjálfrátt,“ skrifar hann. Vonir foreldra hans hafi glæpst í síðasta skiptið sem Hávarður fór inn á geðdeild því þá var hann færður á sérhæfðari deild vegna alvarlegra geðrofa. „En hann var svo færður aftur á fíknigeðdeild nokkrum dögum síðar þar sem sama sagan upphófst; kvaddur með poka af geðrofslyfjum, bless og gangi þér vel. Aldrei var honum úthlutaður geðlæknir sem tók við hans máli, reyndi að ná til hans og fylgja eftir hans máli. Aldrei var reynt að taka hann úr umferð þrátt fyrir alvarlega ofbeldishegðun og stórhættuleg geðrof,“ skrifar Hjörleifur. „Völundarhús og drekkingarhylir fyrir börn og unglinga“ Hávarður hafi brotið oft á sér, verið handtekinn „óteljandi sinnum“ á stuttum tíma og verið dæmdur fyrir mörg afbrot sem hann framdi eftir að hann varð lögráða. „Þegar hann var handtekinn fyrir utan leikskóla, með eldhúshníf innan klæða, þar sem hann bað um að fá að hringja, þá hringdi ég í lögregluna. Þar fékk ég samband við vel meinandi varðstjóra og ég spurði hann að því eftir hverju lögreglan væri að bíða? Hvort það væri verið að bíða eftir því að hann færi sjálfum sér eða öðrum að voða? Hann svaraði mér af einlægni og heiðarleika, sem var upplífgandi. Hann sagði að undir öllum eðlilegum kringumstæðum væri búið að setja hann í síbrotagæslu, en öll fangelsi væru bara því miður full,“ skrifar Hjörleifur. „Alltaf fannst okkur við vera að taka ábyrgð og vera að vinna í þessu. Ísland er eitt af ríkustu löndum í heimi hugsaði ég og þessar stofnanir og kerfi hljóta að vera vel í stakk búin til að grípa barnið mitt og hafa upp á mörg úrræði að bjóða. Ekkert gæti verið meira fjarri sannleikanum,“ skrifar hann. „Þessar stofnanir og kerfi eru ekki bara ekki að hjálpa, þau eru völundarhús og drekkingarhylir fyrir börn og unglinga sem eiga við vanda að etja. Sá vandi er einfaldlega í byrjun að þau passa ekki inn í úreltan, sálarlausan ramma sem við reynum að troða þeim inn í í grunnskóla. Svo hleðst ofan á vandamálin og þau fara að keppast um að vera best í að vera verst, eftir að hafa verið hafnað af samfélaginu. Eftir að hafa verið ýtt til hliðar, gefið falleinkunn og sagt að þau séu ekki nógu góð á neinn hátt.“ Vonar að fólk vakni af þessum vonda draumi „Geðdeildir landsins eru sprungnar, neyðarskýli landsins eru sprungin, fangelsi landsins eru sprungin, neyðarvistun Stuðla er brunnin þar sem ungur drengur í þeirra umsjá lést, allar meðferðir eru sprungnar og það er sex til níu mánaða bið eftir að komast á sjúkrahús í afvötnun,“ skrifar Hjörleifur svo. „Óteljandi ungmenni og fólk á öllum aldri eru að fyrirfara sér og látast úr of stórum skammti og núna eru þessi völundarhús og drekkingarhylir öll á yfirsnúningi. Hvar endar þetta? Ég veit hvar þetta endaði hjá syni mínum og það virðist eiga að falla í skaut örþreyttra aðstandenda og fólks sem er stríðshrjáð og brotið af sorg að berja í borðið og kalla eftir breytingum.“ Hjörleifur segir þægilegt að kenna ríkisstjórninni, heilbrigðiskerfinu, barnavernd, fangelsismálayfirvöldum, eða skólakerfinu um ástandið en samfélagið í heild beri ábyrgð. Hjörleifur segist skrifa færsluna til að láta fólk vita hversu illa við séum að standa okkur sem samfélag og vonar hann að minningin um Hávarð verði til þess að fólk vakni upp af þessum vonda draumi. Minningargrein Hávarðar. „Ég ætla að syrgja son minn og heiðra minningu hans, vegna þess að þrátt fyrir hans erfiðleika þá var hann gullfallegur, hæfileikaríkur strákur sem var með risastórt hjarta og mátti ekkert illt sjá,“ skrifar hann. „Ég ætla líka að skila hér skömminni vegna þess að hún er ekki hans. Hann dæmdi sjálfan sig harðast af öllum og hataði að hann væri þessi maður. Hann gafst svo upp og kláraði þetta sjálfur og hann var ekki að reyna neitt þegar hann gerði það. Tuttugu ára gamall strákur sem átti enga sögu um sjálfsskaða, tilraunir til sjálfsvígs eða talaði nokkurntímann um sjálfsvíg. Hann vildi lifa og óttaðist dauðann og það er það sem er sorglegast í þessu máli.“ Börn og uppeldi Geðheilbrigði Málefni Stuðla ADHD Skóla- og menntamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Hjörleifur Björnsson, faðir Hávarðar Mána Hjörleifssonar sem svipti sig lífi 2. september síðastliðinn, skrifar Facebook-færslu um reynslu sína af því að eiga barn sem glímir við fíknivanda og hvernig þau kerfi sem áttu að grípa hann brugðust algjörlega. Hávarður Máni Hjörleifsson var aðeins tuttugu ára gamall þegar hann svipti sig lífi. „Þegar Hávarður Máni sonur okkar var lítill kom það fljótt í ljós að hann átti ekki auðvelt með að vera í skóla. Hann var greindur með ADHD og átti erfitt með bæði athygli og samskipti. Skólinn hafði samband við okkur mjög fljótlega í hans skólagöngu og sagði okkur að þetta gengi ekki vel og við mættum á teymisfund. Þessir teymisfundir urðu óteljandi á hans skólagöngu, þar sem við töluðum við vel meinandi fólk en alltaf urðu erfiðleikarnir meiri og dýpri,“ skrifar Hjörleifur í færslunni. Úrræðin sem buðust voru að „leyfa“ stráknum að sitja fyrir utan stofuna, vera hjá skólastjóranum, námsráðgjafanum eða á bókasafninu á skólatíma. „Aftur og aftur tók ég á móti syni mínum með einkunnaspjöld sem stóð 2 og 3 á og aftur og aftur reyndi ég að stappa í hann stálinu. Úrræðin voru engin þrátt fyrir endalausar fundasetur. Hann var of heilbrigður fyrir þau úrræði sem voru í boði og of ,veikur' fyrir þetta staðlaða skólakerfi okkar. Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár, í þessu skólakerfi okkar sem við sem foreldrar erum lögum samkvæmt skyldugir til að senda börn okkar.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Vaxandi fíknivandi og vel meinandi fólk með bundnar hendur „Þegar sonur minn var tólf ára byrjaði fíknivandi hans sem fór fljótt úr böndunum. Við vissum ekki okkar rjúkandi ráð og höfðum samband við barnavernd til þess að biðja um aðstoð,“ skrifar Hjörleifur í færslunni. Í stuttu máli hafi úrræðin sem buðust verið tvö: neyðarvistun á Stuðlum og foreldranámskeið. „Fíknivandi hans óx bara á ljóshraða og neyðarvistununum fjölgaði. Í þessum neyðarvistunum sat sonur minn tólf ára gamall með sautján ára gömlum sprautufíkli og í þessu margra ára ferli, öllum aldurshópum á öllum stigum í sinni fíkn. Núna fyrir nokkrum vikum kom lögreglumaður í fréttunum þar sem hann spurði klökkur af hverju engar breytingar hafa orðið í þessum málaflokki. Hann hefur það hlutverk að leita að börnum eins og syni mínum og færa þau í þetta eina neyðarúrræði sem barnavernd hefur upp á að bjóða,“ skrifar hann. Fundirnir með Barnavernd voru margir en fólkið þar var, rétt eins og í skólakerfinu, „vel meinandi fólk með bundnar hendur“. Þeim hjónum hafi blöskrað það gjörsamlega og fóru þá inn í samtökin Olnbogabörn, sem er vettvangur fyrir aðstandendur unglinga í áhættuhegðun. Þar hittu þau fyrir þáverandi félagsmálaráðherra sem hafi verið vel meinandi og tekið undir ákall okkar eftir breytingum. „Ekkert var gert og ekkert hefur enn verið gert í þessum málum,“ segir Hjörleifur hins vegar. Aldrei úthlutaður geðlæknir og alltaf sleppt aftur „Eftir að sonur minn varð lögráða þá byrjaði geðvandi hans samhliða neyslu hans. Þetta er vel þekkt hjá okkur sem höfum þurft að skylmast við sjúkdóm fíkninnar, en geðrof af völdum neyslu er það sem tekur við eftir að ákveðnu stigi er náð,“ skrifar Hjörleifur. Hjörleifur minnist sonar síns og lýsir baráttunni við brotið kerfi. „Hann leitaði hjálpar hjá geðdeild og fór alloft þangað inn, en hann var svo kvaddur eftir einhverja daga og sendur aftur út í myrkur geðvanda síns og fíknar. Aftur og aftur fór hann þangað inn og aftur og aftur var honum sleppt; maður sem var orðinn alvarlega veikur á geði vegna fíkniefnaneyslu og engan veginn sjálfrátt,“ skrifar hann. Vonir foreldra hans hafi glæpst í síðasta skiptið sem Hávarður fór inn á geðdeild því þá var hann færður á sérhæfðari deild vegna alvarlegra geðrofa. „En hann var svo færður aftur á fíknigeðdeild nokkrum dögum síðar þar sem sama sagan upphófst; kvaddur með poka af geðrofslyfjum, bless og gangi þér vel. Aldrei var honum úthlutaður geðlæknir sem tók við hans máli, reyndi að ná til hans og fylgja eftir hans máli. Aldrei var reynt að taka hann úr umferð þrátt fyrir alvarlega ofbeldishegðun og stórhættuleg geðrof,“ skrifar Hjörleifur. „Völundarhús og drekkingarhylir fyrir börn og unglinga“ Hávarður hafi brotið oft á sér, verið handtekinn „óteljandi sinnum“ á stuttum tíma og verið dæmdur fyrir mörg afbrot sem hann framdi eftir að hann varð lögráða. „Þegar hann var handtekinn fyrir utan leikskóla, með eldhúshníf innan klæða, þar sem hann bað um að fá að hringja, þá hringdi ég í lögregluna. Þar fékk ég samband við vel meinandi varðstjóra og ég spurði hann að því eftir hverju lögreglan væri að bíða? Hvort það væri verið að bíða eftir því að hann færi sjálfum sér eða öðrum að voða? Hann svaraði mér af einlægni og heiðarleika, sem var upplífgandi. Hann sagði að undir öllum eðlilegum kringumstæðum væri búið að setja hann í síbrotagæslu, en öll fangelsi væru bara því miður full,“ skrifar Hjörleifur. „Alltaf fannst okkur við vera að taka ábyrgð og vera að vinna í þessu. Ísland er eitt af ríkustu löndum í heimi hugsaði ég og þessar stofnanir og kerfi hljóta að vera vel í stakk búin til að grípa barnið mitt og hafa upp á mörg úrræði að bjóða. Ekkert gæti verið meira fjarri sannleikanum,“ skrifar hann. „Þessar stofnanir og kerfi eru ekki bara ekki að hjálpa, þau eru völundarhús og drekkingarhylir fyrir börn og unglinga sem eiga við vanda að etja. Sá vandi er einfaldlega í byrjun að þau passa ekki inn í úreltan, sálarlausan ramma sem við reynum að troða þeim inn í í grunnskóla. Svo hleðst ofan á vandamálin og þau fara að keppast um að vera best í að vera verst, eftir að hafa verið hafnað af samfélaginu. Eftir að hafa verið ýtt til hliðar, gefið falleinkunn og sagt að þau séu ekki nógu góð á neinn hátt.“ Vonar að fólk vakni af þessum vonda draumi „Geðdeildir landsins eru sprungnar, neyðarskýli landsins eru sprungin, fangelsi landsins eru sprungin, neyðarvistun Stuðla er brunnin þar sem ungur drengur í þeirra umsjá lést, allar meðferðir eru sprungnar og það er sex til níu mánaða bið eftir að komast á sjúkrahús í afvötnun,“ skrifar Hjörleifur svo. „Óteljandi ungmenni og fólk á öllum aldri eru að fyrirfara sér og látast úr of stórum skammti og núna eru þessi völundarhús og drekkingarhylir öll á yfirsnúningi. Hvar endar þetta? Ég veit hvar þetta endaði hjá syni mínum og það virðist eiga að falla í skaut örþreyttra aðstandenda og fólks sem er stríðshrjáð og brotið af sorg að berja í borðið og kalla eftir breytingum.“ Hjörleifur segir þægilegt að kenna ríkisstjórninni, heilbrigðiskerfinu, barnavernd, fangelsismálayfirvöldum, eða skólakerfinu um ástandið en samfélagið í heild beri ábyrgð. Hjörleifur segist skrifa færsluna til að láta fólk vita hversu illa við séum að standa okkur sem samfélag og vonar hann að minningin um Hávarð verði til þess að fólk vakni upp af þessum vonda draumi. Minningargrein Hávarðar. „Ég ætla að syrgja son minn og heiðra minningu hans, vegna þess að þrátt fyrir hans erfiðleika þá var hann gullfallegur, hæfileikaríkur strákur sem var með risastórt hjarta og mátti ekkert illt sjá,“ skrifar hann. „Ég ætla líka að skila hér skömminni vegna þess að hún er ekki hans. Hann dæmdi sjálfan sig harðast af öllum og hataði að hann væri þessi maður. Hann gafst svo upp og kláraði þetta sjálfur og hann var ekki að reyna neitt þegar hann gerði það. Tuttugu ára gamall strákur sem átti enga sögu um sjálfsskaða, tilraunir til sjálfsvígs eða talaði nokkurntímann um sjálfsvíg. Hann vildi lifa og óttaðist dauðann og það er það sem er sorglegast í þessu máli.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Börn og uppeldi Geðheilbrigði Málefni Stuðla ADHD Skóla- og menntamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira