Innlent

Staða Fram­sóknar­flokksins, af­nám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengi­sandi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Páll Magnússon oddviti H-lista í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Páll Magnússon oddviti H-lista í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Vísir/Ívar Fannar

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Páll Magnússon leysir Kristján Kristjánsson af í þætti dagsins og fær til sín fjölbreytta gesti.

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Páll Magnússon leysir Kristján Kristjánsson af í þætti dagsins og fær til sín fjölbreytta gesti.

Lilja D. Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, er fyrsti gestur Páls og munu þau ræða gengi flokksins í síðustu kosningum og niðurstöður skoðanakannana. Páll mun einnig ræða við Lilju um formannskjör og hvort hún sjái fyrir sér að bjóða sig fram.

Næst kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, og mun ræða stöðu ríkisstjórnarinnar, yfirstandandi landsþing Viðreisnar, Evrópumálin og bókun 35.

Eftir það koma þau Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og munu ræða um óhæfa ríkisstarfsmenn og afnám áminningarskyldunnar.

Síðast eru svo þau Egill Helgason, fjölmiðlamaður, og Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, sem munu ræða um daginn og veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×