Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2025 11:15 Hjólagæslan er opin frá 8 til miðnættis í kvöld. Aðsend Reiðhjólabændur bjóða í ár upp á vöktuð hjólastæði í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir þetta gert til að hvetja fólk til að koma á hjóli í bæinn í dag á Menningarnótt. Fólk þarf að koma með eigin lás. Sjálfboðaliðar frá félaginu voru mættir klukkan átta í morgun í bílastæðahúsið og munu standa vaktina þar til miðnættis. Formlegri dagskrá menningarnætur lýkur um klukkan 22 í kvöld. „Það eru nokkrir tugir hjóla hérna núna og ég á von á því að þeim fjölgi nokkur hratt eftir um klukkutíma þegar formleg dagskrá hefst,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir í hjólageymslunni í morgun. Tugir voru mættir snemma með hjólin. Aðsend Hann segir nóg pláss í bílastæðahúsinu sem sé ekki í notkun í dag fyrir bíla vegna götulokana á svæðinu. „Við höfum heyrt af því, í gegnum Reiðhjólabændur, að fólk hafi veigrað sér við því að fara hjólandi í miðbæinn af því þeim finnst þau ekki geta gengið frá hjólunum á öruggan hátt,“ segir Birgir og að félagið hafi því stungið upp á þessu við borgina. Hann segir borgina hafa gefið leyfi fyrir notkun á neðstu hæð bílastæðahússins og því verði félagið þar í dag. Verði mikil nýting á þjónustunni muni þau færa sig á efri hæðar bílastæðahússins líka. Ekki margir öruggir staðir í miðbænum fyrir hjól „Það eru margir staðir til að geyma hjól með öruggum hætti í miðbænum og á svona fjölmennum viðburði getur maður ekki treyst á það, þegar maður leggur af stað úr úthverfinu, að það verði laust í stæði á þessum fáu stöðum sem eru,“ segir Birgir og nefnir hjólastæði Bikekeep sem dæmi. „Fólk kemur með sinn eigin lás, læsir hjólinu og við höfum svo auga með því. Við skráum hjólin líka hjá okkur,“ segir Birgir. Auk þess séu sjálfboðaliðar með á staðnum verkfæri og pumpu og ef fólk vill láta kíkja á hjólið og dytta að því geti sjálfboðaliðar gert það fyrir lágt gjald. Þessi fjölskylda kom saman á hjóli í miðbæinn í morgun. Aðsend Birgir býst við því að vera á staðnum í allan dag en sjálfboðaliðar í félaginu munu skipta með sér vöktum og mæti tvo tíma í senn. Hvetja fólk til að hjóla Hvað varðar hjólageymslu í miðbænum hvetur Birgir, og félagið, borgina til að fjölga hjólastæðum almennt en einnig á mannmörgum viðburðum að skoða hvort hægt sé að koma upp færanlegum hjólastæðum í gámum til dæmis. „Það myndi hvetja fólk til að koma hjólandi í bæinn. Það er gott að koma hjólandi núna. Það eru götulokanir og öðruvísi tímar á strætó auk þess sem vagninn getur verið fullur á álagstímum.“ Hann segir vaktaða hjólastæði í dag vonandi upphafið að einhverju sem svo heldur áfram á næstu stóru viðburðum borgarinnar. „Við endurtökum þetta að ári ef það er stemning fyrir því.“ Menningarnótt Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Sjálfboðaliðar frá félaginu voru mættir klukkan átta í morgun í bílastæðahúsið og munu standa vaktina þar til miðnættis. Formlegri dagskrá menningarnætur lýkur um klukkan 22 í kvöld. „Það eru nokkrir tugir hjóla hérna núna og ég á von á því að þeim fjölgi nokkur hratt eftir um klukkutíma þegar formleg dagskrá hefst,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir í hjólageymslunni í morgun. Tugir voru mættir snemma með hjólin. Aðsend Hann segir nóg pláss í bílastæðahúsinu sem sé ekki í notkun í dag fyrir bíla vegna götulokana á svæðinu. „Við höfum heyrt af því, í gegnum Reiðhjólabændur, að fólk hafi veigrað sér við því að fara hjólandi í miðbæinn af því þeim finnst þau ekki geta gengið frá hjólunum á öruggan hátt,“ segir Birgir og að félagið hafi því stungið upp á þessu við borgina. Hann segir borgina hafa gefið leyfi fyrir notkun á neðstu hæð bílastæðahússins og því verði félagið þar í dag. Verði mikil nýting á þjónustunni muni þau færa sig á efri hæðar bílastæðahússins líka. Ekki margir öruggir staðir í miðbænum fyrir hjól „Það eru margir staðir til að geyma hjól með öruggum hætti í miðbænum og á svona fjölmennum viðburði getur maður ekki treyst á það, þegar maður leggur af stað úr úthverfinu, að það verði laust í stæði á þessum fáu stöðum sem eru,“ segir Birgir og nefnir hjólastæði Bikekeep sem dæmi. „Fólk kemur með sinn eigin lás, læsir hjólinu og við höfum svo auga með því. Við skráum hjólin líka hjá okkur,“ segir Birgir. Auk þess séu sjálfboðaliðar með á staðnum verkfæri og pumpu og ef fólk vill láta kíkja á hjólið og dytta að því geti sjálfboðaliðar gert það fyrir lágt gjald. Þessi fjölskylda kom saman á hjóli í miðbæinn í morgun. Aðsend Birgir býst við því að vera á staðnum í allan dag en sjálfboðaliðar í félaginu munu skipta með sér vöktum og mæti tvo tíma í senn. Hvetja fólk til að hjóla Hvað varðar hjólageymslu í miðbænum hvetur Birgir, og félagið, borgina til að fjölga hjólastæðum almennt en einnig á mannmörgum viðburðum að skoða hvort hægt sé að koma upp færanlegum hjólastæðum í gámum til dæmis. „Það myndi hvetja fólk til að koma hjólandi í bæinn. Það er gott að koma hjólandi núna. Það eru götulokanir og öðruvísi tímar á strætó auk þess sem vagninn getur verið fullur á álagstímum.“ Hann segir vaktaða hjólastæði í dag vonandi upphafið að einhverju sem svo heldur áfram á næstu stóru viðburðum borgarinnar. „Við endurtökum þetta að ári ef það er stemning fyrir því.“
Menningarnótt Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira