Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 11:55 Sigfús Aðalsteinsson hefur komið fram sem talsmaður hópsins Íslands þvert á flokka. Vísir Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir hópinn Ísland þvert á flokka. Hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Könnunin var framkvæmd yfir tvær vikur seinni hluta ágúst og var netkönnun með úrtaki upp á tvö þúsund manns átján ára og eldri. Svarhlutfal var 51 prósent. Spurt var hvort fólk vildi að breytingar yrðu gerðar á fjölskyldusameiningum hælisleitenda. Alls svöruðu 82 prósent því játandi en 18 prósent neitandi. Svörin voru svipuð þegar spurt var hvort setja ætti árlegan hámarksfjölda á hælisleitendur sem landið tæki á móti. Alls svöruðu 83 prósent játandi en 17 prósent neitandi. Fram kom að 58 prósent landsmanna telja núverandi útlendingalög of væg, tíu prósent telja þau sanngjörn og sex prósent of ströng. Alls voru 53 prósent óánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda, 24 prósent voru ánægð og 22 prósent hvorki né. Þá sögðust 73 prósent að Ísland ætti að taka á móti færri hælisleitendum en í fyrra en tólf prósent sögðu fleiri. Þá var spurt hvort framfylgja ætti brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið synjun, jafnvel þótt það kalli á samstarf við þriðju ríki - þ.e. landa sem eru hvorki upprunaland hælisleitenda né viðtökulanda. Níu af hverjum tíu svöruðu já en tíu prósent nei. Alls sóttu 1944 einstaklingar um alþjóðlega vernd árið 2024 sem var mikil fækkun frá árinu 2023 þegar 4168 umsóknir bárust. Langflestir umsækjenda það ár voru frá Úkraínu og Venesúela. Árið 2024 voru 3416 umsóknir afgreiddar. Af þeim voru 1443 umsóknir samþykktar sem svarar til rúmlega fjöguríu prósenta, langflestar á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta. 1251 umsókn var synjað, rúmlega fjögur hundruð umsóknir voru ekki teknar til efnismeðferðar og í 34 tilfellum var um endurtekna umsókn að ræða sem vísað var frá. Þá fengu 284 umsóknir önnur málalok. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði yfir hælisleitendur má finna á vef Útlendingastofnunar. Könnun Prósents í heild sinni má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl KönnunPDF2.6MBSækja skjal Hælisleitendur Skoðanakannanir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir hópinn Ísland þvert á flokka. Hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Könnunin var framkvæmd yfir tvær vikur seinni hluta ágúst og var netkönnun með úrtaki upp á tvö þúsund manns átján ára og eldri. Svarhlutfal var 51 prósent. Spurt var hvort fólk vildi að breytingar yrðu gerðar á fjölskyldusameiningum hælisleitenda. Alls svöruðu 82 prósent því játandi en 18 prósent neitandi. Svörin voru svipuð þegar spurt var hvort setja ætti árlegan hámarksfjölda á hælisleitendur sem landið tæki á móti. Alls svöruðu 83 prósent játandi en 17 prósent neitandi. Fram kom að 58 prósent landsmanna telja núverandi útlendingalög of væg, tíu prósent telja þau sanngjörn og sex prósent of ströng. Alls voru 53 prósent óánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda, 24 prósent voru ánægð og 22 prósent hvorki né. Þá sögðust 73 prósent að Ísland ætti að taka á móti færri hælisleitendum en í fyrra en tólf prósent sögðu fleiri. Þá var spurt hvort framfylgja ætti brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið synjun, jafnvel þótt það kalli á samstarf við þriðju ríki - þ.e. landa sem eru hvorki upprunaland hælisleitenda né viðtökulanda. Níu af hverjum tíu svöruðu já en tíu prósent nei. Alls sóttu 1944 einstaklingar um alþjóðlega vernd árið 2024 sem var mikil fækkun frá árinu 2023 þegar 4168 umsóknir bárust. Langflestir umsækjenda það ár voru frá Úkraínu og Venesúela. Árið 2024 voru 3416 umsóknir afgreiddar. Af þeim voru 1443 umsóknir samþykktar sem svarar til rúmlega fjöguríu prósenta, langflestar á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta. 1251 umsókn var synjað, rúmlega fjögur hundruð umsóknir voru ekki teknar til efnismeðferðar og í 34 tilfellum var um endurtekna umsókn að ræða sem vísað var frá. Þá fengu 284 umsóknir önnur málalok. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði yfir hælisleitendur má finna á vef Útlendingastofnunar. Könnun Prósents í heild sinni má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl KönnunPDF2.6MBSækja skjal
Hælisleitendur Skoðanakannanir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira