Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2025 14:43 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra afhendir Oddi Sigurðssyni Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Stjr Jarð- og jöklafræðingurinn Oddur Sigurðsson hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra afhenti viðurkenninguna á Umhverfisþingi í Hörpu, en þetta er í sextánda skipti sem viðurkenningin er veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Oddur hafi helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga. Oddur hefur hnitað útlínur margra jökla, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. er haldið er til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá sat hann í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og er heiðursfélagi þess. Hann hafði um áratugaskeið umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nær 100 ár. Oddur hefur líka ljósmyndað jökla landsins og skrásett þá af nákvæmni. Myndasafn hans er nú varðveitt á Veðurstofu Íslands, en í því eru um 55.000 myndir af íslenskri náttúru. Safnið er ómetanleg heimild um rýrnun jökla, eldgos, flóð og skriðuföll og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Oddur hefur einnig miðlað þekkingu sinni til almennings og vísindasamfélagsins, en hann kenndi jarðfræði og jöklafræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hann verið iðinn við að halda fræðandi fyrirlestra um jökla og náttúru landsins og hefur þar sýnt sérstakan áhuga á að miðla þekkingu sinni til unga fólksins. Hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í skólum, þar sem hann bregður upp ljósmyndum sínum af náttúru landsins og sýnir dæmi um það hvað þekking á náttúrufræði bætir miklu við í skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Óþreytandi vinna Haft er eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hafi Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. „Arfleið hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort að litið sé til ræðu, rits eða ljósmyndunar. Því er sannarlega við hæfi að hann hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2025, á alþjóðlegu ári jökla. Til hamingju Oddur,“ sagði Jóhann Páll. Umhverfismál Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Sjá meira
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Oddur hafi helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu varðandi íslenska jökla og breytingar á þeim vegna hlýnandi loftslags. „Það var Oddur sem árið 2014 vakti athygli á því að Okjökull væri horfinn. Nokkrum árum síðar stóð hann ásamt fleiri fræðimönnum að viðburði nærri tindi fjallsins, sem vakti athygli víða um lönd. Var þar settur upp minningarskjöldur til þess að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga. Oddur hefur hnitað útlínur margra jökla, skrifað skýrslur, bækur og útbúið kort þar sem m.a. er haldið er til haga nöfnum allra jökla á Íslandi. Þá sat hann í stjórn Jöklarannsóknafélagsins um alllangt skeið og er heiðursfélagi þess. Hann hafði um áratugaskeið umsjón með jökulsporðamælingum félagsins, sem sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags hafa sinnt í nær 100 ár. Oddur hefur líka ljósmyndað jökla landsins og skrásett þá af nákvæmni. Myndasafn hans er nú varðveitt á Veðurstofu Íslands, en í því eru um 55.000 myndir af íslenskri náttúru. Safnið er ómetanleg heimild um rýrnun jökla, eldgos, flóð og skriðuföll og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Oddur hefur einnig miðlað þekkingu sinni til almennings og vísindasamfélagsins, en hann kenndi jarðfræði og jöklafræði við Háskóla Íslands. Þá hefur hann verið iðinn við að halda fræðandi fyrirlestra um jökla og náttúru landsins og hefur þar sýnt sérstakan áhuga á að miðla þekkingu sinni til unga fólksins. Hefur hann flutt fjölda fyrirlestra í skólum, þar sem hann bregður upp ljósmyndum sínum af náttúru landsins og sýnir dæmi um það hvað þekking á náttúrufræði bætir miklu við í skoðun á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Óþreytandi vinna Haft er eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að með óþreytandi vinnu sinni í yfir fimm áratugi hafi Oddur Sigurðsson stuðlað að aukinni vitund um mikilvægi jökla og náttúruverndar. „Arfleið hans á sviði náttúruverndar er ótvíræð, sama hvort að litið sé til ræðu, rits eða ljósmyndunar. Því er sannarlega við hæfi að hann hljóti Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti árið 2025, á alþjóðlegu ári jökla. Til hamingju Oddur,“ sagði Jóhann Páll.
Umhverfismál Jöklar á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Sjá meira