Svona verður dagskráin á Menningarnótt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 12:08 Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar verða á sínum stað. Sýn/Hulda Margrét Afmælishátíð Reykjavíkurborgar, Menningarnótt, verður haldin hátíðleg nú á laugardaginn. Gestir hátíðarinnar geta sótt um fjögur hundruð viðburði líkt og lúðrablástur, vöfflukaffi, söngsýningar, listsýningar og tónlistaratriði. Menningarnótt verður sett klukkan hálf eitt á laugardag á tröppum Þjóðleikhússins, sem fagnar 75 ára afmæli í ár. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, setur hátíðina formlegu og hyggst Logi Einarsson, menningarmálaráðherra, halda afmælisræðu. Vinsælar persónur úr heimi leikhússins bregða á leik, til dæmis Lína Langsokkur og Elsa og Ólafur úr Frosti. Íbúar Kardemommubæjar verða einnig á staðnum, þar á meðal Bastían bæjarfógeti, Ræningjarnir og Soffía frænka, og vinsælustu íbúarnir í Hálsaskógi, Mikki og Lilli klifurmús. Þjóðleikhúsið fagnar afmælinu með stæl og verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna í boði. Vegfarendur geta til að mynda kíkt á spunamaraþon Improv Íslands í kjallara leikhússins eða fengið að sjá brot úr sýningunni um Línu Langsokk. Færeyingar eru heiðursgestir hátíðarinnar í ár. Fulltrúar þeirra ætla að sjá um menningar- og skemmtidagskrá í ráðhúsinu líkt og tónlist, myndlist og veitingar að þeirra hætti. Kíkja má á Færeyingana í Ráðhúsi Reykjavíkur en einnig verður fjölbreytt gjaldfrjáls dagskrá í boði á Listasafni Reykjavíkur og Borgarsögusafni. Einnig verður haldið bekkpressumót fyrir utan Kjarvalsstaði. Tónlistarfólk stígur á stokk Tónlistaratriði skipa alltaf stóran sess í dagskrá Menningarnætur. Hið árlega Tónaflóð Rásar 2 verður á sínum stað á Arnarhóli þar sem meðal annars Geðbrigði, Retro Stefson, VÆB og Emmsjé Gauti stíga á stokk. Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar verða í Hjólmskálagarðinum líkt og fyrri ár. Þar ætla Skítamórall, Herra Hnetusmjör og GDRN að skemmta lýðnum en stórhljómsveitin Nýdönsk stígur síðust á svið. Moment DJ Margeirs verður svo á Klapparstíg þar sem boðið verður upp á dynjandi tónlist og stuð. Ítarlegri dagskrá má nálgast á menningarnott.is. Einnar mínútu þögn Menningarnótt lýkur klukkustund fyrr en áður, eða klukkan tíu, með árlegu flugeldasýningunni. „Þessi breyting er til að undirstrika að þetta er fjölskylduhátíð þar sem lögð er áhersla á að fjölskyldan komi saman í miðborginni og fjölskyldan fari saman heim,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Við hvetjum öll til að vera klár almennt í lífinu. Taka góðar ákvarðanir og hugsa um hvert annað. Við berum öll ábyrgð hvert á öðru og að öllum líði vel.“ Flugeldasýningin í ár er tileinkuð Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt í fyrra. Fyrir sýninguna verður Bryndísar Klöru minnst með einnar mínútu þögn á Arnarhóli. Götulokanir og strætóskutlur Miðborgin verður lokuð fyrir akandi umferð meðan á hátíðinni stendur. Klukkan tólf á hádegi á fimmtudag verður Kalkofnsvegi lokað, á milli Hverfigötu og Geirsgötu, til að hægt sé að setja upp sviðið á Arnarhóli. Strætisvagnar sem venjulega keyra þar um fara hjáleið. Klukkan fjögur síðdegis á föstudag verður Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu lokað vegna undirbúnings Reykjavíkurmaraþonsins. Götulokanirnar vara fram yfir Menningarnótt. Hér má sjá kort yfir götulokanirnar.Reykjavíkurborg Strætóskutlum verður ekið til og frá bílastæðum við Laugardalshöll um Borgartún að Hallgrímskirkju með stoppi á Hlemm á milli klukkan hálf átta að morgni til korter yfir ellefu á laugardagskvöld. Þá verður einungis hægt að leggja rafskútum á ákveðnum svæðum í jaðri hátíðarsvæðisins. Menningarnótt Reykjavík Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fleiri fréttir „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Sjá meira
Menningarnótt verður sett klukkan hálf eitt á laugardag á tröppum Þjóðleikhússins, sem fagnar 75 ára afmæli í ár. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, setur hátíðina formlegu og hyggst Logi Einarsson, menningarmálaráðherra, halda afmælisræðu. Vinsælar persónur úr heimi leikhússins bregða á leik, til dæmis Lína Langsokkur og Elsa og Ólafur úr Frosti. Íbúar Kardemommubæjar verða einnig á staðnum, þar á meðal Bastían bæjarfógeti, Ræningjarnir og Soffía frænka, og vinsælustu íbúarnir í Hálsaskógi, Mikki og Lilli klifurmús. Þjóðleikhúsið fagnar afmælinu með stæl og verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna í boði. Vegfarendur geta til að mynda kíkt á spunamaraþon Improv Íslands í kjallara leikhússins eða fengið að sjá brot úr sýningunni um Línu Langsokk. Færeyingar eru heiðursgestir hátíðarinnar í ár. Fulltrúar þeirra ætla að sjá um menningar- og skemmtidagskrá í ráðhúsinu líkt og tónlist, myndlist og veitingar að þeirra hætti. Kíkja má á Færeyingana í Ráðhúsi Reykjavíkur en einnig verður fjölbreytt gjaldfrjáls dagskrá í boði á Listasafni Reykjavíkur og Borgarsögusafni. Einnig verður haldið bekkpressumót fyrir utan Kjarvalsstaði. Tónlistarfólk stígur á stokk Tónlistaratriði skipa alltaf stóran sess í dagskrá Menningarnætur. Hið árlega Tónaflóð Rásar 2 verður á sínum stað á Arnarhóli þar sem meðal annars Geðbrigði, Retro Stefson, VÆB og Emmsjé Gauti stíga á stokk. Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar verða í Hjólmskálagarðinum líkt og fyrri ár. Þar ætla Skítamórall, Herra Hnetusmjör og GDRN að skemmta lýðnum en stórhljómsveitin Nýdönsk stígur síðust á svið. Moment DJ Margeirs verður svo á Klapparstíg þar sem boðið verður upp á dynjandi tónlist og stuð. Ítarlegri dagskrá má nálgast á menningarnott.is. Einnar mínútu þögn Menningarnótt lýkur klukkustund fyrr en áður, eða klukkan tíu, með árlegu flugeldasýningunni. „Þessi breyting er til að undirstrika að þetta er fjölskylduhátíð þar sem lögð er áhersla á að fjölskyldan komi saman í miðborginni og fjölskyldan fari saman heim,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Við hvetjum öll til að vera klár almennt í lífinu. Taka góðar ákvarðanir og hugsa um hvert annað. Við berum öll ábyrgð hvert á öðru og að öllum líði vel.“ Flugeldasýningin í ár er tileinkuð Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á Menningarnótt í fyrra. Fyrir sýninguna verður Bryndísar Klöru minnst með einnar mínútu þögn á Arnarhóli. Götulokanir og strætóskutlur Miðborgin verður lokuð fyrir akandi umferð meðan á hátíðinni stendur. Klukkan tólf á hádegi á fimmtudag verður Kalkofnsvegi lokað, á milli Hverfigötu og Geirsgötu, til að hægt sé að setja upp sviðið á Arnarhóli. Strætisvagnar sem venjulega keyra þar um fara hjáleið. Klukkan fjögur síðdegis á föstudag verður Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu lokað vegna undirbúnings Reykjavíkurmaraþonsins. Götulokanirnar vara fram yfir Menningarnótt. Hér má sjá kort yfir götulokanirnar.Reykjavíkurborg Strætóskutlum verður ekið til og frá bílastæðum við Laugardalshöll um Borgartún að Hallgrímskirkju með stoppi á Hlemm á milli klukkan hálf átta að morgni til korter yfir ellefu á laugardagskvöld. Þá verður einungis hægt að leggja rafskútum á ákveðnum svæðum í jaðri hátíðarsvæðisins.
Menningarnótt Reykjavík Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fleiri fréttir „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”