Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2025 13:08 Framkvæmdin sem markar þau tímamót sem fagnað verður á sunnudaginn ber heitið Grafningsvegur efri (360), Ýrufoss-Grafningsvegur neðri. Kaflinn er 1,33 km að lengd Elín Esther Magnúsdóttir Slitlag er nú komið á veginn allan hringinn í kringum Þingvallavatn og markar það lok 25 ára vegferðar sem hófst í tengslum við Kristnihátíðina á Þingvöllum árið 2000. Áfanganum verður fagnað sérstaklega á sunnudaginn, að viðstöddum bæði innviðaráðherra og vegamálastjóra. Framkvæmdin sem markar tímamótin sem fagnað verður á sunnudaginn ber heitið Grafningsvegur efri (360), Ýrufoss-Grafningsvegur neðri, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. „Kaflinn er 1,33 km að lengd og er síðasti áfanginn í lagningu bundins slitlags á Grafningsveg efri sem liggur frá Þingvallavegi við Írufossvirkjun í suðri að Þingvallavegi við Heiðarbæ í norðri. Um framkvæmina sá VBF Mjölnir ehf. á Selfossi sem hefur unnið við vegagerðina frá því í maí og lauk henni nú í byrjun ágústmánaðar. Fyrsti áfangi Grafningsvegar efri var byggður upp frá Nesjavöllum að Þingvallavegi við Heiðarbæ. Þetta voru um 12 kílómetrar sem unnið var við árin 1999 til 2000 en farið var í framkvæmdina í tengslum við kristnitökuhátíðina sem haldin var á Þingvöllum sumarið 2000. Fólk vildi enda vera vel undirbúið fyrir gestakomu í þjóðgarðinn, minnugt umferðarteppunar sem myndaðist á Lýðveldishátíðinni sex árum fyrr. Næsti áfangi á Grafningsvegi neðri var gerður árin 2008 til 2009. Var það um 1,4 km kafli sem lá framhjá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Elín Esther Magnúsdóttir Á árunum 2018 til 2019 var síðan unnið við 5 km kafla frá Nesjavöllum að Hagavík og á árunum 2019-2020 var unnið við kaflann frá Hagavík að Úlfljótsvatni,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Sunnudaginn 24. ágúst standa sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur fyrir hátíð í tilefni af því að nú er komið slitlag á veginn hringinn í kringum Þingvallavatn. Áfanganum verður fagnað með borðaklippingu, tónlist og köku í Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Vegagerðina, Landsvirkjun, Þjóðgarðinn á Þingvöllum og skátana á Úlfljótsvatni. Elín Esther Magnúsdóttir Dagskrá Kl. 11:00: Kristján Atli, „Doppumeistari“ frá Sólheimum, kemur í mark eftir göngu frá Ljósafossstöð. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, klippir á borða á veginum neðan við Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatni. Gengið upp í tjald þar sem Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir nokkur orð. Torfi Stefán Jónsson, fræðslufulltrúi Þingvalla, heldur erindi: Sögur og samgöngur til Þingvalla frá 930–2038 – það sem gerðist og það sem aldrei varð. Tónlistarmennirnir Magnús Kjartansson og Pálmi Gunnarsson spila nokkur lög. Á Úlfljótsvatni verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu á vegum skátanna milli kl. 11:00 og 14:00. Gestir geta meðal annars prófað klifurvegg, bogfimi á útisvæði, siglt á bátum á bátatjörninni og tekið þátt í útieldun. Vegagerð Grímsnes- og Grafningshreppur Bláskógabyggð Þingvellir Samgöngur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Framkvæmdin sem markar tímamótin sem fagnað verður á sunnudaginn ber heitið Grafningsvegur efri (360), Ýrufoss-Grafningsvegur neðri, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. „Kaflinn er 1,33 km að lengd og er síðasti áfanginn í lagningu bundins slitlags á Grafningsveg efri sem liggur frá Þingvallavegi við Írufossvirkjun í suðri að Þingvallavegi við Heiðarbæ í norðri. Um framkvæmina sá VBF Mjölnir ehf. á Selfossi sem hefur unnið við vegagerðina frá því í maí og lauk henni nú í byrjun ágústmánaðar. Fyrsti áfangi Grafningsvegar efri var byggður upp frá Nesjavöllum að Þingvallavegi við Heiðarbæ. Þetta voru um 12 kílómetrar sem unnið var við árin 1999 til 2000 en farið var í framkvæmdina í tengslum við kristnitökuhátíðina sem haldin var á Þingvöllum sumarið 2000. Fólk vildi enda vera vel undirbúið fyrir gestakomu í þjóðgarðinn, minnugt umferðarteppunar sem myndaðist á Lýðveldishátíðinni sex árum fyrr. Næsti áfangi á Grafningsvegi neðri var gerður árin 2008 til 2009. Var það um 1,4 km kafli sem lá framhjá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Elín Esther Magnúsdóttir Á árunum 2018 til 2019 var síðan unnið við 5 km kafla frá Nesjavöllum að Hagavík og á árunum 2019-2020 var unnið við kaflann frá Hagavík að Úlfljótsvatni,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Sunnudaginn 24. ágúst standa sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur fyrir hátíð í tilefni af því að nú er komið slitlag á veginn hringinn í kringum Þingvallavatn. Áfanganum verður fagnað með borðaklippingu, tónlist og köku í Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Vegagerðina, Landsvirkjun, Þjóðgarðinn á Þingvöllum og skátana á Úlfljótsvatni. Elín Esther Magnúsdóttir Dagskrá Kl. 11:00: Kristján Atli, „Doppumeistari“ frá Sólheimum, kemur í mark eftir göngu frá Ljósafossstöð. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, klippir á borða á veginum neðan við Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatni. Gengið upp í tjald þar sem Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir nokkur orð. Torfi Stefán Jónsson, fræðslufulltrúi Þingvalla, heldur erindi: Sögur og samgöngur til Þingvalla frá 930–2038 – það sem gerðist og það sem aldrei varð. Tónlistarmennirnir Magnús Kjartansson og Pálmi Gunnarsson spila nokkur lög. Á Úlfljótsvatni verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu á vegum skátanna milli kl. 11:00 og 14:00. Gestir geta meðal annars prófað klifurvegg, bogfimi á útisvæði, siglt á bátum á bátatjörninni og tekið þátt í útieldun.
Vegagerð Grímsnes- og Grafningshreppur Bláskógabyggð Þingvellir Samgöngur Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira