Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2025 11:15 Hjólagæslan er opin frá 8 til miðnættis í kvöld. Aðsend Reiðhjólabændur bjóða í ár upp á vöktuð hjólastæði í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir þetta gert til að hvetja fólk til að koma á hjóli í bæinn í dag á Menningarnótt. Fólk þarf að koma með eigin lás. Sjálfboðaliðar frá félaginu voru mættir klukkan átta í morgun í bílastæðahúsið og munu standa vaktina þar til miðnættis. Formlegri dagskrá menningarnætur lýkur um klukkan 22 í kvöld. „Það eru nokkrir tugir hjóla hérna núna og ég á von á því að þeim fjölgi nokkur hratt eftir um klukkutíma þegar formleg dagskrá hefst,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir í hjólageymslunni í morgun. Tugir voru mættir snemma með hjólin. Aðsend Hann segir nóg pláss í bílastæðahúsinu sem sé ekki í notkun í dag fyrir bíla vegna götulokana á svæðinu. „Við höfum heyrt af því, í gegnum Reiðhjólabændur, að fólk hafi veigrað sér við því að fara hjólandi í miðbæinn af því þeim finnst þau ekki geta gengið frá hjólunum á öruggan hátt,“ segir Birgir og að félagið hafi því stungið upp á þessu við borgina. Hann segir borgina hafa gefið leyfi fyrir notkun á neðstu hæð bílastæðahússins og því verði félagið þar í dag. Verði mikil nýting á þjónustunni muni þau færa sig á efri hæðar bílastæðahússins líka. Ekki margir öruggir staðir í miðbænum fyrir hjól „Það eru margir staðir til að geyma hjól með öruggum hætti í miðbænum og á svona fjölmennum viðburði getur maður ekki treyst á það, þegar maður leggur af stað úr úthverfinu, að það verði laust í stæði á þessum fáu stöðum sem eru,“ segir Birgir og nefnir hjólastæði Bikekeep sem dæmi. „Fólk kemur með sinn eigin lás, læsir hjólinu og við höfum svo auga með því. Við skráum hjólin líka hjá okkur,“ segir Birgir. Auk þess séu sjálfboðaliðar með á staðnum verkfæri og pumpu og ef fólk vill láta kíkja á hjólið og dytta að því geti sjálfboðaliðar gert það fyrir lágt gjald. Þessi fjölskylda kom saman á hjóli í miðbæinn í morgun. Aðsend Birgir býst við því að vera á staðnum í allan dag en sjálfboðaliðar í félaginu munu skipta með sér vöktum og mæti tvo tíma í senn. Hvetja fólk til að hjóla Hvað varðar hjólageymslu í miðbænum hvetur Birgir, og félagið, borgina til að fjölga hjólastæðum almennt en einnig á mannmörgum viðburðum að skoða hvort hægt sé að koma upp færanlegum hjólastæðum í gámum til dæmis. „Það myndi hvetja fólk til að koma hjólandi í bæinn. Það er gott að koma hjólandi núna. Það eru götulokanir og öðruvísi tímar á strætó auk þess sem vagninn getur verið fullur á álagstímum.“ Hann segir vaktaða hjólastæði í dag vonandi upphafið að einhverju sem svo heldur áfram á næstu stóru viðburðum borgarinnar. „Við endurtökum þetta að ári ef það er stemning fyrir því.“ Menningarnótt Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Sjálfboðaliðar frá félaginu voru mættir klukkan átta í morgun í bílastæðahúsið og munu standa vaktina þar til miðnættis. Formlegri dagskrá menningarnætur lýkur um klukkan 22 í kvöld. „Það eru nokkrir tugir hjóla hérna núna og ég á von á því að þeim fjölgi nokkur hratt eftir um klukkutíma þegar formleg dagskrá hefst,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir í hjólageymslunni í morgun. Tugir voru mættir snemma með hjólin. Aðsend Hann segir nóg pláss í bílastæðahúsinu sem sé ekki í notkun í dag fyrir bíla vegna götulokana á svæðinu. „Við höfum heyrt af því, í gegnum Reiðhjólabændur, að fólk hafi veigrað sér við því að fara hjólandi í miðbæinn af því þeim finnst þau ekki geta gengið frá hjólunum á öruggan hátt,“ segir Birgir og að félagið hafi því stungið upp á þessu við borgina. Hann segir borgina hafa gefið leyfi fyrir notkun á neðstu hæð bílastæðahússins og því verði félagið þar í dag. Verði mikil nýting á þjónustunni muni þau færa sig á efri hæðar bílastæðahússins líka. Ekki margir öruggir staðir í miðbænum fyrir hjól „Það eru margir staðir til að geyma hjól með öruggum hætti í miðbænum og á svona fjölmennum viðburði getur maður ekki treyst á það, þegar maður leggur af stað úr úthverfinu, að það verði laust í stæði á þessum fáu stöðum sem eru,“ segir Birgir og nefnir hjólastæði Bikekeep sem dæmi. „Fólk kemur með sinn eigin lás, læsir hjólinu og við höfum svo auga með því. Við skráum hjólin líka hjá okkur,“ segir Birgir. Auk þess séu sjálfboðaliðar með á staðnum verkfæri og pumpu og ef fólk vill láta kíkja á hjólið og dytta að því geti sjálfboðaliðar gert það fyrir lágt gjald. Þessi fjölskylda kom saman á hjóli í miðbæinn í morgun. Aðsend Birgir býst við því að vera á staðnum í allan dag en sjálfboðaliðar í félaginu munu skipta með sér vöktum og mæti tvo tíma í senn. Hvetja fólk til að hjóla Hvað varðar hjólageymslu í miðbænum hvetur Birgir, og félagið, borgina til að fjölga hjólastæðum almennt en einnig á mannmörgum viðburðum að skoða hvort hægt sé að koma upp færanlegum hjólastæðum í gámum til dæmis. „Það myndi hvetja fólk til að koma hjólandi í bæinn. Það er gott að koma hjólandi núna. Það eru götulokanir og öðruvísi tímar á strætó auk þess sem vagninn getur verið fullur á álagstímum.“ Hann segir vaktaða hjólastæði í dag vonandi upphafið að einhverju sem svo heldur áfram á næstu stóru viðburðum borgarinnar. „Við endurtökum þetta að ári ef það er stemning fyrir því.“
Menningarnótt Reykjavík Hjólreiðar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira