Metaregn í hlýindum á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2025 10:07 Drengur að leik í gosbrunni í hlýindunum í maí. Mesta hitabylgja sem vitað er um í maí setti svip sinn á mánuðinn. Vísir/Anton Óvenjuleg hlýindi hafa einkennt það sem af er ári. Vorið var það hlýjasta sem sögur fara af og maí og júlí voru þeir hlýjustu á landsvísu frá upphafi mælinga. Ný landsmet voru einnig slegin fyrir bæði maí og ágúst. Árið 2025 er sagt hafa þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi í yfirferð um tíðina það sem af er ári sem birtist á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Ný met hafi verið sett í einstökum mánuðum og á landsvísu. Hlýindin hófust af krafti í maí með tíu daga hitabylgju sem gerði hann hlýjasta maímánuð frá upphafi mælinga. Hitabylgjan sjálf var jafnframt sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Meðalhiti í byggðum landsins var 8,4 stig sem var 0,8 stigum hærra en fyrra met frá 1935. Nýtt landsmet fyrir maí var sett á Egilsstaðaflugvelli þegar 26,6 gráður mældust þar 15. maí. Met voru set á nánast öllum veðurstöðvum landsins og fór hiti í tuttugu stig eða meira ellefu daga í maí, þar af tíu daga í röð í hitabylgjunni. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna fjörutíu sinnum líklegri en ella og þremur gráðum heitari að meðaltali. Saman voru apríl og maí hlýjasta vor á landsvísu sem skráð hefur verið. Fyrra met hafði staðið í rúma hálfa öld. Jafnaði meira en níutíu ára gamalt júlímet Júlí jafnaði svo met yfir hlýjasta júlímánuð frá 1933. Sérstaklega voru hlýindin mikil á Norðaustur- og Austurlandi þar sem meðalhiti fór yfir fjórtán stig á Egilsstöðum og Hallormsstað. Slíkt er sagt afar sjaldgæft á Íslandi. Hiti mældist tuttugu stig eða meira í 28 daga í júlí. Fjöldi hámarkshitameta fyrir júlí féll á landinu 14. júlí en þá fór hitinn í eða yfir tuttugu gráður á sjötíu prósentum allra veðurstöðva. Hæsti hitinn í júlí mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum, 29,5 stig, sem er með því mesta sem nokkru sinni hefur mælst á Íslandi. Hæsti hiti í tæp áttatíu ár Hitinn hefur haldið áfram í ágúst, sérstaklega á Austurlandi. Dagana 16. og 17. ágúst mældust 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli sem var nýtt landsmet fyrir ágúst. Sló það fyrra met frá Hallormsstað um 0,4 stig frá 2021. Það var jafnframt hæsti hiti sem hefur mælst á landinu frá 1946 þegar hiti mældist þrjátíu stig á Hallormsstað. Veður Loftslagsmál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Árið 2025 er sagt hafa þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi í yfirferð um tíðina það sem af er ári sem birtist á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Ný met hafi verið sett í einstökum mánuðum og á landsvísu. Hlýindin hófust af krafti í maí með tíu daga hitabylgju sem gerði hann hlýjasta maímánuð frá upphafi mælinga. Hitabylgjan sjálf var jafnframt sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Meðalhiti í byggðum landsins var 8,4 stig sem var 0,8 stigum hærra en fyrra met frá 1935. Nýtt landsmet fyrir maí var sett á Egilsstaðaflugvelli þegar 26,6 gráður mældust þar 15. maí. Met voru set á nánast öllum veðurstöðvum landsins og fór hiti í tuttugu stig eða meira ellefu daga í maí, þar af tíu daga í röð í hitabylgjunni. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna fjörutíu sinnum líklegri en ella og þremur gráðum heitari að meðaltali. Saman voru apríl og maí hlýjasta vor á landsvísu sem skráð hefur verið. Fyrra met hafði staðið í rúma hálfa öld. Jafnaði meira en níutíu ára gamalt júlímet Júlí jafnaði svo met yfir hlýjasta júlímánuð frá 1933. Sérstaklega voru hlýindin mikil á Norðaustur- og Austurlandi þar sem meðalhiti fór yfir fjórtán stig á Egilsstöðum og Hallormsstað. Slíkt er sagt afar sjaldgæft á Íslandi. Hiti mældist tuttugu stig eða meira í 28 daga í júlí. Fjöldi hámarkshitameta fyrir júlí féll á landinu 14. júlí en þá fór hitinn í eða yfir tuttugu gráður á sjötíu prósentum allra veðurstöðva. Hæsti hitinn í júlí mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum, 29,5 stig, sem er með því mesta sem nokkru sinni hefur mælst á Íslandi. Hæsti hiti í tæp áttatíu ár Hitinn hefur haldið áfram í ágúst, sérstaklega á Austurlandi. Dagana 16. og 17. ágúst mældust 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli sem var nýtt landsmet fyrir ágúst. Sló það fyrra met frá Hallormsstað um 0,4 stig frá 2021. Það var jafnframt hæsti hiti sem hefur mælst á landinu frá 1946 þegar hiti mældist þrjátíu stig á Hallormsstað.
Veður Loftslagsmál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum