Lífið

„Þú ert svo fal­leg“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Donald Trump dáðist að Kate Middleton þegar þau heilsuðust.
Donald Trump dáðist að Kate Middleton þegar þau heilsuðust. Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti varð bergnuminn af fegurð Kate Middleton, prinsessu af Wales, þegar hann hitti fyrir bresku konungsfjölskylduna í morgun. Varalesari rýndi í varir forsetans.

Tveggja daga opinber heimsókn Bandaríkjaforseta til Bretlands hófst í dag en rauði dregillinn var dreginn fram fyrir forsetann. Dagskrá dagsins inniheldur gjafaskipti, heimsókn í grafhýsi Elísabetar drottningar og opinber kvöldverður.

Karl III Bretlandskonungur og Kamilla drottning tóku á móti forsetahjónunum við Windsor-kastala í dag. Hleypt var af byssum þegar Karl og Trump tókust í hendur og síðan stóðu þrettánhundruð hermenn heiðursvörð.

En áður en Trump hitti konunginn tóku Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton, prinsessa af Wales og hertogaynja af Cambridge og Cornwall, á móti forsetahjónunum eftir að þau stigu út úr þyrlu forsetans.

Varalesarinn Jeremy Freeman, sem heldur úti fyrirtækinu Expert Witness Lip Reader, rýndi í myndefni af samskiptum forsetahjónanna og konungsfólksins fyrir breska götublaðið Mirror. Samkvæmt Freeman lýsti Trump yfir mikilli aðdáun á kóngafólkinu, þá sérstaklega Middleton.

„Þú ert svo falleg,“ ku Donald hafa sagt við Kate algjörlega dolfallinn.

Eins og áður segir ferðuðust Trump-hjónin svo til Windsor-kastala þar sem konungshjónin tóku á móti þeim. Þar sást til Donalds og Karls hlæja ákaft og svo hafi Bandaríkjaforseti sagt ítrekað: „Þakka þér kærlega fyrir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.