„Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2025 14:40 Jón á barnabörn á leikskólanum og furðar sig á viðbragðsleysi borgarinnar. Vísir/Anton Brink og Vilhelm Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. Jón á barnabörn á leikskólanum en í færslu sem hann skrifar um málið segir hann barnabörn hans á deildinni þar sem brotið á sér stað. Fjallað var um það fyrr í dag að barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu á þriðjudag og það strax verið tilkynnt til lögreglunnar. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Karlmaður var handtekinn í kjölfarið sem hefur játað brotið. „Atvikið sem um ræðir gerist á þriðjudag og maðurinn er handtekinn daginn eftir. Kynferðisafbrot gegn börnum eru einhver þau allra erfiðustu og ömurlegustu mál sem upp koma. Málið er í fullri vinnslu veit ég og takmarkaðar upplýsingar gefnar upp opinberlega, sem skiljanlegt er. Foreldrar fá símtöl og búið er að ræða við börnin á deildinni í Barnahúsi,“ segir Jón í færslunni. Furðulegt að bjóða foreldrum ekki á fund Það sé þó á sama tíma „stórfurðulegt“ að hans mati að borgin sé ekki búin að bjóða foreldrum þessara barna upp á fund fyrr en á mánudag. „Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Þarf að eyðileggja helgina fyrir fólki líka, og halda heilu fjölskyldunum í stofufangelsi og fá allskyns upplýsingar í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla? Þetta getur ekki samræmst eðlilegu verklagi, heilbrigðri skynsemi eða samskiptum,“ segir Jón. Sanngjarnast væri að halda fund með foreldrum í dag og svo annan fund á mánudag. Hann spyr að lokum hvort það sé ekki sanngjörn krafa og borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, svarar honum og segist skilja kröfuna en að vegna rannsóknarhagsmuna sé engar upplýsingar að gefa. „Ég er fulltrúi í skóla og frístundaráði og fékk einmitt póst áðan þar sem ég var látin vita að þetta hefði gerst, en vegna rannsóknarhagsmuna væri ekki hægt að veita neinum neinar upplýsingar um þetta, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, það gildir væntanlega um foreldra líka. Ég skil að fólki finnist það óþolandi, en ég skil þá kröfu lögreglu líka að taka ekki sénsinn á að eyðileggja rannsókn málsins,“ segir Alexandra. Leikskólinn er í Ármúla. Vísir/Anton Brink Fólk vilji upplýsingar Hún segir það „pælingu“ að halda fund í dag en það væri þá spurning hvort það væri góð nýting á tíma fólks. Hennar reynsla sé sú að fólk vilji frekar fund þegar eitthvað er að segja. „Á meðan málið er í höndum lögreglu er betra að beina fyrirspurnum þangað fyrir þau sem eru áhyggjufull. Það er hægt að senda fyrirspurnir á abending@lrh.is Lögreglan veit betur sjálf hvað þeir geta sagt og hvað ekki. Okkar fólk hefur verið beðið að segja ekkert,“ segir hún að lokum. Fleiri taka til máls í þræðinum, til dæmis Diljá Ámundadóttir Zoega, varaþingmaður Viðreisnar, og bendir á að það sem Jón sé að tala um fjalli meira um sálgæslu en að veita upplýsingar. „…það þætti mér líka eðlilegt og mannúðlegt og talaði oft og mikið um að innleiða slíkt í skólakerfið allt þegar ég átti sæti í Skóla og frístundaráði sæti á síðasta kjörtímabili,“ segir hún. Hafa rætt við foreldra í dag á leikskólanum Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að fagstjórar leikskóla hafi verið í Múlaborg í dag til að taka á móti foreldrum og forráðamönnum og ræða við þau. Þá hafi ráðgjafar mannauðsþjónustu skóla- og frístundasviðs stutt við starfsfólk leikskólans í dag og í gær. Hjördís segir að foreldrum barna í leikskólanum verði einnig boðið upp að hringja í deildarstjóra barna og fjölskyldumála sem starfar hjá Reykjavíkurborg á ákveðnum tíma á morgun ef þau vilja ræða upplifun sína vegna málsins. Ef fólk hefur áhyggjur af sínu barni hefur verið bent á ráðgjafa á símavakt barnaverndar og lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 15.37 og 16:07 þann 15.8.2025 með upplýsingum um viðbragð borgarinnar á leikskólanum í dag og um helgina. Leikskólar Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Jón á barnabörn á leikskólanum en í færslu sem hann skrifar um málið segir hann barnabörn hans á deildinni þar sem brotið á sér stað. Fjallað var um það fyrr í dag að barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu á þriðjudag og það strax verið tilkynnt til lögreglunnar. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Karlmaður var handtekinn í kjölfarið sem hefur játað brotið. „Atvikið sem um ræðir gerist á þriðjudag og maðurinn er handtekinn daginn eftir. Kynferðisafbrot gegn börnum eru einhver þau allra erfiðustu og ömurlegustu mál sem upp koma. Málið er í fullri vinnslu veit ég og takmarkaðar upplýsingar gefnar upp opinberlega, sem skiljanlegt er. Foreldrar fá símtöl og búið er að ræða við börnin á deildinni í Barnahúsi,“ segir Jón í færslunni. Furðulegt að bjóða foreldrum ekki á fund Það sé þó á sama tíma „stórfurðulegt“ að hans mati að borgin sé ekki búin að bjóða foreldrum þessara barna upp á fund fyrr en á mánudag. „Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Þarf að eyðileggja helgina fyrir fólki líka, og halda heilu fjölskyldunum í stofufangelsi og fá allskyns upplýsingar í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla? Þetta getur ekki samræmst eðlilegu verklagi, heilbrigðri skynsemi eða samskiptum,“ segir Jón. Sanngjarnast væri að halda fund með foreldrum í dag og svo annan fund á mánudag. Hann spyr að lokum hvort það sé ekki sanngjörn krafa og borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, svarar honum og segist skilja kröfuna en að vegna rannsóknarhagsmuna sé engar upplýsingar að gefa. „Ég er fulltrúi í skóla og frístundaráði og fékk einmitt póst áðan þar sem ég var látin vita að þetta hefði gerst, en vegna rannsóknarhagsmuna væri ekki hægt að veita neinum neinar upplýsingar um þetta, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, það gildir væntanlega um foreldra líka. Ég skil að fólki finnist það óþolandi, en ég skil þá kröfu lögreglu líka að taka ekki sénsinn á að eyðileggja rannsókn málsins,“ segir Alexandra. Leikskólinn er í Ármúla. Vísir/Anton Brink Fólk vilji upplýsingar Hún segir það „pælingu“ að halda fund í dag en það væri þá spurning hvort það væri góð nýting á tíma fólks. Hennar reynsla sé sú að fólk vilji frekar fund þegar eitthvað er að segja. „Á meðan málið er í höndum lögreglu er betra að beina fyrirspurnum þangað fyrir þau sem eru áhyggjufull. Það er hægt að senda fyrirspurnir á abending@lrh.is Lögreglan veit betur sjálf hvað þeir geta sagt og hvað ekki. Okkar fólk hefur verið beðið að segja ekkert,“ segir hún að lokum. Fleiri taka til máls í þræðinum, til dæmis Diljá Ámundadóttir Zoega, varaþingmaður Viðreisnar, og bendir á að það sem Jón sé að tala um fjalli meira um sálgæslu en að veita upplýsingar. „…það þætti mér líka eðlilegt og mannúðlegt og talaði oft og mikið um að innleiða slíkt í skólakerfið allt þegar ég átti sæti í Skóla og frístundaráði sæti á síðasta kjörtímabili,“ segir hún. Hafa rætt við foreldra í dag á leikskólanum Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að fagstjórar leikskóla hafi verið í Múlaborg í dag til að taka á móti foreldrum og forráðamönnum og ræða við þau. Þá hafi ráðgjafar mannauðsþjónustu skóla- og frístundasviðs stutt við starfsfólk leikskólans í dag og í gær. Hjördís segir að foreldrum barna í leikskólanum verði einnig boðið upp að hringja í deildarstjóra barna og fjölskyldumála sem starfar hjá Reykjavíkurborg á ákveðnum tíma á morgun ef þau vilja ræða upplifun sína vegna málsins. Ef fólk hefur áhyggjur af sínu barni hefur verið bent á ráðgjafa á símavakt barnaverndar og lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 15.37 og 16:07 þann 15.8.2025 með upplýsingum um viðbragð borgarinnar á leikskólanum í dag og um helgina.
Leikskólar Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira