„Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2025 12:07 Ingibjörg Rósa er fráfarandi starfsmaður á Sólheimum. Vísir/Vilhelm Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. Í skoðanapistli á Vísi í gær lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún lýsti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún segir stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hafi áhyggjur af ástandinu. „Mjög mikil depurð, mjög mikill kvíði og óvíssa og frá því í janúar hefur fólk verið að líta í kringum sig eftir öðrum störfum. Ekki vegna þess að þau vilji yfirgefa Sólheima, heldur vegna þess að þeim líst ekki á hvað er í gangi þarna. Þeim líst ekki á framtíðina á Sólheimum, þeim líður illa yfir þessu og mörg eiga í erfiðum samskiptum við framkvæmdastjórann,“ sagði Ingibjörg Rósa í samtali við fréttastofu Sýnar. „Fólk er bara orðið þreytt, kvíðið og illa sofið. Við sjáum að fólk er að fara í veikindaleyfi, fólk sem hefur aldrei farið í veikindaleyfi.“ „Fólk hefur hætt eða verið nánast bolað úr starfi síðan hún tók við“ Umræddur framkvæmdastjóri, Kristín Björg Albertsdóttir, var ráðin til starfa í febrúar en hún hafði starfað áður á Sólheimum. Ingibjörg segir að starfsfólk hafi komið óánægju á framfæri, bæði þegar framkvæmdastjórinn hætti og þegar hún var ráðin á ný. Yfirstjórn hafi ekki hlustað á þeirra raddir. „Þegar hún var ráðin var okkur sagt að að það væri því hún væri svo góð að spara. Það setur kvíða að öllum, hvernig á að spara og í hverju? Eigum við að hlaupa hraðar?“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við og það hefur ekki verið ráðið fólk strax til að fylla í þau skörð.“ Hún nefnir að fyrir skömmu hafi tveir starfsmenn verið á vakt að sinna 20 einstaklingum sem búa í sjálfstæðri búsetu. Starfsfólk bugist og líði illa yfir því að ná ekki að sinna íbúum nægilega vel í starfsemi sem sé mjög viðkvæm. Stór hópur labbaði út af starfsmannafundi Þá undirstrikar Ingibjörg hversu lítið hlustað sé á raddir starfsfólk og ekki staðið við loforð um að ekki yrðu gerðar frekari breytingar á starfseminni. „Það var gerð tilraun til að halda einn fund með okkur og hann var svo gersamlega misheppnaður að við vorum stór hópur sem labbaði út. Á starfsmannafundi sem síðan var haldinn eftir ítrekaðar óskir voru starfsmönnum settar strangar samskiptareglur sem og skorður um umræðuefni. „Hann var með alls konar fyrirmæli um að haga okkur vel áður en fundurinn byrjaði. Okkur fannst ekki mikið hlustað á okkur og í lok þess fundar var okkur beinlínis sagt að það verði ekki tekið neitt tillit til okkar athugasemda eða óska.“ Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar. Rekstur hins opinbera Félagasamtök Vinnumarkaður Grímsnes- og Grafningshreppur Sólheimar í Grímsnesi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Í skoðanapistli á Vísi í gær lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún lýsti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún segir stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hafi áhyggjur af ástandinu. „Mjög mikil depurð, mjög mikill kvíði og óvíssa og frá því í janúar hefur fólk verið að líta í kringum sig eftir öðrum störfum. Ekki vegna þess að þau vilji yfirgefa Sólheima, heldur vegna þess að þeim líst ekki á hvað er í gangi þarna. Þeim líst ekki á framtíðina á Sólheimum, þeim líður illa yfir þessu og mörg eiga í erfiðum samskiptum við framkvæmdastjórann,“ sagði Ingibjörg Rósa í samtali við fréttastofu Sýnar. „Fólk er bara orðið þreytt, kvíðið og illa sofið. Við sjáum að fólk er að fara í veikindaleyfi, fólk sem hefur aldrei farið í veikindaleyfi.“ „Fólk hefur hætt eða verið nánast bolað úr starfi síðan hún tók við“ Umræddur framkvæmdastjóri, Kristín Björg Albertsdóttir, var ráðin til starfa í febrúar en hún hafði starfað áður á Sólheimum. Ingibjörg segir að starfsfólk hafi komið óánægju á framfæri, bæði þegar framkvæmdastjórinn hætti og þegar hún var ráðin á ný. Yfirstjórn hafi ekki hlustað á þeirra raddir. „Þegar hún var ráðin var okkur sagt að að það væri því hún væri svo góð að spara. Það setur kvíða að öllum, hvernig á að spara og í hverju? Eigum við að hlaupa hraðar?“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við og það hefur ekki verið ráðið fólk strax til að fylla í þau skörð.“ Hún nefnir að fyrir skömmu hafi tveir starfsmenn verið á vakt að sinna 20 einstaklingum sem búa í sjálfstæðri búsetu. Starfsfólk bugist og líði illa yfir því að ná ekki að sinna íbúum nægilega vel í starfsemi sem sé mjög viðkvæm. Stór hópur labbaði út af starfsmannafundi Þá undirstrikar Ingibjörg hversu lítið hlustað sé á raddir starfsfólk og ekki staðið við loforð um að ekki yrðu gerðar frekari breytingar á starfseminni. „Það var gerð tilraun til að halda einn fund með okkur og hann var svo gersamlega misheppnaður að við vorum stór hópur sem labbaði út. Á starfsmannafundi sem síðan var haldinn eftir ítrekaðar óskir voru starfsmönnum settar strangar samskiptareglur sem og skorður um umræðuefni. „Hann var með alls konar fyrirmæli um að haga okkur vel áður en fundurinn byrjaði. Okkur fannst ekki mikið hlustað á okkur og í lok þess fundar var okkur beinlínis sagt að það verði ekki tekið neitt tillit til okkar athugasemda eða óska.“ Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Rekstur hins opinbera Félagasamtök Vinnumarkaður Grímsnes- og Grafningshreppur Sólheimar í Grímsnesi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira