Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 15:44 Huld Magnúsdóttir er forstjóri Trygginastofnunarinnar. Aðsend/Silla Páls Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. Þetta kemur fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem unnin var að beiðni Tryggingastofnunar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á málþingi í dag. Ákveðið var að framkvæma rannsóknina vegna yfirvofandi breytinga á almannatryggingakerfinu sem taka gildi 1. september. Tæplega tveir þriðju þeirra með örorkulífeyri eru konur, en sextíu prósent allra kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtugt. Í nokkrum árgöngum kvenna sem eru yfir sextugt er fjórða hver kona öryrki. Forstjóri Tryggingastofnunar segir um samfélagslegt mál að ræða. „Það er nauðsynlegt til að meta áhrifin af nýju kerfi að fá grunnlínu upplýsinga svo við getum tekið afstöðu til þess hvort kerfisbreytingin hafði áhrif, sérlega þar sem margt nýtt er í farvatninu svo sem hvatar til atvinnuþátttöku fólks með örorkumat, nýtt samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi og aukin þjónusta,“ er haft eftir Huld Magnúsdóttur, forstjóra Tryggingastofnunarinnar í fréttatilkynningu. Líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi Í skýrslunni kemur fram að konur með örorkulífeyri standi almennt hallari fæti en aðrir. Til að mynda sýna niðurstöðurnar að mun fleiri konur sem hafa einungis lokið grunnámi eða minna eru líklegri til að vera með örorkulífeyri. Fjórðungur kvenna með örorkulífeyri sem tók þátt í könnunni var með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði og töldu 34 prósent þeirra frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega. Konur sem hafa átt barn sem átti við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða, hefur verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst íbúðarhúsnæði, orðið reglulega fyrir líkamlegu ofbeldi sem barn og að hafa orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi eru líklegri til að þiggja örorkulífeyri. Á málþinginu benti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, á að tenging væri á milli niðurstaðna varðandi álag á konum á vinnumarkaði, umönnunarábyrgð og kynbundið ofbeldi. „Í rannsókninni megi glögglega sjá hver áhrif af erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og heima fyrir eru á konur sem geti svo leitt til þess að þær fari mun frekar á örorkulífeyri en karlar,“ segir í fréttatilkynningu. Skýrsluna má lesa hér. Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem unnin var að beiðni Tryggingastofnunar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á málþingi í dag. Ákveðið var að framkvæma rannsóknina vegna yfirvofandi breytinga á almannatryggingakerfinu sem taka gildi 1. september. Tæplega tveir þriðju þeirra með örorkulífeyri eru konur, en sextíu prósent allra kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtugt. Í nokkrum árgöngum kvenna sem eru yfir sextugt er fjórða hver kona öryrki. Forstjóri Tryggingastofnunar segir um samfélagslegt mál að ræða. „Það er nauðsynlegt til að meta áhrifin af nýju kerfi að fá grunnlínu upplýsinga svo við getum tekið afstöðu til þess hvort kerfisbreytingin hafði áhrif, sérlega þar sem margt nýtt er í farvatninu svo sem hvatar til atvinnuþátttöku fólks með örorkumat, nýtt samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi og aukin þjónusta,“ er haft eftir Huld Magnúsdóttur, forstjóra Tryggingastofnunarinnar í fréttatilkynningu. Líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi Í skýrslunni kemur fram að konur með örorkulífeyri standi almennt hallari fæti en aðrir. Til að mynda sýna niðurstöðurnar að mun fleiri konur sem hafa einungis lokið grunnámi eða minna eru líklegri til að vera með örorkulífeyri. Fjórðungur kvenna með örorkulífeyri sem tók þátt í könnunni var með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði og töldu 34 prósent þeirra frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega. Konur sem hafa átt barn sem átti við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða, hefur verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst íbúðarhúsnæði, orðið reglulega fyrir líkamlegu ofbeldi sem barn og að hafa orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi eru líklegri til að þiggja örorkulífeyri. Á málþinginu benti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, á að tenging væri á milli niðurstaðna varðandi álag á konum á vinnumarkaði, umönnunarábyrgð og kynbundið ofbeldi. „Í rannsókninni megi glögglega sjá hver áhrif af erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og heima fyrir eru á konur sem geti svo leitt til þess að þær fari mun frekar á örorkulífeyri en karlar,“ segir í fréttatilkynningu. Skýrsluna má lesa hér.
Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira