Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2025 14:03 Reykholt er einn af þéttbýliskjörnum Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar en fjölgunin hefur oft verið um tíu prósent á ári síðustu ár. Oddviti sveitarfélagsins segir næga vinnu að hafa í sveitarfélaginu og nóg af lausum lóðum sé til fyrir nýbyggingar. Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins er fengið úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Í Bláskógabyggð eru þrír þéttbýliskjarnar, Laugarás, Laugarvatn og Reykholt. Auk þess er blómleg byggð í dreifbýli sveitarfélagsins. Íbúum Bláskógabyggðar hefur fjölgað mikið síðustu ár eins og Helgi Kjartansson, oddviti veit manna best. „Nú, það er svo mikið um að vera hjá okkur. Það er nóg að gera fyrir alla og hér er gott samfélag og hér er gott að búa. Hér er góð þjónusta líka. Hér er allt til alls, bara gott mannlíf og fólk sækir í það en umfram allt er það náttúrulega að hér er bara næga atvinnu að hafa og fólk sækir náttúrulega í það, fólk þarf að vinna einhvers staðar,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, sem er oddviti Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er íbúafjölgunin mikil? „Við erum komin aðeins yfir þúsund íbúa núna og okkur var náttúrulega að fjölga á tímabili á milli ára um tíu prósent en það hefur kannski aðeins hægst á því núna á milli ára. Það er kannski ekkert keppikefli hjá okkur að fjölga endalaust svona mikið en þetta er svona sex, sjö til átta prósent á milli ára,” segir Helgi. Íbúar Bláskógabyggðar eru greinilega mjög ánægðir að eiga heima í sveitarfélaginu enda er þeim alltaf að fjölga og fjölga. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Bláskógabyggð? „Það er náttúrulega mikið erlent vinnuafl, sem er að koma og vinna í þeim störfum, sem þarf að vinna. Svo er þetta líka fólk að koma til baka eftir nám og bara breyta til og flytja í sveitina,” segir Helgi oddviti brattur og alsæll með vinsældir sveitarfélagsins. Heimasíða Bláskógabyggðar Bláskógabyggð Mannfjöldi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins er fengið úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Í Bláskógabyggð eru þrír þéttbýliskjarnar, Laugarás, Laugarvatn og Reykholt. Auk þess er blómleg byggð í dreifbýli sveitarfélagsins. Íbúum Bláskógabyggðar hefur fjölgað mikið síðustu ár eins og Helgi Kjartansson, oddviti veit manna best. „Nú, það er svo mikið um að vera hjá okkur. Það er nóg að gera fyrir alla og hér er gott samfélag og hér er gott að búa. Hér er góð þjónusta líka. Hér er allt til alls, bara gott mannlíf og fólk sækir í það en umfram allt er það náttúrulega að hér er bara næga atvinnu að hafa og fólk sækir náttúrulega í það, fólk þarf að vinna einhvers staðar,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, sem er oddviti Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er íbúafjölgunin mikil? „Við erum komin aðeins yfir þúsund íbúa núna og okkur var náttúrulega að fjölga á tímabili á milli ára um tíu prósent en það hefur kannski aðeins hægst á því núna á milli ára. Það er kannski ekkert keppikefli hjá okkur að fjölga endalaust svona mikið en þetta er svona sex, sjö til átta prósent á milli ára,” segir Helgi. Íbúar Bláskógabyggðar eru greinilega mjög ánægðir að eiga heima í sveitarfélaginu enda er þeim alltaf að fjölga og fjölga. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Bláskógabyggð? „Það er náttúrulega mikið erlent vinnuafl, sem er að koma og vinna í þeim störfum, sem þarf að vinna. Svo er þetta líka fólk að koma til baka eftir nám og bara breyta til og flytja í sveitina,” segir Helgi oddviti brattur og alsæll með vinsældir sveitarfélagsins. Heimasíða Bláskógabyggðar
Bláskógabyggð Mannfjöldi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira