Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2025 23:02 James Oxley er yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Hann er yfir stjórnstöð æfingarinnar. Vísir/Ívar Fannar Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. Nú um daga fer fram sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Átján þjóðir taka þátt, og leggja til samtals hátt í 400 manns. Mikill fjöldi manna frá herjum fjölda bandalagsþjóða Íslands tekur þátt í æfingunni, sem líkir eftir ýmsum aðstæðum þar sem við hryðjuverk af hendi erlends ríkis er að etja.Vísir/Ívar Fannar Æfingin stendur yfir í nokkra daga, og fer einnig fram í Helguvík og Hvalfirði. Auk sprengjusérfræðinga frá fjölda þjóða taka fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar þátt í æfingunni, og deila reynslu sinni af meðhöndlun sönnunargagna. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Sýnar frá því í kvöld, um æfinguna. Á æfingunni, sem styrkt er af NATO, var líkt eftir hryðjuverkaástandi sem skapast gæti fyrir tilstilli erlendra ríkja. „Þetta er langstærsta æfingin innan NATO í sprengjueyðingu að þessu leyti, og jafnvel sú elsta, sem við höldum hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar fréttamaður ræddi við hann á öryggissvæðinu í dag. Utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra voru á svæðinu, og fengu kynningu á æfingunni. Ásgeir R. Guðjónsson er sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.Vísir/Ívar Fannar Ísland í meistaradeild Yfirliðsforingi í breska sjóhernum, sem hefur yfirumsjón með stjórnstöð æfingarinnar, segir afar mikilvægt að hægt sé að æfa aðstæður sem þessar með bandalagsþjóðum. „Það er nauðsynlegt. Aðstaðan hérna á Íslandi er frábær. Þetta er stærsta sprengjueyðingaræfing NATO og þetta er sú eina sem býður upp á allt ferlið,“ segir James Oxley, yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Með því á Oxley við að líkt er eftir aðstæðum allt frá því vart verður við sprengju, brugðist við, hún aftengd, og sönnunargagna aflað um hver kom henni fyrir. Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Landhelgisgæsluna. „Þegar kemur að því að vinna með Íslendingunum þá eru þeir í meistaradeild sprengjueyðinga. Þetta er kannski lítil þjóð en þeir eru framúrskarandi.“ Herleysið ekki vandamál Danskur majór sem stýrir æfingunni og hefur eftirlit með gæðum hennar segir herleysi Íslands ekki hafa áhrif á samstarfið. Erik Dalsgaard er danskur majór og yfirmaður æfingarinnar. Honum er ætlað að sjá til þess að gæði æfingarinnar séu sem mest. Herleysi Íslendinga hefur engin áhrif á gott samstarf við aðrar þjóðir, að hans sögn.Vísir/Ívar Fannar „Nei. Það snýst bara um litinn á fötunum okkar. Við sinnum sönu vinnunni hérna, hvort sem við erum í svörtum eða bláum fötum, eða þessum einkennilega lituðu fötum sem ég er í,“ sagði danski majórinn Erik Dalsgaard, og vísaði þar til einkennisbúnings síns í felulitum. „Við höfum öll sama markmiðið, og það er að eyða sprengjunni.“ NATO Hernaður Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Nú um daga fer fram sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Átján þjóðir taka þátt, og leggja til samtals hátt í 400 manns. Mikill fjöldi manna frá herjum fjölda bandalagsþjóða Íslands tekur þátt í æfingunni, sem líkir eftir ýmsum aðstæðum þar sem við hryðjuverk af hendi erlends ríkis er að etja.Vísir/Ívar Fannar Æfingin stendur yfir í nokkra daga, og fer einnig fram í Helguvík og Hvalfirði. Auk sprengjusérfræðinga frá fjölda þjóða taka fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar þátt í æfingunni, og deila reynslu sinni af meðhöndlun sönnunargagna. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Sýnar frá því í kvöld, um æfinguna. Á æfingunni, sem styrkt er af NATO, var líkt eftir hryðjuverkaástandi sem skapast gæti fyrir tilstilli erlendra ríkja. „Þetta er langstærsta æfingin innan NATO í sprengjueyðingu að þessu leyti, og jafnvel sú elsta, sem við höldum hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar fréttamaður ræddi við hann á öryggissvæðinu í dag. Utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra voru á svæðinu, og fengu kynningu á æfingunni. Ásgeir R. Guðjónsson er sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.Vísir/Ívar Fannar Ísland í meistaradeild Yfirliðsforingi í breska sjóhernum, sem hefur yfirumsjón með stjórnstöð æfingarinnar, segir afar mikilvægt að hægt sé að æfa aðstæður sem þessar með bandalagsþjóðum. „Það er nauðsynlegt. Aðstaðan hérna á Íslandi er frábær. Þetta er stærsta sprengjueyðingaræfing NATO og þetta er sú eina sem býður upp á allt ferlið,“ segir James Oxley, yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Með því á Oxley við að líkt er eftir aðstæðum allt frá því vart verður við sprengju, brugðist við, hún aftengd, og sönnunargagna aflað um hver kom henni fyrir. Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Landhelgisgæsluna. „Þegar kemur að því að vinna með Íslendingunum þá eru þeir í meistaradeild sprengjueyðinga. Þetta er kannski lítil þjóð en þeir eru framúrskarandi.“ Herleysið ekki vandamál Danskur majór sem stýrir æfingunni og hefur eftirlit með gæðum hennar segir herleysi Íslands ekki hafa áhrif á samstarfið. Erik Dalsgaard er danskur majór og yfirmaður æfingarinnar. Honum er ætlað að sjá til þess að gæði æfingarinnar séu sem mest. Herleysi Íslendinga hefur engin áhrif á gott samstarf við aðrar þjóðir, að hans sögn.Vísir/Ívar Fannar „Nei. Það snýst bara um litinn á fötunum okkar. Við sinnum sönu vinnunni hérna, hvort sem við erum í svörtum eða bláum fötum, eða þessum einkennilega lituðu fötum sem ég er í,“ sagði danski majórinn Erik Dalsgaard, og vísaði þar til einkennisbúnings síns í felulitum. „Við höfum öll sama markmiðið, og það er að eyða sprengjunni.“
NATO Hernaður Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira