Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 11:55 Sigfús Aðalsteinsson hefur komið fram sem talsmaður hópsins Íslands þvert á flokka. Vísir Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir hópinn Ísland þvert á flokka. Hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Könnunin var framkvæmd yfir tvær vikur seinni hluta ágúst og var netkönnun með úrtaki upp á tvö þúsund manns átján ára og eldri. Svarhlutfal var 51 prósent. Spurt var hvort fólk vildi að breytingar yrðu gerðar á fjölskyldusameiningum hælisleitenda. Alls svöruðu 82 prósent því játandi en 18 prósent neitandi. Svörin voru svipuð þegar spurt var hvort setja ætti árlegan hámarksfjölda á hælisleitendur sem landið tæki á móti. Alls svöruðu 83 prósent játandi en 17 prósent neitandi. Fram kom að 58 prósent landsmanna telja núverandi útlendingalög of væg, tíu prósent telja þau sanngjörn og sex prósent of ströng. Alls voru 53 prósent óánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda, 24 prósent voru ánægð og 22 prósent hvorki né. Þá sögðust 73 prósent að Ísland ætti að taka á móti færri hælisleitendum en í fyrra en tólf prósent sögðu fleiri. Þá var spurt hvort framfylgja ætti brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið synjun, jafnvel þótt það kalli á samstarf við þriðju ríki - þ.e. landa sem eru hvorki upprunaland hælisleitenda né viðtökulanda. Níu af hverjum tíu svöruðu já en tíu prósent nei. Alls sóttu 1944 einstaklingar um alþjóðlega vernd árið 2024 sem var mikil fækkun frá árinu 2023 þegar 4168 umsóknir bárust. Langflestir umsækjenda það ár voru frá Úkraínu og Venesúela. Árið 2024 voru 3416 umsóknir afgreiddar. Af þeim voru 1443 umsóknir samþykktar sem svarar til rúmlega fjöguríu prósenta, langflestar á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta. 1251 umsókn var synjað, rúmlega fjögur hundruð umsóknir voru ekki teknar til efnismeðferðar og í 34 tilfellum var um endurtekna umsókn að ræða sem vísað var frá. Þá fengu 284 umsóknir önnur málalok. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði yfir hælisleitendur má finna á vef Útlendingastofnunar. Könnun Prósents í heild sinni má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl KönnunPDF2.6MBSækja skjal Hælisleitendur Skoðanakannanir Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir hópinn Ísland þvert á flokka. Hópurinn hefur staðið fyrir mótmælum á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Könnunin var framkvæmd yfir tvær vikur seinni hluta ágúst og var netkönnun með úrtaki upp á tvö þúsund manns átján ára og eldri. Svarhlutfal var 51 prósent. Spurt var hvort fólk vildi að breytingar yrðu gerðar á fjölskyldusameiningum hælisleitenda. Alls svöruðu 82 prósent því játandi en 18 prósent neitandi. Svörin voru svipuð þegar spurt var hvort setja ætti árlegan hámarksfjölda á hælisleitendur sem landið tæki á móti. Alls svöruðu 83 prósent játandi en 17 prósent neitandi. Fram kom að 58 prósent landsmanna telja núverandi útlendingalög of væg, tíu prósent telja þau sanngjörn og sex prósent of ströng. Alls voru 53 prósent óánægð með stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda, 24 prósent voru ánægð og 22 prósent hvorki né. Þá sögðust 73 prósent að Ísland ætti að taka á móti færri hælisleitendum en í fyrra en tólf prósent sögðu fleiri. Þá var spurt hvort framfylgja ætti brottvísun hælisleitenda sem hafa fengið synjun, jafnvel þótt það kalli á samstarf við þriðju ríki - þ.e. landa sem eru hvorki upprunaland hælisleitenda né viðtökulanda. Níu af hverjum tíu svöruðu já en tíu prósent nei. Alls sóttu 1944 einstaklingar um alþjóðlega vernd árið 2024 sem var mikil fækkun frá árinu 2023 þegar 4168 umsóknir bárust. Langflestir umsækjenda það ár voru frá Úkraínu og Venesúela. Árið 2024 voru 3416 umsóknir afgreiddar. Af þeim voru 1443 umsóknir samþykktar sem svarar til rúmlega fjöguríu prósenta, langflestar á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta. 1251 umsókn var synjað, rúmlega fjögur hundruð umsóknir voru ekki teknar til efnismeðferðar og í 34 tilfellum var um endurtekna umsókn að ræða sem vísað var frá. Þá fengu 284 umsóknir önnur málalok. Ítarlegri upplýsingar um tölfræði yfir hælisleitendur má finna á vef Útlendingastofnunar. Könnun Prósents í heild sinni má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl KönnunPDF2.6MBSækja skjal
Hælisleitendur Skoðanakannanir Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira