Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 16:17 Andri Ólafsson er upplýsingafulltrúi Landspítalans. Samsett Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. Það var um miðjan júní þegar starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi spítalans með skúrningabúnað meðferðis. Slíkt tæki hefur segulsvið þrjú hundruð til sex hundruð sterkara en ísskápasegull og dró skúringabúnaðinn að sér. Segulómtækið var óstarfhæft í einn mánuð en komst í lag þann 13. júlí. Tækið var aftur tekið í notkun daginn eftir, 14. júlí, samkvæmt skriflegu svari Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Kostnaður, eins og staðan sé núna, við viðgerðina sé um tólf milljónir króna. Það sem tók lengstan tíma var sending á þúsund lítrum af helíni sem þurfti að panta að utan. Helínið er notað til að laga slík tæki en til þess að slökkva á segulómtæki er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. „Skúringavélin var losuð af segulómtækinu nokkrum dögum eftir atvikið og svo tveimur dögum eftir að helín kom til landsins var tækið komið í lag. Segulómtækið skemmdist ekki og hefur allt gengið ljómandi vel eftir að tækið og starfsemin komst í samt lag.“ Geislafræðingar settir á kvöldvaktir og sjúklingar fluttir á milli Landspítalinn hefur alls þrjú segulómtæki til afnota á höfuðborgarsvæðinu, tvö þeirra á Landspítalanum í Fossvogi og það umrædda sem er á Hringbraut. Andri segir að fresta þurfti ákveðnum rannsóknum á meðan viðgerðinni stóð þar sem ekki var hægt að framkvæma þær rannsóknir á segulómtækjunum í Fossvogi. „Allar bráðarannsóknir og rannsóknir sem hægt var að framkvæma í Fossvogi voru framkvæmdar á kvöldvöktum í Fossvogi. Þannig náðist að koma í veg fyrir að atvikið hefði veruleg áhrif á biðlistana,“ segir hann. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan tækið var óvirkt, til að mynda á vöktum starfsfólks og innliggjandi sjúklingum. Geislafræðingar sem áttu að vinna dagvaktir á Hringbraut voru færðir á kvöldvaktir á spítalanum í Fossvogi. Þá þurfti að flytja sjúklinga sem lágu inni á Hringbraut yfir í Fossvog til að framkvæma rannsóknir og tímasetja þær vandlega svo allar tímabókanir gengju upp. „Þetta ástand skapaði álag til dæmis skjólstæðinga, geislafræðinga á segulómtækjunum, móttökuritara Myndgreiningardeildarinnar og hjá sjúkraflutningunum. Við erum mjög þakklát fyrir að flest allir höfðu skilning á öllu raskinu sem varð,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að þegar slík atvik komi upp að fara yfir alla verkferla sem koma að segulómtækjum Landspítalans. Nú séu það einungis geislafræðingar sem hafa leyfi til að aflæsa hurðinni inn í rannsóknarherbergið og þurfa fræðingarnir að bíða þar til búið er að þrífa herbergið. Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Sjá meira
Það var um miðjan júní þegar starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi spítalans með skúrningabúnað meðferðis. Slíkt tæki hefur segulsvið þrjú hundruð til sex hundruð sterkara en ísskápasegull og dró skúringabúnaðinn að sér. Segulómtækið var óstarfhæft í einn mánuð en komst í lag þann 13. júlí. Tækið var aftur tekið í notkun daginn eftir, 14. júlí, samkvæmt skriflegu svari Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Kostnaður, eins og staðan sé núna, við viðgerðina sé um tólf milljónir króna. Það sem tók lengstan tíma var sending á þúsund lítrum af helíni sem þurfti að panta að utan. Helínið er notað til að laga slík tæki en til þess að slökkva á segulómtæki er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. „Skúringavélin var losuð af segulómtækinu nokkrum dögum eftir atvikið og svo tveimur dögum eftir að helín kom til landsins var tækið komið í lag. Segulómtækið skemmdist ekki og hefur allt gengið ljómandi vel eftir að tækið og starfsemin komst í samt lag.“ Geislafræðingar settir á kvöldvaktir og sjúklingar fluttir á milli Landspítalinn hefur alls þrjú segulómtæki til afnota á höfuðborgarsvæðinu, tvö þeirra á Landspítalanum í Fossvogi og það umrædda sem er á Hringbraut. Andri segir að fresta þurfti ákveðnum rannsóknum á meðan viðgerðinni stóð þar sem ekki var hægt að framkvæma þær rannsóknir á segulómtækjunum í Fossvogi. „Allar bráðarannsóknir og rannsóknir sem hægt var að framkvæma í Fossvogi voru framkvæmdar á kvöldvöktum í Fossvogi. Þannig náðist að koma í veg fyrir að atvikið hefði veruleg áhrif á biðlistana,“ segir hann. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan tækið var óvirkt, til að mynda á vöktum starfsfólks og innliggjandi sjúklingum. Geislafræðingar sem áttu að vinna dagvaktir á Hringbraut voru færðir á kvöldvaktir á spítalanum í Fossvogi. Þá þurfti að flytja sjúklinga sem lágu inni á Hringbraut yfir í Fossvog til að framkvæma rannsóknir og tímasetja þær vandlega svo allar tímabókanir gengju upp. „Þetta ástand skapaði álag til dæmis skjólstæðinga, geislafræðinga á segulómtækjunum, móttökuritara Myndgreiningardeildarinnar og hjá sjúkraflutningunum. Við erum mjög þakklát fyrir að flest allir höfðu skilning á öllu raskinu sem varð,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að þegar slík atvik komi upp að fara yfir alla verkferla sem koma að segulómtækjum Landspítalans. Nú séu það einungis geislafræðingar sem hafa leyfi til að aflæsa hurðinni inn í rannsóknarherbergið og þurfa fræðingarnir að bíða þar til búið er að þrífa herbergið.
Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Sjá meira
Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22
Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24