Auglýsa netspilavíti með krókaleiðum Bjarki Sigurðsson skrifar 10. janúar 2024 21:00 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Vísir/Arnar Erlent netspilavíti auglýsir í íslensku sjónvarpi með krókaleiðum. Formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn segir fjárhættuspil á netinu vera normalíseruð í samfélaginu sem getur valdið miklum skaða. Auglýsing frá vefsíðunni Rizk.fun hefur birst áhorfendum Símans Sport síðustu vikur en verið er að auglýsa vefsíðu sem býður fólki upp á leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Á þessari síðu er þó ekki ekki hægt að setja pening undir heldur er síðan alveg ókeypis. Á vefsíðunni er hægt að finna 32 leiki sem allir geta spilað án endurgjalds. Til að setja síðan alvöru pening inn þarf ekki nema að leita að nafni síðunnar, Rizk, í leitarvél eða þá einfaldlega að breyta .fun í .com. Þekkist í auglýsingaheiminum Rizk.fun er í eigu gíbralska félagsins Mavrix Service Limited, félags sem er í eigu maltnesks félags, Zecure Gaming Limited. Það félag á og rekur einnig Rizk.com. Zecure er svo í eigu sænska veðmálarisans Betsson sem hagnaðist um rúma fimmtán milljarða króna árið 2022. Rizk.fun er í eigu Betsson í gegnum litla flækju.Vísir/Vilhelm Þessi aðferð svipar til þess þegar áfengisframleiðendur auglýsa óáfengu útgáfuna af drykkjum sínum. Þessi flaska hér er aldrei auglýst enda inniheldur hún 4,5 prósent áfengis. Þessi hér hins vegar, sem lýtur nánast alveg eins út, má auglýsa enda ekkert áfengi í henni. Samkvæmt lögum um fjölmiðla er óheimilt að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi hér á landi. Rizk.fun býður ekki upp á veðmálastarfsemi og auglýsingin því þannig séð lögleg. Að auglýsa Rizk.com væri aftur á móti ólöglegt. Netspilun orðin venjuleg Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir auglýsingar sem þessa hafa skaðleg áhrif. „Það er alltaf einhver hópur sem ákveður að kíkja og sjá, og trúir því að þetta sé skemmtilegt, ókeypis, frítt. Kemst svo að raunum að svo er ekki. Þetta eykur líkurnar á því að fólk prófi og prófi þá í fyrsta skiptið,“ segir Alma. Þeir einstaklingar sem leitað hafa í ráðgjöf til samtaka Ölmu hafa oft verið í spilakössum á netinu. „Netspilun er orðin normalíseruð. Það virðist vera venjan og mjög margir eru að spila á netinu. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á skaðseminni,“ segir Alma. Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Auglýsing frá vefsíðunni Rizk.fun hefur birst áhorfendum Símans Sport síðustu vikur en verið er að auglýsa vefsíðu sem býður fólki upp á leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Á þessari síðu er þó ekki ekki hægt að setja pening undir heldur er síðan alveg ókeypis. Á vefsíðunni er hægt að finna 32 leiki sem allir geta spilað án endurgjalds. Til að setja síðan alvöru pening inn þarf ekki nema að leita að nafni síðunnar, Rizk, í leitarvél eða þá einfaldlega að breyta .fun í .com. Þekkist í auglýsingaheiminum Rizk.fun er í eigu gíbralska félagsins Mavrix Service Limited, félags sem er í eigu maltnesks félags, Zecure Gaming Limited. Það félag á og rekur einnig Rizk.com. Zecure er svo í eigu sænska veðmálarisans Betsson sem hagnaðist um rúma fimmtán milljarða króna árið 2022. Rizk.fun er í eigu Betsson í gegnum litla flækju.Vísir/Vilhelm Þessi aðferð svipar til þess þegar áfengisframleiðendur auglýsa óáfengu útgáfuna af drykkjum sínum. Þessi flaska hér er aldrei auglýst enda inniheldur hún 4,5 prósent áfengis. Þessi hér hins vegar, sem lýtur nánast alveg eins út, má auglýsa enda ekkert áfengi í henni. Samkvæmt lögum um fjölmiðla er óheimilt að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi hér á landi. Rizk.fun býður ekki upp á veðmálastarfsemi og auglýsingin því þannig séð lögleg. Að auglýsa Rizk.com væri aftur á móti ólöglegt. Netspilun orðin venjuleg Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir auglýsingar sem þessa hafa skaðleg áhrif. „Það er alltaf einhver hópur sem ákveður að kíkja og sjá, og trúir því að þetta sé skemmtilegt, ókeypis, frítt. Kemst svo að raunum að svo er ekki. Þetta eykur líkurnar á því að fólk prófi og prófi þá í fyrsta skiptið,“ segir Alma. Þeir einstaklingar sem leitað hafa í ráðgjöf til samtaka Ölmu hafa oft verið í spilakössum á netinu. „Netspilun er orðin normalíseruð. Það virðist vera venjan og mjög margir eru að spila á netinu. Ég held að fólk átti sig ekki almennilega á skaðseminni,“ segir Alma.
Fíkn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira