Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 15:44 Huld Magnúsdóttir er forstjóri Trygginastofnunarinnar. Aðsend/Silla Páls Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. Þetta kemur fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem unnin var að beiðni Tryggingastofnunar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á málþingi í dag. Ákveðið var að framkvæma rannsóknina vegna yfirvofandi breytinga á almannatryggingakerfinu sem taka gildi 1. september. Tæplega tveir þriðju þeirra með örorkulífeyri eru konur, en sextíu prósent allra kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtugt. Í nokkrum árgöngum kvenna sem eru yfir sextugt er fjórða hver kona öryrki. Forstjóri Tryggingastofnunar segir um samfélagslegt mál að ræða. „Það er nauðsynlegt til að meta áhrifin af nýju kerfi að fá grunnlínu upplýsinga svo við getum tekið afstöðu til þess hvort kerfisbreytingin hafði áhrif, sérlega þar sem margt nýtt er í farvatninu svo sem hvatar til atvinnuþátttöku fólks með örorkumat, nýtt samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi og aukin þjónusta,“ er haft eftir Huld Magnúsdóttur, forstjóra Tryggingastofnunarinnar í fréttatilkynningu. Líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi Í skýrslunni kemur fram að konur með örorkulífeyri standi almennt hallari fæti en aðrir. Til að mynda sýna niðurstöðurnar að mun fleiri konur sem hafa einungis lokið grunnámi eða minna eru líklegri til að vera með örorkulífeyri. Fjórðungur kvenna með örorkulífeyri sem tók þátt í könnunni var með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði og töldu 34 prósent þeirra frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega. Konur sem hafa átt barn sem átti við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða, hefur verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst íbúðarhúsnæði, orðið reglulega fyrir líkamlegu ofbeldi sem barn og að hafa orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi eru líklegri til að þiggja örorkulífeyri. Á málþinginu benti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, á að tenging væri á milli niðurstaðna varðandi álag á konum á vinnumarkaði, umönnunarábyrgð og kynbundið ofbeldi. „Í rannsókninni megi glögglega sjá hver áhrif af erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og heima fyrir eru á konur sem geti svo leitt til þess að þær fari mun frekar á örorkulífeyri en karlar,“ segir í fréttatilkynningu. Skýrsluna má lesa hér. Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem unnin var að beiðni Tryggingastofnunar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á málþingi í dag. Ákveðið var að framkvæma rannsóknina vegna yfirvofandi breytinga á almannatryggingakerfinu sem taka gildi 1. september. Tæplega tveir þriðju þeirra með örorkulífeyri eru konur, en sextíu prósent allra kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtugt. Í nokkrum árgöngum kvenna sem eru yfir sextugt er fjórða hver kona öryrki. Forstjóri Tryggingastofnunar segir um samfélagslegt mál að ræða. „Það er nauðsynlegt til að meta áhrifin af nýju kerfi að fá grunnlínu upplýsinga svo við getum tekið afstöðu til þess hvort kerfisbreytingin hafði áhrif, sérlega þar sem margt nýtt er í farvatninu svo sem hvatar til atvinnuþátttöku fólks með örorkumat, nýtt samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi og aukin þjónusta,“ er haft eftir Huld Magnúsdóttur, forstjóra Tryggingastofnunarinnar í fréttatilkynningu. Líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi Í skýrslunni kemur fram að konur með örorkulífeyri standi almennt hallari fæti en aðrir. Til að mynda sýna niðurstöðurnar að mun fleiri konur sem hafa einungis lokið grunnámi eða minna eru líklegri til að vera með örorkulífeyri. Fjórðungur kvenna með örorkulífeyri sem tók þátt í könnunni var með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði og töldu 34 prósent þeirra frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega. Konur sem hafa átt barn sem átti við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða, hefur verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst íbúðarhúsnæði, orðið reglulega fyrir líkamlegu ofbeldi sem barn og að hafa orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi eru líklegri til að þiggja örorkulífeyri. Á málþinginu benti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, á að tenging væri á milli niðurstaðna varðandi álag á konum á vinnumarkaði, umönnunarábyrgð og kynbundið ofbeldi. „Í rannsókninni megi glögglega sjá hver áhrif af erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og heima fyrir eru á konur sem geti svo leitt til þess að þær fari mun frekar á örorkulífeyri en karlar,“ segir í fréttatilkynningu. Skýrsluna má lesa hér.
Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira