Lífið

Hörður Björg­vin kom Mó­eiði á ó­vart

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hörður Björgvin og Móeiður eru búsett í Grikkland ásamt dætrum sínum tveimur.
Hörður Björgvin og Móeiður eru búsett í Grikkland ásamt dætrum sínum tveimur.

Hörður Björgvin Magnússon, knattspyrnumaður og eiginmaður áhrifavaldsins Móeiðar Lárusdóttur, kom henni rækilega á óvart þegar hann, ásamt vinkonum hennar, skipulagði óvænta afmælisveislu í tilefni 33 ára afmælis hennar í vikunni. Móeiður birti myndir úr veislunni á samfélagsmiðlum.

Móeiður og Hörður Björgvin er búsett í Aþena í Grikklandi, ásamt dætrum sínum tveimur, þar sem hann spilar með knattspyrnuliðinu Panathinaikos.

Afmælisveislan var hin glæsilegasta, en vinkonur hennar biðu eftir Móeiði um borð á snekkju, sem sigldi svo með hópinn um strendur Aþenu. Plötusnúður hélt uppi stemningunni á meðan gestirnir nutu samverunnar í sólinni með kaldan drykk í hönd.

Afmælið var innblásið af kvikmyndinni Mamma Mia sem gerist í Grikklandi, og afmæliskakan sömuleiðis, hvít og blá með áletruninni „Mamma Mia Móa 33“. 

„Þakklát afmæliskona,“ skrifaði Móeiður við færslu á samfélagsmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.