Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2025 20:05 Það logaði vel og glatt í Bergþórshvoli í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Dagurinn í gær var stór á hátíðinni en hann byrjaði í hádeginu á bænum Völlum rétt við Hvolsvöll þar sem 99 knapar lögðu af stað ríðandi á hestum sínum í hinni eiginlegu brennureið á Gaddstaðaflatir undir forystu Hermanns Árnasonar, sem var í hlutverki Flosa úr Njálssögu í reiðinni. Hermann fékk líka það hlutverk að kveikja í Bergþórshvoli í gærkvöldi eftir að hópreiðin hafði farið inn á völlinn fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. „Það var ofsalega gaman á Gaddstaðaflötum og mjög hátíðlegt og svona harmþrungið auðvitað líka. Það var heilmikil brenna, sem var mikið sjónarspil, eldurinn tælir,“ segir Hermann. Hermann Árnason, sem var í stóru hlutverki í gærkvöldi þegar hann kveikti í Bergþórshvoli á Gaddstaðaflötum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut Guðna Ágústssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og Njálufélagsins að setja samkomuna í gærkvöldi. „Ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best,“ sagði Guðni meðal annars. Guðni Ágústsson, forsvarsmaður Njáluhátíðarinnar í Rangárþingi og Arthur Björgvin Bollason, Njálusérfræðingur með meiru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kynnir kvöldsins er mikill sérfræðingur og áhugamaður um Brennu Njálssögu. „Ég var nú í fjögur ár umboðsmaður Njálu en Guðni skipaði umboðsmann íslenska hestsins og ég fékk að vera umboðsmaður Njálu, sem var ekki minni virðing,“ segir Arthur Björgvin Bollason Njálusérfræðingur með meiru. Það var blautt á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi en fólk lét það ekki á sig fá enda hlýtt í veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var boðið upp á víkingabardaga og allskonar fjölbreytt skemmtiatriði áður en Hermann eða hann í hlutverki Flosa kveikti í Bergþórshvoli á táknrænan hátt. Víkingar voru áberandi á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara brenna og sýningaratriði í gærkvöldi, það var líka hressilegur karlakórssöngur í boði, sem gestir kunnu vel að meta. Kæðaburður við hæfi á skemmtun gærkvöldsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Rangárþing ytra Menning Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Dagurinn í gær var stór á hátíðinni en hann byrjaði í hádeginu á bænum Völlum rétt við Hvolsvöll þar sem 99 knapar lögðu af stað ríðandi á hestum sínum í hinni eiginlegu brennureið á Gaddstaðaflatir undir forystu Hermanns Árnasonar, sem var í hlutverki Flosa úr Njálssögu í reiðinni. Hermann fékk líka það hlutverk að kveikja í Bergþórshvoli í gærkvöldi eftir að hópreiðin hafði farið inn á völlinn fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. „Það var ofsalega gaman á Gaddstaðaflötum og mjög hátíðlegt og svona harmþrungið auðvitað líka. Það var heilmikil brenna, sem var mikið sjónarspil, eldurinn tælir,“ segir Hermann. Hermann Árnason, sem var í stóru hlutverki í gærkvöldi þegar hann kveikti í Bergþórshvoli á Gaddstaðaflötum á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut Guðna Ágústssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og Njálufélagsins að setja samkomuna í gærkvöldi. „Ísland farsældar frón og hagsældar hrímhvíta móðir. Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best,“ sagði Guðni meðal annars. Guðni Ágústsson, forsvarsmaður Njáluhátíðarinnar í Rangárþingi og Arthur Björgvin Bollason, Njálusérfræðingur með meiru. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kynnir kvöldsins er mikill sérfræðingur og áhugamaður um Brennu Njálssögu. „Ég var nú í fjögur ár umboðsmaður Njálu en Guðni skipaði umboðsmann íslenska hestsins og ég fékk að vera umboðsmaður Njálu, sem var ekki minni virðing,“ segir Arthur Björgvin Bollason Njálusérfræðingur með meiru. Það var blautt á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi en fólk lét það ekki á sig fá enda hlýtt í veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var boðið upp á víkingabardaga og allskonar fjölbreytt skemmtiatriði áður en Hermann eða hann í hlutverki Flosa kveikti í Bergþórshvoli á táknrænan hátt. Víkingar voru áberandi á Gaddstaðaflötum í gærkvöldi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara brenna og sýningaratriði í gærkvöldi, það var líka hressilegur karlakórssöngur í boði, sem gestir kunnu vel að meta. Kæðaburður við hæfi á skemmtun gærkvöldsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Menning Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira