Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 22:14 Samsett Fjölmiðlanefnd hefur sektað Símann hf. um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Málið hófst er Íslenskar getraunir sendu kvörtun til Fjölmiðlanefndar þann 20. mars 2024 þar sem segir að auglýsingar fyrir netspilavítið Rizk hafi verið birtar á sjónvarpsstöðinni Síminn Sport, sem er í eigu Símans. Í kvörtuninni kom fram að á vefsíðunni sé boðið upp á alls konar leiki þar sem spilað sé upp á peninga en aðilinn sem stæði að síðunni hefði ekki leyfi til að reka happdrætti á Íslandi. Þá var krafist þess að Fjölmiðlanefnd skyldi taka málið til skoðunar. Líkt og fjallað var um á Vísi í byrjun ársins 2024 voru birtar auglýsingar undir nafni vefsíðunnar Rizk.fun en þar má finna ókeypis leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Hins vegar ef leitað er að Rizk í leitarvélum eða .fun breytt í .com breytist vefsíðan í veðmálasíðu. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar var auglýsingin birt alls 272 sinnum á tímabilinu 21. desember 2023 til 26. mars 2024 á sjónvarpsrás Símans. Í auglýsingunni má sjá ofurhetju og orðið Rizk með stórum stöfum en orðið Fun í minni stöfum fyrir neðan. Ef vel er gáð sést glitta í punkt fyrir framan orðið Fun sem gefur til kynna slóðina fyrir vefsíðuna. Gáfu lítið fyrir rök Símans Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Símanum sem mótmælti þeim sjónarmiðum sem komu fram í kvörtun Íslenskra getrauna. Í svarinu segir að ef um villandi auglýsingu væri að ræða væri það ekki á ábyrgð fjölmiðlaveitna heldur Neytendastofu, sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá væri hvergi verið að auglýsa veðmálasíðu Rizk heldur einungis leikjasíðuna Rizk.fun en á þeirri síðu væri skýrt tekið fram að þar væri ekki spilað upp á peninga. Í svari Símans er auglýsingunni einnig líkt við bjórauglýsingar, þar sem leyfilegt er að auglýsa óáfengan bjór sem er af sama vörumerki og áfengur bjór. Einnig er áréttað að auglýsingin feli þó ekki í sér auglýsingu um veðmálastarfsemi. Eftir að svör Símans bárust kom Fjölmiðlanefnd saman en tók hún ekki undir sjónarmið Símans að aðeins væri um að ræða auglýsingu fyrir leikjavefsíðu Rizk. Eftir aðra umferð þar sem Síminn færði rök fyrir því að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að rannsaka ítarlega viðskiptaáætlanir þeirra sem kaupa auglýsingar hjá miðlinum. Einnig gagnrýndu þau að Fjölmiðlanefnd gerði ráð fyrir að Rizk.fun hefði verið búin til sem auglýsingasíða fyrir veðmálaútgáfu síðunnar. Andsvör Símans breyttu þó ekki skoðun nefndarinnar á stöðunni og töldu þau að Síminn hefði brotið gegn fjórðu málsgrein 37. greinar laga um fjölmiðla sem bannar fjölmiðlum að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Vegna brotsins var Síminn sektaður um eina milljón króna. Tekið var mið af því að Síminn hefur ekki áður brotið umrædd lög. Síminn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Málið hófst er Íslenskar getraunir sendu kvörtun til Fjölmiðlanefndar þann 20. mars 2024 þar sem segir að auglýsingar fyrir netspilavítið Rizk hafi verið birtar á sjónvarpsstöðinni Síminn Sport, sem er í eigu Símans. Í kvörtuninni kom fram að á vefsíðunni sé boðið upp á alls konar leiki þar sem spilað sé upp á peninga en aðilinn sem stæði að síðunni hefði ekki leyfi til að reka happdrætti á Íslandi. Þá var krafist þess að Fjölmiðlanefnd skyldi taka málið til skoðunar. Líkt og fjallað var um á Vísi í byrjun ársins 2024 voru birtar auglýsingar undir nafni vefsíðunnar Rizk.fun en þar má finna ókeypis leiki sem finnast alla jafna í netspilavítum. Hins vegar ef leitað er að Rizk í leitarvélum eða .fun breytt í .com breytist vefsíðan í veðmálasíðu. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar var auglýsingin birt alls 272 sinnum á tímabilinu 21. desember 2023 til 26. mars 2024 á sjónvarpsrás Símans. Í auglýsingunni má sjá ofurhetju og orðið Rizk með stórum stöfum en orðið Fun í minni stöfum fyrir neðan. Ef vel er gáð sést glitta í punkt fyrir framan orðið Fun sem gefur til kynna slóðina fyrir vefsíðuna. Gáfu lítið fyrir rök Símans Fjölmiðlanefnd óskaði eftir svörum frá Símanum sem mótmælti þeim sjónarmiðum sem komu fram í kvörtun Íslenskra getrauna. Í svarinu segir að ef um villandi auglýsingu væri að ræða væri það ekki á ábyrgð fjölmiðlaveitna heldur Neytendastofu, sem hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá væri hvergi verið að auglýsa veðmálasíðu Rizk heldur einungis leikjasíðuna Rizk.fun en á þeirri síðu væri skýrt tekið fram að þar væri ekki spilað upp á peninga. Í svari Símans er auglýsingunni einnig líkt við bjórauglýsingar, þar sem leyfilegt er að auglýsa óáfengan bjór sem er af sama vörumerki og áfengur bjór. Einnig er áréttað að auglýsingin feli þó ekki í sér auglýsingu um veðmálastarfsemi. Eftir að svör Símans bárust kom Fjölmiðlanefnd saman en tók hún ekki undir sjónarmið Símans að aðeins væri um að ræða auglýsingu fyrir leikjavefsíðu Rizk. Eftir aðra umferð þar sem Síminn færði rök fyrir því að það væri ekki hlutverk fjölmiðla að rannsaka ítarlega viðskiptaáætlanir þeirra sem kaupa auglýsingar hjá miðlinum. Einnig gagnrýndu þau að Fjölmiðlanefnd gerði ráð fyrir að Rizk.fun hefði verið búin til sem auglýsingasíða fyrir veðmálaútgáfu síðunnar. Andsvör Símans breyttu þó ekki skoðun nefndarinnar á stöðunni og töldu þau að Síminn hefði brotið gegn fjórðu málsgrein 37. greinar laga um fjölmiðla sem bannar fjölmiðlum að auglýsa happdrættis- og veðmálastarfsemi sem hefur ekki leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Vegna brotsins var Síminn sektaður um eina milljón króna. Tekið var mið af því að Síminn hefur ekki áður brotið umrædd lög.
Síminn Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira