Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2025 19:58 Sævar Þór Sveinsson er viðskiptafræðingur og ritstjóri miðilsins Utan vallar. Vísir/@ghinfocus Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. Á Íslandi mega eingöngu fyrirtæki með sérleyfi frá stjórnvöldum bjóða upp á fjárhættuspil, svo sem spilakassa, happdrætti og íþróttaveðmál. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal má eingöngu afla fjár til almannaheillar hér á landi. Einungis átta prósent hlutdeild Íslensk getspá er þannig eina félagið sem býður upp á íþróttaveðmál og rennur ágóði til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Þeir sem veðja geta valið sér íþróttafélag til að heita á og fær viðkomandi félag greiðslur fyrir. Á síðasta ári fengu félögin 318 milljónir fyrir. „Átta prósent af spilatekjum úr íþróttaveðmálum renna til Íslenskra getrauna. Með öðrum orðum, 92 prósent spilatekna renna úr landi til veðmálafyrirtækja sem hafa ekki leyfi til að starfa á Íslandi,“ segir Sævar Þór Sveinsson, ritstjóri miðilsins Utan vallar, þar sem hann fjallar um allt sem við kemur fjármálum í heimi íþróttanna. Taki upp starfsleyfi Hann veltir því fyrir sér hvort þarna séu íslensku félögin að verða af gríðarlegum tekjum. „Ég setti upp ímyndaðan raunveruleika þar sem ég gaf mér þær forsendur að við hættum með þetta sérleyfiskerfi og tækjum upp starfsleyfi. Þá gætu öll veðmálafyrirtæki starfað hér á landi samkvæmt lögum. Þessi starfsleyfi yrðu með því skilyrði að þau væru með sama áheitakerfi og lengjan er með. Miðað við þær forsendur, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða króna sem hefðu mögulega geta runnið til íslenskra íþróttafélaga,“ segir Sævar. Mikið hark Starfsleyfisfyrirkomulagið hefur lengi verið til umræðu, en það fyrirkomulag tíðkast á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan í Noregi. Með því væri hægt að sækja auknar skatttekjur, og mögulega greiðslur til íþróttafélaganna. „Það er mikið hark í rekstrinum hjá langflestum íþróttafélögum á Íslandi. Þú þarft alveg að telja hverja einustu krónu. Ég held að íþróttafélögin væru alls ekki á móti því að fá meiri pening,“ segir Sævar. Fjárhættuspil Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Á Íslandi mega eingöngu fyrirtæki með sérleyfi frá stjórnvöldum bjóða upp á fjárhættuspil, svo sem spilakassa, happdrætti og íþróttaveðmál. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal má eingöngu afla fjár til almannaheillar hér á landi. Einungis átta prósent hlutdeild Íslensk getspá er þannig eina félagið sem býður upp á íþróttaveðmál og rennur ágóði til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Þeir sem veðja geta valið sér íþróttafélag til að heita á og fær viðkomandi félag greiðslur fyrir. Á síðasta ári fengu félögin 318 milljónir fyrir. „Átta prósent af spilatekjum úr íþróttaveðmálum renna til Íslenskra getrauna. Með öðrum orðum, 92 prósent spilatekna renna úr landi til veðmálafyrirtækja sem hafa ekki leyfi til að starfa á Íslandi,“ segir Sævar Þór Sveinsson, ritstjóri miðilsins Utan vallar, þar sem hann fjallar um allt sem við kemur fjármálum í heimi íþróttanna. Taki upp starfsleyfi Hann veltir því fyrir sér hvort þarna séu íslensku félögin að verða af gríðarlegum tekjum. „Ég setti upp ímyndaðan raunveruleika þar sem ég gaf mér þær forsendur að við hættum með þetta sérleyfiskerfi og tækjum upp starfsleyfi. Þá gætu öll veðmálafyrirtæki starfað hér á landi samkvæmt lögum. Þessi starfsleyfi yrðu með því skilyrði að þau væru með sama áheitakerfi og lengjan er með. Miðað við þær forsendur, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða króna sem hefðu mögulega geta runnið til íslenskra íþróttafélaga,“ segir Sævar. Mikið hark Starfsleyfisfyrirkomulagið hefur lengi verið til umræðu, en það fyrirkomulag tíðkast á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan í Noregi. Með því væri hægt að sækja auknar skatttekjur, og mögulega greiðslur til íþróttafélaganna. „Það er mikið hark í rekstrinum hjá langflestum íþróttafélögum á Íslandi. Þú þarft alveg að telja hverja einustu krónu. Ég held að íþróttafélögin væru alls ekki á móti því að fá meiri pening,“ segir Sævar.
Fjárhættuspil Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira