Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2025 10:00 Alexander Isak skoraði 23 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. epa/ADAM VAUGHAN Alan Shearer og Wayne Rooney gagnrýndu Alexander Isak sem freistar þess að komast til Liverpool með öllum tiltækum ráðum. Isak neitar að spila fyrir Newcastle og var ekki með liðinu í markalausa jafnteflinu við Aston Villa í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Shearer og Rooney voru sérfræðingar í fyrsta þætti Match of the Day eftir brotthvarf Garys Lineker og þeir sögðu sína skoðun á framferði Isaks. Rooney hefur sjálfur verið í svipaðri stöðu, þegar hann reyndi að komast frá Manchester United haustið 2010. „Hann verður að fara rétta leið að þessu og það er rétt leið til að gera þetta. Ég hef verið í þessari stöðu þegar ég óskaði eftir því að fara frá United,“ sagði Rooney. „En þú óskaðir eftir að vera seldur. Þú neitaðir ekki að æfa, þú neitaðir ekki að spila svo það er leið til að gera þetta og Alex er ekki að gera þetta á réttan hátt. Þú finnur til með leikmönnunum og knattspyrnustjóranum. Leikmennirnir lögðu sig alla fram fyrir félagið og þúsundir stuðningsmanna sem ferðuðust alla leið á Villa Park. Þeir gáfu allt í þetta,“ sagði Shearer. „Samt horfa þeir á annan leikmann, hvar sem hann er, sem neitar að spila þrátt fyrir að vera með þriggja ára samning og með rúmlega hundrað þúsund pund í vikulaun á meðan stuðningsmennirnir eru að borga 60-70 pund fyrir miða auk ferðakostnaðar. Þú getur rétt svo ímyndað þér reiðina sem þeir upplifa vegna þess að einhver leyfir sér að segja: Ég neita að spila. Þú getur bara ekki gert það þegar þú ert með þriggja ára samning.“ Shearer benti þó á að tvær hliðar séu á öllum málum og ekkert hafi enn heyrst frá Isak sjálfum eða aðilum tengdum honum. Og hann vildi ekki útiloka að Isak myndi spila aftur fyrir Newcastle, ef hann biðst afsökunar, þótt hann teldi það ólíklegt. Isak hefur skorað 62 mörk í 109 leikjum fyrir Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Real Sociedad fyrir þremur árum. Hann var í sigurliði Newcastle í enska deildabikarnum á síðasta tímabili. Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Isak neitar að spila fyrir Newcastle og var ekki með liðinu í markalausa jafnteflinu við Aston Villa í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Shearer og Rooney voru sérfræðingar í fyrsta þætti Match of the Day eftir brotthvarf Garys Lineker og þeir sögðu sína skoðun á framferði Isaks. Rooney hefur sjálfur verið í svipaðri stöðu, þegar hann reyndi að komast frá Manchester United haustið 2010. „Hann verður að fara rétta leið að þessu og það er rétt leið til að gera þetta. Ég hef verið í þessari stöðu þegar ég óskaði eftir því að fara frá United,“ sagði Rooney. „En þú óskaðir eftir að vera seldur. Þú neitaðir ekki að æfa, þú neitaðir ekki að spila svo það er leið til að gera þetta og Alex er ekki að gera þetta á réttan hátt. Þú finnur til með leikmönnunum og knattspyrnustjóranum. Leikmennirnir lögðu sig alla fram fyrir félagið og þúsundir stuðningsmanna sem ferðuðust alla leið á Villa Park. Þeir gáfu allt í þetta,“ sagði Shearer. „Samt horfa þeir á annan leikmann, hvar sem hann er, sem neitar að spila þrátt fyrir að vera með þriggja ára samning og með rúmlega hundrað þúsund pund í vikulaun á meðan stuðningsmennirnir eru að borga 60-70 pund fyrir miða auk ferðakostnaðar. Þú getur rétt svo ímyndað þér reiðina sem þeir upplifa vegna þess að einhver leyfir sér að segja: Ég neita að spila. Þú getur bara ekki gert það þegar þú ert með þriggja ára samning.“ Shearer benti þó á að tvær hliðar séu á öllum málum og ekkert hafi enn heyrst frá Isak sjálfum eða aðilum tengdum honum. Og hann vildi ekki útiloka að Isak myndi spila aftur fyrir Newcastle, ef hann biðst afsökunar, þótt hann teldi það ólíklegt. Isak hefur skorað 62 mörk í 109 leikjum fyrir Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Real Sociedad fyrir þremur árum. Hann var í sigurliði Newcastle í enska deildabikarnum á síðasta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira