Lífið

Veggjadans á Hörpu og snyrti­vörur úr sæl­gæti

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mikið var um að vera í Reykjavík í dag.
Mikið var um að vera í Reykjavík í dag.

Lífleg dagskrá var á Menningarnótt Reykjavíkurborgar í dag, þar sem hátt í fjögur hundruð viðburðir voru haldnir víða um alla borg. Sirkuslistakona dansaði veggjadans hátt uppi á Hörpu, á meðan Binniglee og Patrekur Jaime buðu fólki upp á ókeypis snyrtingu.

Löng röð myndaðist úti á götu fyrir utan Sólon á Ingólfsstræti þar sem Æði-bræðurnir Binniglee og Patrekur Jaime auglýstu nýja snyrtivörulínu frá Nóa Siríus og buðu gestum og gangandi upp á ókeypis förðun, eða „touch up“ eins og það var auglýst.

Sælgætisframleiðandinn sendi í vikunni út snyrtivörulínu, en þar má meðal annars finna „Eitt bursta sett,“ „Tromp brúnkudropa,“ „Trítlagloss,“ og „Kropp sólarpúður.“

Vandað til verka.

Ýmislegt var á dagskrá hjá Hörpu, en þar fór meðal annars fram hinn árlegi leðjuslagur lúðrasveita þar sem barist var til síðasta tóns.

„Mútur, svik, svindl, frændhygli og prettir voru viðhöfð og sjónarspilið eftir því. Stuðið var framar öllu. Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveit Reykjavíkur tókust á og var það Brassband Reykjavíkur sem bar sigur úr býtum því þau voru í réttri tegund af sokkum!“ segir í tilkynningu Hörpu.

Hér var barist til síðasta tóns!Hulda Margrét
BMX BRÓS voru með sýningu fyrir utan Hörpu.Hulda Margrét
Bátasmiðja á Hörputorgi.Hulda Margrét.

Finnsta sirkuslistakonan Heidi Miiikki dansaði veggjadans utan á Hörpu. Þar flutti hún dansverk sitt Von.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.