„Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 12:02 Aðalsteinn Baldursson er formaður stéttafélagsins Framsýnar á Húsavík. Vísir/Vilhelm/Arnar Aðeins átján starfsmenn eru nú starfandi hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Formaður Verkalýsðsfélagsins Framsýnar vonast til að stjórnvöld fari að vakna og hjálpa samfélaginu á Húsavík. PCC BakkiSilicon sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um uppsagnir. Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í maí og nú starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Aðalsteinn Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík segir stöðuna mjög slæma. „Þetta er góður vinnustaður, meðallaun þarna eru yfir milljón og síðan má ekki gleyma því að það er töluvert af verktökum sem eru undirverktakar á iðnaðarlóðinni. Þeir hafa verið í sambandi við okkur líka og hafa verið að velta fyrir sér hvernig þeir geta mætt þessum lokunum, það eru tugir starfa í hættu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu Sýnar í morgun. Uppsagnirnar hafi eins og áður segir víðtækari áhrif en á þá starfsmenn sem sagt var upp. Hann nefnir strandsiglingar Eimskips sem dæmi. „Eimskip hefur boðað að hætta strandsiglingum sem tengist þessari lokun á Bakka og fyrir samfélagið hér er þetta alveg skelfilegt áfall.“ Íslensk álver noti kísilmálm innfluttan frá Kína Aðalsteinn vill sjá viðbrögð frá stjórnvöldum og þingmönnum Norðausturkjördæmis. „Áhugaleysi stjórnvalda er að bögga mig. Það er nefnd sem forsætisráðherra og ríkisstjórn skipaði til að fylgja þessu eftir og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En mér finnst krafturinn í okkar þingmönnum, mér finnst að hann mætti vera miklu meiri. Ég hef óskað eftir því við Norðurþing og sveitarstjóra að þingmenn verði boðaðir á fund til að ræða þessa alvarlegu stöðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að iðnaðurinn á Bakka sé mjög gjaldeyrisskapandi. Í yfirlýsingunni PCC frá því í gær segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm sem fluttur er inn frá Kína. „Síðan er það mjög sérstakt, við erum jú með fríverslunarsamning við Kína og menn geta flutt inn kísilmálm eins og þeir vilja og tvö af þremur álverum á Íslandi nota ekki málm frá Húsavík. Það er bara Rio Tinto í Hafnarfirði sem hefur gert það og það skekkir líka stöðuna. Annar ofninn gæti bara sinnt Íslandi en gerir það ekki í dag og hefur ekki gert.“ „Það verður að grípa til aðgerða“ Þá segir Aðalsteinn jafnframt að á sama tíma og hér sé verið að notast við grænan iðnað og raforku þá sé verið að flytja inn málm frá Kína þar sem kjör verkafólks séu ekki góð og iðnaður þar notist við kol. „Það er voðalega undarlegt og skrýtið að íslensk stjórnvöld skuli hreinlega heimila það að láta þetta viðgangast að verið sé að flytja inn málm sem unninn er við þessar aðstæður. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að taka upp og ræða.“ Hann segist jákvæður að eðlisfari og það megi einfaldlega ekki gerast að starfsemin leggist af. „Það verður að grípa til aðgerða og það er hægt að gera ýmislegt til að laga stöðuna og ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur og PCC að komast í gengum þetta og eki bara PCC samfélaginu hér, öllum þeim fjölskyldum sem hafa fjárfest hér.“ Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
PCC BakkiSilicon sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um uppsagnir. Þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í maí og nú starfa aðeins átján manns hjá fyrirtækinu. Aðalsteinn Baldursson formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík segir stöðuna mjög slæma. „Þetta er góður vinnustaður, meðallaun þarna eru yfir milljón og síðan má ekki gleyma því að það er töluvert af verktökum sem eru undirverktakar á iðnaðarlóðinni. Þeir hafa verið í sambandi við okkur líka og hafa verið að velta fyrir sér hvernig þeir geta mætt þessum lokunum, það eru tugir starfa í hættu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Fréttastofu Sýnar í morgun. Uppsagnirnar hafi eins og áður segir víðtækari áhrif en á þá starfsmenn sem sagt var upp. Hann nefnir strandsiglingar Eimskips sem dæmi. „Eimskip hefur boðað að hætta strandsiglingum sem tengist þessari lokun á Bakka og fyrir samfélagið hér er þetta alveg skelfilegt áfall.“ Íslensk álver noti kísilmálm innfluttan frá Kína Aðalsteinn vill sjá viðbrögð frá stjórnvöldum og þingmönnum Norðausturkjördæmis. „Áhugaleysi stjórnvalda er að bögga mig. Það er nefnd sem forsætisráðherra og ríkisstjórn skipaði til að fylgja þessu eftir og ég ætla ekki að gera lítið úr því. En mér finnst krafturinn í okkar þingmönnum, mér finnst að hann mætti vera miklu meiri. Ég hef óskað eftir því við Norðurþing og sveitarstjóra að þingmenn verði boðaðir á fund til að ræða þessa alvarlegu stöðu,“ segir Aðalsteinn og bætir við að iðnaðurinn á Bakka sé mjög gjaldeyrisskapandi. Í yfirlýsingunni PCC frá því í gær segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm sem fluttur er inn frá Kína. „Síðan er það mjög sérstakt, við erum jú með fríverslunarsamning við Kína og menn geta flutt inn kísilmálm eins og þeir vilja og tvö af þremur álverum á Íslandi nota ekki málm frá Húsavík. Það er bara Rio Tinto í Hafnarfirði sem hefur gert það og það skekkir líka stöðuna. Annar ofninn gæti bara sinnt Íslandi en gerir það ekki í dag og hefur ekki gert.“ „Það verður að grípa til aðgerða“ Þá segir Aðalsteinn jafnframt að á sama tíma og hér sé verið að notast við grænan iðnað og raforku þá sé verið að flytja inn málm frá Kína þar sem kjör verkafólks séu ekki góð og iðnaður þar notist við kol. „Það er voðalega undarlegt og skrýtið að íslensk stjórnvöld skuli hreinlega heimila það að láta þetta viðgangast að verið sé að flytja inn málm sem unninn er við þessar aðstæður. Það er að sjálfsögðu eitthvað sem ætti að taka upp og ræða.“ Hann segist jákvæður að eðlisfari og það megi einfaldlega ekki gerast að starfsemin leggist af. „Það verður að grípa til aðgerða og það er hægt að gera ýmislegt til að laga stöðuna og ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur og PCC að komast í gengum þetta og eki bara PCC samfélaginu hér, öllum þeim fjölskyldum sem hafa fjárfest hér.“
Norðurþing Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira