Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 22:14 Samsett Fjölmiðlanefnd hefur sektað Símann hf. um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Málið hófst er Íslenskar getraunir sendu kvörtun til Fjölmiðlanefndar þann 20. mars 2024 þar sem segir að auglýsingar fyrir netspilavítið Rizk hafi verið birtar á sjónvarpsstöðinni Síminn Sport, sem er í eigu Símans. Í kvörtuninni kom fram að á vefsíðunni sé boðið upp á alls konar leiki þar sem spilað sé upp á peninga en aðilinn sem stæði að síðunni hefði ekki leyfi til að reka happdrætti á Íslandi. Þá var krafist þess að Fjölmiðlanefnd skyldi taka málið til skoðunar. Líkt og fjallað var um á Vísi í byrjun ársins 2024 voru birtar auglýsingar undir nafni vefsíðunnar Rizk.fun en þar má finna ókeypis leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Hins vegar ef leitað er að Rizk í leitarvélum eða .fun breytt í .com breytist vefsíðan í veðmálasíðu. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar var auglýsingin birt alls 272 sinnum á tímabilinu 21. desember 2023 til 26. mars 2024 á sjónvarpsrás Símans. Í auglýsingunni má sjá ofurhetju og orðið Rizk með stórum stöfum en orðið Fun í minni stöfum fyrir neðan. Ef vel er gáð sést glitta í punkt fyrir framan orðið Fun sem gefur til kynna slóðina fyrir vefsíðuna. Gáfu lítið fyrir rök Símans Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Símanum sem mótmælti þeim sjónarmiðum sem komu fram í kvörtun Íslenskra getrauna. Í svarinu segir að ef um villandi auglýsingu væri að ræða væri það ekki á ábyrgð fjölmiðlaveitna heldur Neytendastofu, sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá væri hvergi verið að auglýsa veðmálasíðu Rizk heldur einungis leikjasíðuna Rizk.fun en á þeirri síðu væri skýrt tekið fram að þar væri ekki spilað upp á peninga. Í svari Símans er auglýsingunni einnig líkt við bjórauglýsingar, þar sem leyfilegt er að auglýsa óáfengan bjór sem er af sama vörumerki og áfengur bjór. Einnig er áréttað að auglýsingin feli þó ekki í sér auglýsingu um veðmálastarfsemi. Eftir að svör Símans bárust kom Fjölmiðlanefnd saman en tók hún ekki undir sjónarmið Símans að aðeins væri um að ræða auglýsingu fyrir leikjavefsíðu Rizk. Eftir aðra umferð þar sem Síminn færði rök fyrir því að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að rannsaka ítarlega viðskiptaáætlanir þeirra sem kaupa auglýsingar hjá miðlinum. Einnig gagnrýndu þau að Fjölmiðlanefnd gerði ráð fyrir að Rizk.fun hefði verið búin til sem auglýsingasíða fyrir veðmálaútgáfu síðunnar. Andsvör Símans breyttu þó ekki skoðun nefndarinnar á stöðunni og töldu þau að Síminn hefði brotið gegn fjórðu málsgrein 37. greinar laga um fjölmiðla sem bannar fjölmiðlum að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Vegna brotsins var Síminn sektaður um eina milljón króna. Tekið var mið af því að Síminn hefur ekki áður brotið umrædd lög. Síminn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Sjá meira
Málið hófst er Íslenskar getraunir sendu kvörtun til Fjölmiðlanefndar þann 20. mars 2024 þar sem segir að auglýsingar fyrir netspilavítið Rizk hafi verið birtar á sjónvarpsstöðinni Síminn Sport, sem er í eigu Símans. Í kvörtuninni kom fram að á vefsíðunni sé boðið upp á alls konar leiki þar sem spilað sé upp á peninga en aðilinn sem stæði að síðunni hefði ekki leyfi til að reka happdrætti á Íslandi. Þá var krafist þess að Fjölmiðlanefnd skyldi taka málið til skoðunar. Líkt og fjallað var um á Vísi í byrjun ársins 2024 voru birtar auglýsingar undir nafni vefsíðunnar Rizk.fun en þar má finna ókeypis leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Hins vegar ef leitað er að Rizk í leitarvélum eða .fun breytt í .com breytist vefsíðan í veðmálasíðu. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar var auglýsingin birt alls 272 sinnum á tímabilinu 21. desember 2023 til 26. mars 2024 á sjónvarpsrás Símans. Í auglýsingunni má sjá ofurhetju og orðið Rizk með stórum stöfum en orðið Fun í minni stöfum fyrir neðan. Ef vel er gáð sést glitta í punkt fyrir framan orðið Fun sem gefur til kynna slóðina fyrir vefsíðuna. Gáfu lítið fyrir rök Símans Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Símanum sem mótmælti þeim sjónarmiðum sem komu fram í kvörtun Íslenskra getrauna. Í svarinu segir að ef um villandi auglýsingu væri að ræða væri það ekki á ábyrgð fjölmiðlaveitna heldur Neytendastofu, sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá væri hvergi verið að auglýsa veðmálasíðu Rizk heldur einungis leikjasíðuna Rizk.fun en á þeirri síðu væri skýrt tekið fram að þar væri ekki spilað upp á peninga. Í svari Símans er auglýsingunni einnig líkt við bjórauglýsingar, þar sem leyfilegt er að auglýsa óáfengan bjór sem er af sama vörumerki og áfengur bjór. Einnig er áréttað að auglýsingin feli þó ekki í sér auglýsingu um veðmálastarfsemi. Eftir að svör Símans bárust kom Fjölmiðlanefnd saman en tók hún ekki undir sjónarmið Símans að aðeins væri um að ræða auglýsingu fyrir leikjavefsíðu Rizk. Eftir aðra umferð þar sem Síminn færði rök fyrir því að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að rannsaka ítarlega viðskiptaáætlanir þeirra sem kaupa auglýsingar hjá miðlinum. Einnig gagnrýndu þau að Fjölmiðlanefnd gerði ráð fyrir að Rizk.fun hefði verið búin til sem auglýsingasíða fyrir veðmálaútgáfu síðunnar. Andsvör Símans breyttu þó ekki skoðun nefndarinnar á stöðunni og töldu þau að Síminn hefði brotið gegn fjórðu málsgrein 37. greinar laga um fjölmiðla sem bannar fjölmiðlum að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Vegna brotsins var Síminn sektaður um eina milljón króna. Tekið var mið af því að Síminn hefur ekki áður brotið umrædd lög.
Síminn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Sjá meira