Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. september 2025 13:25 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun mikilvægt að tryggja lóðaframboð í takt við íbúafjölgun. Vaxtamörk sveitarfélaga megi ekki vinna gegn því markmiði og hinda uppbyggingu. Vísir/Anton Brink Ótækt er að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vöxt annars, segir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kallað hefur verið eftir því að heimildir sveitarfélaga til þess að beita eiginlegu neitunarvaldi gagnvart uppbyggingu verði þrengdar. Ráðherra segir það til skoðunar Vaxtamörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru skilgreind í svæðisskipulagi og eru í raun afmörkun á því svæði þar sem heimilt er að byggja. Hagsmunasamtök á borð við Samtök iðnaðarins og ýmsir borgar- og bæjarfulltrúar hafa ítrekað bent á að forsendur gildandi skipulags, sem nær til ársins 2040, séu brostnar þar sem fólksfjölgun er umfram væntingar. Þegar eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu vill breyta skilgreindum vaxtamörkum þarf samþykki allra sveitarfélaga fyrir því. Sveitarfélög hafa því eiginlegt neitunarvald og hefur bæjarstjóri Kópavogs sagt að Reykjavíkurborg hafi þannig staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðum utan skilgreindra marka Fjölmargir hafa kallað eftir aðgerðum og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg lagði í fyrra fram tillögu þar sem óskað var eftir samtali við nágrannasveitarfélög um endurskilgreiningu vaxtamarka á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að þessu verði breytt á þann hátt að breytingar á skipulagi verði háðar samþykki aukins meirihluta, en ekki allra. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að frumvarpið væri að mörgu leyti til fyrirmyndar. „Mér persónulega, ef ég á að segja það alveg frá mínum bæjardyrum séð, finnst algjörlega ótækt að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vaxtamörk annars hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Inga. „Þetta minnir mig svolítið á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem ég er nú ekkert allt of spennt fyrir, að ein þjóð geti bara hreinlega hamlað öllu sem þar fer fram.“ Unnið í sátt og samlyndi Málið sé til skoðunar innan ráðuneytis hennar. „Mér hugnast ekki svona samkrull þar sem eitt sveitarfélag getur í rauninni ráðið afdrifum annars hvað lýtur að vaxtarmörkum þannig að við erum virkilega að vinna í málinu,“ sagði Inga sem benti þó einnig á sjálfstæði sveitarfélaganna. „Þetta er náttúrlega samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þau verða þá kannski líka að sýna sjálfstæði sitt í því að stokka það upp. Það gæti verið til bóta fyrir okkur öll hin. En í sátt og samlyndi munum við vinna þetta saman.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Vaxtamörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru skilgreind í svæðisskipulagi og eru í raun afmörkun á því svæði þar sem heimilt er að byggja. Hagsmunasamtök á borð við Samtök iðnaðarins og ýmsir borgar- og bæjarfulltrúar hafa ítrekað bent á að forsendur gildandi skipulags, sem nær til ársins 2040, séu brostnar þar sem fólksfjölgun er umfram væntingar. Þegar eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu vill breyta skilgreindum vaxtamörkum þarf samþykki allra sveitarfélaga fyrir því. Sveitarfélög hafa því eiginlegt neitunarvald og hefur bæjarstjóri Kópavogs sagt að Reykjavíkurborg hafi þannig staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðum utan skilgreindra marka Fjölmargir hafa kallað eftir aðgerðum og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg lagði í fyrra fram tillögu þar sem óskað var eftir samtali við nágrannasveitarfélög um endurskilgreiningu vaxtamarka á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að þessu verði breytt á þann hátt að breytingar á skipulagi verði háðar samþykki aukins meirihluta, en ekki allra. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að frumvarpið væri að mörgu leyti til fyrirmyndar. „Mér persónulega, ef ég á að segja það alveg frá mínum bæjardyrum séð, finnst algjörlega ótækt að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vaxtamörk annars hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Inga. „Þetta minnir mig svolítið á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem ég er nú ekkert allt of spennt fyrir, að ein þjóð geti bara hreinlega hamlað öllu sem þar fer fram.“ Unnið í sátt og samlyndi Málið sé til skoðunar innan ráðuneytis hennar. „Mér hugnast ekki svona samkrull þar sem eitt sveitarfélag getur í rauninni ráðið afdrifum annars hvað lýtur að vaxtarmörkum þannig að við erum virkilega að vinna í málinu,“ sagði Inga sem benti þó einnig á sjálfstæði sveitarfélaganna. „Þetta er náttúrlega samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þau verða þá kannski líka að sýna sjálfstæði sitt í því að stokka það upp. Það gæti verið til bóta fyrir okkur öll hin. En í sátt og samlyndi munum við vinna þetta saman.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira