Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2025 14:32 Fá slys verða vegna ókyrrðar og slasaðir eru oftar en ekki áhafnarmeðlimir. Vísir/Getty Erlendir miðlar hafa fjallað nokkuð um aukna ókyrrð á síðastu misserum en samkvæmt umfjöllun BBC verða um það bil 5.000 tilfelli alvarlegar ókyrrðar árlega. Tölurnar ber að skoða í því samhengi að um það bil 35 milljón flugferðir eru farnar á ári hverju. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni verða 40 prósent alvarlegra slysa vegna ókyrrðar en aðeins fjórir hafa látist frá 1981, þar af að minnsta kosti einn vegna hjartaáfalls. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og forstöðumaður flugrekstrarsviðs Icelandair, var til viðtals um ókyrrð í Bítinu í morgun, þar sem hann lagði áherslu á að ókyrrð væri sjaldnast hættuleg. Hann var meðal annars spurður að því hvað flugmenn gera þegar þeir lenda í ókyrrð, sem Guðmundur líkti við dýfur á sjó eða í rússíbana. „Fyrsta úrræðið sem við beitum er bara það sem þú myndir gera ef þú keyrir af malbiki og yfir á malarveg á bíl; við bara sláum aðeins af og hægjum aðeins á okkur. Það er ákveðinn hraði fyrir hverja flugvélategund sem er besti hraði til þess að fara í gegnum ókyrrð, það dempar svolítið út hreyfingarnar. Það er almennt það sem við gerum. Svo eru flugmenn þá almennt byrjaðir að skoða og heyra í flugumferðarstjórum hvort að einhver annar er búinn að tilkynna ókyrrð, eru einhverjar aðrar flughæðir betri, eigum við að skipta um hæð?“ segir Guðmundur. Þá sé stundum flogið framhjá eða í kringum ókyrrðasvæði á borð við skýjamyndanir. „En númer eitt, tvö og þjrú þá kveikjum við á sætisbeltaljósunum,“ bætir hann við. Í Bandaríkjunum hafa 207 alvarlegir áverkar verið skráðir vegna ókyrrðar frá 2009 en í 166 tilfella var um að ræða áhafnarmeðlimi, sem starfs síns vegna geta ekki setið kyrfilega beltaðir alla leiðina. Guðmundur segir að á meðan farþegar væru að koma sér vel fyrir færi stór tími flugmanna í það að skoða flugskilyrði og mögulega ókyrrð og að ýmis þróun væri að eiga sér stað varðandi úrræði til að mæta vandanum. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að þetta sé hættulegt, vegna þess fyrst og fremst að við erum með búnað um borð í vélinni sem greinir ókyrrð fyrir framan okkur ef hana er að finna inni í skýjum sérstaklega. Við erum líka með mjög nákvæma veðurupplýsingar. Veðurupplýsingar eru líka að verða miklu betri en þær voru á fyrri tímum. Og hjá Icelandair erum við til dæmis að gera tilraunir með gervigreindarbúnað um borð í vélunum okkar sem að getur spáð fyrir fram um ókyrrð með miklu nákvæmari hætti en áður.“ Fréttir af flugi Bítið Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Tölurnar ber að skoða í því samhengi að um það bil 35 milljón flugferðir eru farnar á ári hverju. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni verða 40 prósent alvarlegra slysa vegna ókyrrðar en aðeins fjórir hafa látist frá 1981, þar af að minnsta kosti einn vegna hjartaáfalls. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og forstöðumaður flugrekstrarsviðs Icelandair, var til viðtals um ókyrrð í Bítinu í morgun, þar sem hann lagði áherslu á að ókyrrð væri sjaldnast hættuleg. Hann var meðal annars spurður að því hvað flugmenn gera þegar þeir lenda í ókyrrð, sem Guðmundur líkti við dýfur á sjó eða í rússíbana. „Fyrsta úrræðið sem við beitum er bara það sem þú myndir gera ef þú keyrir af malbiki og yfir á malarveg á bíl; við bara sláum aðeins af og hægjum aðeins á okkur. Það er ákveðinn hraði fyrir hverja flugvélategund sem er besti hraði til þess að fara í gegnum ókyrrð, það dempar svolítið út hreyfingarnar. Það er almennt það sem við gerum. Svo eru flugmenn þá almennt byrjaðir að skoða og heyra í flugumferðarstjórum hvort að einhver annar er búinn að tilkynna ókyrrð, eru einhverjar aðrar flughæðir betri, eigum við að skipta um hæð?“ segir Guðmundur. Þá sé stundum flogið framhjá eða í kringum ókyrrðasvæði á borð við skýjamyndanir. „En númer eitt, tvö og þjrú þá kveikjum við á sætisbeltaljósunum,“ bætir hann við. Í Bandaríkjunum hafa 207 alvarlegir áverkar verið skráðir vegna ókyrrðar frá 2009 en í 166 tilfella var um að ræða áhafnarmeðlimi, sem starfs síns vegna geta ekki setið kyrfilega beltaðir alla leiðina. Guðmundur segir að á meðan farþegar væru að koma sér vel fyrir færi stór tími flugmanna í það að skoða flugskilyrði og mögulega ókyrrð og að ýmis þróun væri að eiga sér stað varðandi úrræði til að mæta vandanum. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að þetta sé hættulegt, vegna þess fyrst og fremst að við erum með búnað um borð í vélinni sem greinir ókyrrð fyrir framan okkur ef hana er að finna inni í skýjum sérstaklega. Við erum líka með mjög nákvæma veðurupplýsingar. Veðurupplýsingar eru líka að verða miklu betri en þær voru á fyrri tímum. Og hjá Icelandair erum við til dæmis að gera tilraunir með gervigreindarbúnað um borð í vélunum okkar sem að getur spáð fyrir fram um ókyrrð með miklu nákvæmari hætti en áður.“
Fréttir af flugi Bítið Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira