Innlent

Heimilis­of­beldi og um­sátur varði sam­fé­lagið allt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þorbjörg Sigríður hefur sett drög að breytingunum í samráðsgátt stjórnvalda. 
Þorbjörg Sigríður hefur sett drög að breytingunum í samráðsgátt stjórnvalda.  Vísir/Ívar

Dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Til stendur að stórefla rafrænt eftirlit í málaflokknum.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að breytingunum sé ætlað að styrkja réttarstöðu brotaþola og þá sérstaklega þeirra sem mega þola heimilisofbeldi og umsáturseinelti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að heimilisofbeldi og umsátur séu ekki einkamál, heldur mál sem varði samfélagið í heild. Það séu ekki mannréttindi að fá að áreita fólk segir Þorgbjörg og bætir við að ábyrgðin eigi að hvíla á gerendum en ekki þeim sem fyrir ofbeldinu verða.

Þá segir ennfremur að breytingunum sé ætlað að koma til móts við þær áskoranir sem lögregla og ákæruvald hafi staðið frammi fyrir hvað varðar endurtekin brot og sönnun brota þeirra, en erfitt hefur reynst að sanna slík brot með tilheyrandi afleiðingum fyrir brotaþola, en án afleiðinga fyrir geranda.

Helsta breytingin felur í sér að komið verði á fyrirkomulagi um rafrænt eftirlit með staðsetningarbúnaði, t.a.m. ökklaböndum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Tilgangur eftirlitsins er að tryggja að ákvörðunum um nálgunarbann og/eða brottvísun af heimili sé framfylgt, en heimild til slíks eftirlits er ekki að finna í núgildandi lögum. Frumvarpið mun byggja á reynslu og framkvæmd frá öðrum Norðurlöndum, einkum Noregi og Danmörku," segir ennfremur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×