„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 29. ágúst 2025 14:03 Matthías Björn Erlingsson er ákærður fyrir rán, frelsissviptingu og manndráp. Í baksýn má sjá verjanda hans, Sævar Þór Jónsson. Vísir/Anton Brink Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. Matthías er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn og Lúkasi Geir Ingvarssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. „Eins og einhver fermingardrengur“ Í ræðu sinni sagði Sævar þá að umbjóðandi hans Matthías væri með öllu saklaus af því sem hann er ákærður fyrir, en það eru rán, frelsissvipting og manndráp. Hann sagði ákæruvaldinu hafa mistekist gjörsamlega að sanna að hann hefði með nokkru móti beitt Hjörleif ofbeldi, eða þá að hugur hans hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Þá sagði Sævar að verknaðarlýsing í ákæru væri verulega ábótavant. Aðkoma Matthíasar hafi fyrst og fremst falist í akstri og viðveru. Hann hafi ekki komið að ofbeldinu sem ákært væri fyrir, né heldur skipulagningu eða undirbúningi þess að Hjörleifur var lokkaður upp í bíl og numinn á brott af heimili sínu, enda hafi hann verið kallaður til á vettvang þegar Stefán og Lúkas hafi ekið með Hjörleif frá Þorlákshöfn og að Hellisgerði. „Hann er eins og einhver fermingardrengur, fjórtán ára, í samanburði við þessa menn,“ sagði Sævar Þór um Matthías. Hann sagði að ósamræmi í framburði Matthíasar líklega til komið vegna þess að hann hefði gefið skýrslur hjá lögreglu, og fyrir dómi nokkru síðar. Stefán og Lúkas hafi hins vegar einungis tjáð sig fyrir dómi. Sævar velti því upp hvort Stefán og Lúkas hefðu sammælst um framburð sinn, þar sem þeir væru komnir úr einangrun, og ákveðið að láta Matthías taka á sig stærstan hluta sakarinnar. Dósamálið skýrist af sóðaskap Karl Ingi Vilbergsson saksóknari, sagði í málflutningsræðu sinni, að dós sem hefði fundist, þremur metrum frá þeim stað sem Hjörleifur fannst, hefði verið með lífsýni úr Matthíasi. Þá sagði hann að sú skýring að dósin hefði dottið úr bíl Matthíasar þegar í Gufunes var komið, og fokið á staðinn þar sem hún fannst, hafi verið fjarstæðukennd. Sævar taldi hins vegar að kenningin væri alls ekki svo galin, og benti á myndir innan úr bíl Matthíasar, sem finna mætti í gögnum málsins. „Umbjóðandi minn er bara bölvaður sóði, það verður bara að segjast eins og er, nú hljóma ég eins og ég sé foreldri hans,“ sagði Sævar. Hann benti á að fjöldi dósa hefði verið í bílnum, bæði á gólfi fram og aftursæta. Því spurði hann einfaldlega hvers vegna ákæruvaldið teldi það svo fjarstæðukennt að ein dós hefði dottið úr bílnum og fokið um Gufunesið. Hafi dregist inn í málið Sævar sagði Matthías hafa, líkt og tvo aðra sakborninga, dregist inn í málið vegna atburðarásar sem fór úr böndunum. „En hann tók ekki þátt í þeim kjarnaþáttum sem skilgreina brotin,“ sagði Sævar Þór. „Hann er enginn engill, en það er heldur ekki hægt að draga upp þá mynd að hann sé þátttakandi í morði,“ sagði Sævar. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Matthías er ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn og Lúkasi Geir Ingvarssyni. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. „Eins og einhver fermingardrengur“ Í ræðu sinni sagði Sævar þá að umbjóðandi hans Matthías væri með öllu saklaus af því sem hann er ákærður fyrir, en það eru rán, frelsissvipting og manndráp. Hann sagði ákæruvaldinu hafa mistekist gjörsamlega að sanna að hann hefði með nokkru móti beitt Hjörleif ofbeldi, eða þá að hugur hans hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Þá sagði Sævar að verknaðarlýsing í ákæru væri verulega ábótavant. Aðkoma Matthíasar hafi fyrst og fremst falist í akstri og viðveru. Hann hafi ekki komið að ofbeldinu sem ákært væri fyrir, né heldur skipulagningu eða undirbúningi þess að Hjörleifur var lokkaður upp í bíl og numinn á brott af heimili sínu, enda hafi hann verið kallaður til á vettvang þegar Stefán og Lúkas hafi ekið með Hjörleif frá Þorlákshöfn og að Hellisgerði. „Hann er eins og einhver fermingardrengur, fjórtán ára, í samanburði við þessa menn,“ sagði Sævar Þór um Matthías. Hann sagði að ósamræmi í framburði Matthíasar líklega til komið vegna þess að hann hefði gefið skýrslur hjá lögreglu, og fyrir dómi nokkru síðar. Stefán og Lúkas hafi hins vegar einungis tjáð sig fyrir dómi. Sævar velti því upp hvort Stefán og Lúkas hefðu sammælst um framburð sinn, þar sem þeir væru komnir úr einangrun, og ákveðið að láta Matthías taka á sig stærstan hluta sakarinnar. Dósamálið skýrist af sóðaskap Karl Ingi Vilbergsson saksóknari, sagði í málflutningsræðu sinni, að dós sem hefði fundist, þremur metrum frá þeim stað sem Hjörleifur fannst, hefði verið með lífsýni úr Matthíasi. Þá sagði hann að sú skýring að dósin hefði dottið úr bíl Matthíasar þegar í Gufunes var komið, og fokið á staðinn þar sem hún fannst, hafi verið fjarstæðukennd. Sævar taldi hins vegar að kenningin væri alls ekki svo galin, og benti á myndir innan úr bíl Matthíasar, sem finna mætti í gögnum málsins. „Umbjóðandi minn er bara bölvaður sóði, það verður bara að segjast eins og er, nú hljóma ég eins og ég sé foreldri hans,“ sagði Sævar. Hann benti á að fjöldi dósa hefði verið í bílnum, bæði á gólfi fram og aftursæta. Því spurði hann einfaldlega hvers vegna ákæruvaldið teldi það svo fjarstæðukennt að ein dós hefði dottið úr bílnum og fokið um Gufunesið. Hafi dregist inn í málið Sævar sagði Matthías hafa, líkt og tvo aðra sakborninga, dregist inn í málið vegna atburðarásar sem fór úr böndunum. „En hann tók ekki þátt í þeim kjarnaþáttum sem skilgreina brotin,“ sagði Sævar Þór. „Hann er enginn engill, en það er heldur ekki hægt að draga upp þá mynd að hann sé þátttakandi í morði,“ sagði Sævar.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent