Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. ágúst 2025 19:04 Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. vísir/arnar Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims á dögunum. Þvottastöðin var hýst hér á landi á netþjóni inn í íslensku gagnaveri sem var notaður til að þvætta um 25 milljarða króna af illa fengnu fé í formi bitcoin. Talið er að jafnvel þúsundir glæpamanna hafi nýtt þjónustuna og er með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru eftir þvott. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer rafmyntaþvottur fram með svipuðu móti og hefðbundinn peningaþvottur. Segjum sem svo að glæpamaður eigi eitt bitcoin úr ólöglegri starfsemi, sem eru um fjórtán milljónir. Hann leitar þá til þvottastöðvar undir nafnleynd í gegnum vefsíðu. Því næst er fjármagninu hans blandað saman við aðrar færslur og þeirri upphæð síendurtekið skipt í hluta og hún færð á milli fjölda reikninga þar til færslunar eru orðnar það margar að ómögulegt er að rekja upphaflegu upphæðina. Að lokum fær glæpamaðurinn rafmyntina til baka á þar til gerðum reikningi að frádeginni þóknun sem þvottastöðin tekur. Ódýr orka skipti máli Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar utanríkisráðuneytisins eða CERT-IS, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að íslenskir innviðir séu nýttir í slíka starfsemi. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum.“ Hann bendir á að verið sé taka á rafmyntaþvætti á alþjóðavísu að auknum krafti sem geri Ísland að enn fýsilegri kosti í augum glæpamanna. „Það er orðið erfiðara að koma rafmyntum, sem er gjaldmiðillinn á svarta markaðnum, í almennan gjaldeyri. Ein af leiðunum til að þvo þessa peninga sómasamlega ennþá er að láta þá birtast eins og þeir séu ný til fundnir úr námugreftri í gagnaverum og þar eru íslensk gagnver meira aðlagandi heldur en mörg önnur.“ Guðmundur Arnar var einnig til viðtals um sama málefni í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan. Netöryggi Netglæpir Rafmyntir Tækni Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims á dögunum. Þvottastöðin var hýst hér á landi á netþjóni inn í íslensku gagnaveri sem var notaður til að þvætta um 25 milljarða króna af illa fengnu fé í formi bitcoin. Talið er að jafnvel þúsundir glæpamanna hafi nýtt þjónustuna og er með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru eftir þvott. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer rafmyntaþvottur fram með svipuðu móti og hefðbundinn peningaþvottur. Segjum sem svo að glæpamaður eigi eitt bitcoin úr ólöglegri starfsemi, sem eru um fjórtán milljónir. Hann leitar þá til þvottastöðvar undir nafnleynd í gegnum vefsíðu. Því næst er fjármagninu hans blandað saman við aðrar færslur og þeirri upphæð síendurtekið skipt í hluta og hún færð á milli fjölda reikninga þar til færslunar eru orðnar það margar að ómögulegt er að rekja upphaflegu upphæðina. Að lokum fær glæpamaðurinn rafmyntina til baka á þar til gerðum reikningi að frádeginni þóknun sem þvottastöðin tekur. Ódýr orka skipti máli Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar utanríkisráðuneytisins eða CERT-IS, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að íslenskir innviðir séu nýttir í slíka starfsemi. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum.“ Hann bendir á að verið sé taka á rafmyntaþvætti á alþjóðavísu að auknum krafti sem geri Ísland að enn fýsilegri kosti í augum glæpamanna. „Það er orðið erfiðara að koma rafmyntum, sem er gjaldmiðillinn á svarta markaðnum, í almennan gjaldeyri. Ein af leiðunum til að þvo þessa peninga sómasamlega ennþá er að láta þá birtast eins og þeir séu ný til fundnir úr námugreftri í gagnaverum og þar eru íslensk gagnver meira aðlagandi heldur en mörg önnur.“ Guðmundur Arnar var einnig til viðtals um sama málefni í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan.
Netöryggi Netglæpir Rafmyntir Tækni Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent