Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2025 14:32 Fá slys verða vegna ókyrrðar og slasaðir eru oftar en ekki áhafnarmeðlimir. Vísir/Getty Erlendir miðlar hafa fjallað nokkuð um aukna ókyrrð á síðastu misserum en samkvæmt umfjöllun BBC verða um það bil 5.000 tilfelli alvarlegar ókyrrðar árlega. Tölurnar ber að skoða í því samhengi að um það bil 35 milljón flugferðir eru farnar á ári hverju. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni verða 40 prósent alvarlegra slysa vegna ókyrrðar en aðeins fjórir hafa látist frá 1981, þar af að minnsta kosti einn vegna hjartaáfalls. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og forstöðumaður flugrekstrarsviðs Icelandair, var til viðtals um ókyrrð í Bítinu í morgun, þar sem hann lagði áherslu á að ókyrrð væri sjaldnast hættuleg. Hann var meðal annars spurður að því hvað flugmenn gera þegar þeir lenda í ókyrrð, sem Guðmundur líkti við dýfur á sjó eða í rússíbana. „Fyrsta úrræðið sem við beitum er bara það sem þú myndir gera ef þú keyrir af malbiki og yfir á malarveg á bíl; við bara sláum aðeins af og hægjum aðeins á okkur. Það er ákveðinn hraði fyrir hverja flugvélategund sem er besti hraði til þess að fara í gegnum ókyrrð, það dempar svolítið út hreyfingarnar. Það er almennt það sem við gerum. Svo eru flugmenn þá almennt byrjaðir að skoða og heyra í flugumferðarstjórum hvort að einhver annar er búinn að tilkynna ókyrrð, eru einhverjar aðrar flughæðir betri, eigum við að skipta um hæð?“ segir Guðmundur. Þá sé stundum flogið framhjá eða í kringum ókyrrðasvæði á borð við skýjamyndanir. „En númer eitt, tvö og þjrú þá kveikjum við á sætisbeltaljósunum,“ bætir hann við. Í Bandaríkjunum hafa 207 alvarlegir áverkar verið skráðir vegna ókyrrðar frá 2009 en í 166 tilfella var um að ræða áhafnarmeðlimi, sem starfs síns vegna geta ekki setið kyrfilega beltaðir alla leiðina. Guðmundur segir að á meðan farþegar væru að koma sér vel fyrir færi stór tími flugmanna í það að skoða flugskilyrði og mögulega ókyrrð og að ýmis þróun væri að eiga sér stað varðandi úrræði til að mæta vandanum. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að þetta sé hættulegt, vegna þess fyrst og fremst að við erum með búnað um borð í vélinni sem greinir ókyrrð fyrir framan okkur ef hana er að finna inni í skýjum sérstaklega. Við erum líka með mjög nákvæma veðurupplýsingar. Veðurupplýsingar eru líka að verða miklu betri en þær voru á fyrri tímum. Og hjá Icelandair erum við til dæmis að gera tilraunir með gervigreindarbúnað um borð í vélunum okkar sem að getur spáð fyrir fram um ókyrrð með miklu nákvæmari hætti en áður.“ Fréttir af flugi Bítið Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Fleiri fréttir Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Sjá meira
Tölurnar ber að skoða í því samhengi að um það bil 35 milljón flugferðir eru farnar á ári hverju. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni verða 40 prósent alvarlegra slysa vegna ókyrrðar en aðeins fjórir hafa látist frá 1981, þar af að minnsta kosti einn vegna hjartaáfalls. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og forstöðumaður flugrekstrarsviðs Icelandair, var til viðtals um ókyrrð í Bítinu í morgun, þar sem hann lagði áherslu á að ókyrrð væri sjaldnast hættuleg. Hann var meðal annars spurður að því hvað flugmenn gera þegar þeir lenda í ókyrrð, sem Guðmundur líkti við dýfur á sjó eða í rússíbana. „Fyrsta úrræðið sem við beitum er bara það sem þú myndir gera ef þú keyrir af malbiki og yfir á malarveg á bíl; við bara sláum aðeins af og hægjum aðeins á okkur. Það er ákveðinn hraði fyrir hverja flugvélategund sem er besti hraði til þess að fara í gegnum ókyrrð, það dempar svolítið út hreyfingarnar. Það er almennt það sem við gerum. Svo eru flugmenn þá almennt byrjaðir að skoða og heyra í flugumferðarstjórum hvort að einhver annar er búinn að tilkynna ókyrrð, eru einhverjar aðrar flughæðir betri, eigum við að skipta um hæð?“ segir Guðmundur. Þá sé stundum flogið framhjá eða í kringum ókyrrðasvæði á borð við skýjamyndanir. „En númer eitt, tvö og þjrú þá kveikjum við á sætisbeltaljósunum,“ bætir hann við. Í Bandaríkjunum hafa 207 alvarlegir áverkar verið skráðir vegna ókyrrðar frá 2009 en í 166 tilfella var um að ræða áhafnarmeðlimi, sem starfs síns vegna geta ekki setið kyrfilega beltaðir alla leiðina. Guðmundur segir að á meðan farþegar væru að koma sér vel fyrir færi stór tími flugmanna í það að skoða flugskilyrði og mögulega ókyrrð og að ýmis þróun væri að eiga sér stað varðandi úrræði til að mæta vandanum. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að þetta sé hættulegt, vegna þess fyrst og fremst að við erum með búnað um borð í vélinni sem greinir ókyrrð fyrir framan okkur ef hana er að finna inni í skýjum sérstaklega. Við erum líka með mjög nákvæma veðurupplýsingar. Veðurupplýsingar eru líka að verða miklu betri en þær voru á fyrri tímum. Og hjá Icelandair erum við til dæmis að gera tilraunir með gervigreindarbúnað um borð í vélunum okkar sem að getur spáð fyrir fram um ókyrrð með miklu nákvæmari hætti en áður.“
Fréttir af flugi Bítið Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Fleiri fréttir Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Sjá meira