Innlent

Vest­firðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, lét sig ekki vanta á bikarúrslitaleikinn á föstudaginn.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, lét sig ekki vanta á bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Vísir/Ernir/Anton

Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir.

„Við ætlum að taka á móti bikarmeisturunum okkar á Silfurtorgi klukkan sjö og viljum hvetja íbúa til þess að mæta á Silfurtorg. Liðið mun mæta með bikarinn þarna upp úr sjö,“ segir Sigríður.

Hversu stór er þessi titill fyrir samfélagið fyrir vestan? 

„Þetta er miklu meira held ég heldur en maður gerir sér grein fyrir. Eins og ég hef sagt áður að maður er ekki alveg búinn að ná utan um þetta. En þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið fyrir vestan og ég er þá ekki bara að tala um Ísafjarðarbæ heldur bara öll sveitarfélögin og fólkið á Vestfjörðum. Líka fyrir alla unga iðkendur sem sjá þarna frábærar fyrirmyndir sem eru búnir að gera góða hluti og þetta er bara mjög stórt,“ svarar Sigríður.

Stemningin sé búin að vera stórkostleg en bærin skoðar nú hvernig hægt sé að styðja betur við félagið. „Nú erum við bara að fara að horfa fram á veginn, hvað við getum gert til að styðja við bakið á liðinu. Við erum bara að fara að setjast yfir það núna á næstu dögum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×