Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. ágúst 2025 19:04 Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. vísir/arnar Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims á dögunum. Þvottastöðin var hýst hér á landi á netþjóni inn í íslensku gagnaveri sem var notaður til að þvætta um 25 milljarða króna af illa fengnu fé í formi bitcoin. Talið er að jafnvel þúsundir glæpamanna hafi nýtt þjónustuna og er með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru eftir þvott. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer rafmyntaþvottur fram með svipuðu móti og hefðbundinn peningaþvottur. Segjum sem svo að glæpamaður eigi eitt bitcoin úr ólöglegri starfsemi, sem eru um fjórtán milljónir. Hann leitar þá til þvottastöðvar undir nafnleynd í gegnum vefsíðu. Því næst er fjármagninu hans blandað saman við aðrar færslur og þeirri upphæð síendurtekið skipt í hluta og hún færð á milli fjölda reikninga þar til færslunar eru orðnar það margar að ómögulegt er að rekja upphaflegu upphæðina. Að lokum fær glæpamaðurinn rafmyntina til baka á þar til gerðum reikningi að frádeginni þóknun sem þvottastöðin tekur. Ódýr orka skipti máli Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar utanríkisráðuneytisins eða CERT-IS, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að íslenskir innviðir séu nýttir í slíka starfsemi. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum.“ Hann bendir á að verið sé taka á rafmyntaþvætti á alþjóðavísu að auknum krafti sem geri Ísland að enn fýsilegri kosti í augum glæpamanna. „Það er orðið erfiðara að koma rafmyntum, sem er gjaldmiðillinn á svarta markaðnum, í almennan gjaldeyri. Ein af leiðunum til að þvo þessa peninga sómasamlega ennþá er að láta þá birtast eins og þeir séu ný til fundnir úr námugreftri í gagnaverum og þar eru íslensk gagnver meira aðlagandi heldur en mörg önnur.“ Guðmundur Arnar var einnig til viðtals um sama málefni í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan. Netöryggi Netglæpir Rafmyntir Tækni Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði alríkislögreglu Bandaríkjanna við að ráða niðurlögum einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims á dögunum. Þvottastöðin var hýst hér á landi á netþjóni inn í íslensku gagnaveri sem var notaður til að þvætta um 25 milljarða króna af illa fengnu fé í formi bitcoin. Talið er að jafnvel þúsundir glæpamanna hafi nýtt þjónustuna og er með öllu á huldu hvaðan peningarnir komu og hvert þeir fóru eftir þvott. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer rafmyntaþvottur fram með svipuðu móti og hefðbundinn peningaþvottur. Segjum sem svo að glæpamaður eigi eitt bitcoin úr ólöglegri starfsemi, sem eru um fjórtán milljónir. Hann leitar þá til þvottastöðvar undir nafnleynd í gegnum vefsíðu. Því næst er fjármagninu hans blandað saman við aðrar færslur og þeirri upphæð síendurtekið skipt í hluta og hún færð á milli fjölda reikninga þar til færslunar eru orðnar það margar að ómögulegt er að rekja upphaflegu upphæðina. Að lokum fær glæpamaðurinn rafmyntina til baka á þar til gerðum reikningi að frádeginni þóknun sem þvottastöðin tekur. Ódýr orka skipti máli Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar utanríkisráðuneytisins eða CERT-IS, segir ýmsar ástæður vera fyrir því að íslenskir innviðir séu nýttir í slíka starfsemi. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum.“ Hann bendir á að verið sé taka á rafmyntaþvætti á alþjóðavísu að auknum krafti sem geri Ísland að enn fýsilegri kosti í augum glæpamanna. „Það er orðið erfiðara að koma rafmyntum, sem er gjaldmiðillinn á svarta markaðnum, í almennan gjaldeyri. Ein af leiðunum til að þvo þessa peninga sómasamlega ennþá er að láta þá birtast eins og þeir séu ný til fundnir úr námugreftri í gagnaverum og þar eru íslensk gagnver meira aðlagandi heldur en mörg önnur.“ Guðmundur Arnar var einnig til viðtals um sama málefni í Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á viðtalið að neðan.
Netöryggi Netglæpir Rafmyntir Tækni Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira