Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2025 23:01 Þór Austmar og Björn Gíslason búa báðir í Ártúnsholti. Vísir/Sigurjón Ósætti er með áform borgarinnar um að færa grenndargáma Ártúnsholts. Íbúar hafa gríðarlegar áhyggjur af nýju staðsetningunni, sem er við fjölfarna gönguleið barna hverfisins. Gámarnir hafa hingað til verið við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1 í Ártúnsholti, í jaðri hverfisins. Búið er að afmarka svæðið við Streng þar sem gámarnir verða færðir. Þar hafa síðustu ár verið bílastæði sem gestir hverfisins hafa helst nýtt sér. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndargámarnir eru í dag. Ákvörðunin var fyrst kynnt árið 2019 og mótmæltu íbúar þá harðlega á íbúafundi. Ekkert gerðist næstu sex ár og töldu margir að hætt hafi verið við að færa gámana. Það var þó ekki raunin. „Að setja þetta hérna inn í mitt íbúðahverfi, þessu fylgir sóðaskapur með tilheyrandi mávageri og slíku. Hér eru leikskólar tveir ásamt grunnskóla, þetta hefur áhrif,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Ártúnsholti. Og hér fyrir neðan má sjá bílastæðið hvar gámarnir verða. Hafa miklar áhyggjur Í hverfishóp Ártúnsholts lýstu fjölmargir yfir óánægju sinni eftir að svæðið var afmarkað fyrir helgi. Íbúar voru hvattir til að senda ábendingu á borgina og mótmæla, sem fjöldi fólks gerði. Áformin sögð galin, fáránleg og út í hött. „Við höfum áhyggjur því hér eru leikskólar og skóli í nágrenni, sem þýðir mikil umferð af krökkum fram og til baka. Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ segir Þór Austmar, einnig íbúi í hverfinu. Meira áberandi staður Borgin færir þau rök að grenndarstöðvar skuli vera staðsettar á áberandi stöðum þar sem íbúar eigi erindi. Með því að færa stöðina aukist aðgengi gangandi og hjólandi og hærra hlutfall íbúa búi innan við fimm hundruð metra frá henni. „Það skilur eiginlega enginn neitt í þessari framkvæmd og það er enginn að biðja um hana. Að auka umferð bíla inn í hverfið, þetta eru þröngar götur og svo koma stórir bílar sem skyggja á litla krakka sem eru að fara í og úr skóla. Hér eru sex og sjö ára börn að labba sín fyrstu skref í skólann, þetta er bara mikið áhyggjuefni,“ segir Þór. Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira
Gámarnir hafa hingað til verið við stórbílaplan við Straum, rétt austan við N1 í Ártúnsholti, í jaðri hverfisins. Búið er að afmarka svæðið við Streng þar sem gámarnir verða færðir. Þar hafa síðustu ár verið bílastæði sem gestir hverfisins hafa helst nýtt sér. Hér fyrir neðan má sjá hvar grenndargámarnir eru í dag. Ákvörðunin var fyrst kynnt árið 2019 og mótmæltu íbúar þá harðlega á íbúafundi. Ekkert gerðist næstu sex ár og töldu margir að hætt hafi verið við að færa gámana. Það var þó ekki raunin. „Að setja þetta hérna inn í mitt íbúðahverfi, þessu fylgir sóðaskapur með tilheyrandi mávageri og slíku. Hér eru leikskólar tveir ásamt grunnskóla, þetta hefur áhrif,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Ártúnsholti. Og hér fyrir neðan má sjá bílastæðið hvar gámarnir verða. Hafa miklar áhyggjur Í hverfishóp Ártúnsholts lýstu fjölmargir yfir óánægju sinni eftir að svæðið var afmarkað fyrir helgi. Íbúar voru hvattir til að senda ábendingu á borgina og mótmæla, sem fjöldi fólks gerði. Áformin sögð galin, fáránleg og út í hött. „Við höfum áhyggjur því hér eru leikskólar og skóli í nágrenni, sem þýðir mikil umferð af krökkum fram og til baka. Við íbúar erum bara mjög áhyggjufullir. Þessu fylgir umferð stórra bíla og tilheyrandi ónæði af mávum eins og gerist niður frá. Vonandi verður ekki rusl fjúkandi, en við höfum miklar áhyggjur,“ segir Þór Austmar, einnig íbúi í hverfinu. Meira áberandi staður Borgin færir þau rök að grenndarstöðvar skuli vera staðsettar á áberandi stöðum þar sem íbúar eigi erindi. Með því að færa stöðina aukist aðgengi gangandi og hjólandi og hærra hlutfall íbúa búi innan við fimm hundruð metra frá henni. „Það skilur eiginlega enginn neitt í þessari framkvæmd og það er enginn að biðja um hana. Að auka umferð bíla inn í hverfið, þetta eru þröngar götur og svo koma stórir bílar sem skyggja á litla krakka sem eru að fara í og úr skóla. Hér eru sex og sjö ára börn að labba sín fyrstu skref í skólann, þetta er bara mikið áhyggjuefni,“ segir Þór.
Reykjavík Skipulag Sorphirða Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Sjá meira