Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2025 23:33 Erlingur segir að tillagan hugsuð út frá forsendum barna. Vísir/Sigurjón Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu um styttingu sumarfrís áfram til Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á færa skipulag skólaárs nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Sumarfrí grunnskólanema í Reykjavík nema 76 dögum. Það er tíu dögum meira en í Noregi og tuttugu dögum meira en í Danmörku. „Þegar eg fór að bera saman og rýna í rannsóknir á sumarfríi barna þá sá ég það svart og hvítu í breskum rannsóknum, þar sem sumarfríið eru 42 dagar, samanborið við okkar 76 þá var að sjá að þessir 42 dagar hafa veruleg áhrif því 15% barna á grunnskólaaldri þar upplifa reglulega einmanaleika þessa 42 daga. Ef við myndum framkvæma slíka rannsókn á Íslandi efast ég um að við kæmum eitthvað mikið betur út.“ Erlingur segist ekki vilja ganga á rétt kennara til orlofs því hann vill styttra sumarfrí en lengra vetrarfrí á móti. Hann er sjálfur kennaranemi og svo vinnur hann sem frístundaráðgjafi hjá frístundamiðstöð í Breiðholti. „Ég vinn markvisst með félagslega einangruðum ungmennum og ég veit í samtali við kennara sem starfa með þessum hóp að áhyggjurnar eru miklar yfir sumartímann af því þessi börn eru mjög líkleg til þess að einangra sig því þetta er frekar langur tími til þess.“ Sumardagana mætti nýta til útináms og fræðslu um náttúru. Það sé líka til bóta að draga úr álagi á börn og kennara í svartasta skammdeginu. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“ Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu um styttingu sumarfrís áfram til Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á færa skipulag skólaárs nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Sumarfrí grunnskólanema í Reykjavík nema 76 dögum. Það er tíu dögum meira en í Noregi og tuttugu dögum meira en í Danmörku. „Þegar eg fór að bera saman og rýna í rannsóknir á sumarfríi barna þá sá ég það svart og hvítu í breskum rannsóknum, þar sem sumarfríið eru 42 dagar, samanborið við okkar 76 þá var að sjá að þessir 42 dagar hafa veruleg áhrif því 15% barna á grunnskólaaldri þar upplifa reglulega einmanaleika þessa 42 daga. Ef við myndum framkvæma slíka rannsókn á Íslandi efast ég um að við kæmum eitthvað mikið betur út.“ Erlingur segist ekki vilja ganga á rétt kennara til orlofs því hann vill styttra sumarfrí en lengra vetrarfrí á móti. Hann er sjálfur kennaranemi og svo vinnur hann sem frístundaráðgjafi hjá frístundamiðstöð í Breiðholti. „Ég vinn markvisst með félagslega einangruðum ungmennum og ég veit í samtali við kennara sem starfa með þessum hóp að áhyggjurnar eru miklar yfir sumartímann af því þessi börn eru mjög líkleg til þess að einangra sig því þetta er frekar langur tími til þess.“ Sumardagana mætti nýta til útináms og fræðslu um náttúru. Það sé líka til bóta að draga úr álagi á börn og kennara í svartasta skammdeginu. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“
Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira