Enski boltinn

Chelsea gefur fjöl­skyldu Jota hluta af HM-bónusunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diogo Jota verður minnst hjá Liverpool um ókomna tíð.
Diogo Jota verður minnst hjá Liverpool um ókomna tíð. Getty/Andrew Powell

Chelsea ætlar að heiðra minningu Liverpool mannsins Diogo Jota með miklum rausnarskap.

Félagið hefur ákveðið að hluti af bónusgreiðslum til leikmanna Chelsea vegna sigursins í heimsmeistarakeppni félagsliða muni renna sem fjárhagsaðstoð til fjölskyldna Diogo Jota og Andre Silva.

The Athletic segir frá þessu. Leikmenn Chelsea fá að skipta á milli sína ellefu milljónum punda eða næstum því tveimur milljörðum króna.

Liverpool ákvað strax af borga fjölskyldunni upp samning Jota sem var í tvö ár til viðbótar. Fjölskyldan hefur fengið mikinn stuðnings víðsvegar að eftir þetta mikla áfall. Diogo Jota var aðeins 28 ára gamall og bróðir hans þremur árum yngri.

Portúgölsku bræðurnir létust í bílslysi þegar þeir voru á leið í ferju til fara til Englands þar sem undirbúningstímabilið var að hefjast hjá Liverpool.

Þeim verður minnst á öllum leikjum fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar þar á meðal í opnunarleiknum á Anfield annað kvöld þar sem Liverpool tekur á móti Bournemouth.

Chelsea varð heimsmeistari félagsliða í sumar eftir 3-0 sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum.

Árangur Chelsea á heimsmeistaramótinu skilaði því 84,4 milljónum punda eða meira en tíu milljörðum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×