Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2025 14:46 Gulklæddir stuðningsmenn Bröndby létu öllu illum látum þegar leið á leikinn og eftir leik. Pawel Wewiorski Grímuklæddir stuðningsmenn danska knattspyrnuliðsins Bröndby réðust á stuðningsmenn Víkings eftir leik liðanna í gær. Einn var handtekinn en fyrir leik töldu forsvarsmenn danska liðsins litlar líkur á að nokkur maður myndi æsa sig. Víkingur vann Bröndby 3-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær, úrslit sem danska liðið hefur sjálft kallað niðurlægingu. Dönsku stuðningsmennirnir, sem eru þekktir fyrir að valda usla á þeim leikjum sem þeir sækja, brugðust afar illa við tapinu. Þeir hvolfdu kamri á vellinum, rifu fána og fleira, að sögn Hauks Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Víkings. Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærum skalla með hnakkanum.Pawel Wewiorski Fyrir leik töldu forsvarsmenn Bröndby litlar líkur á að nokkuð myndi koma upp á í kringum stuðningsmenn liðsins. Því var ekki aukin gæsla í kringum leikinn. Hins vegar eftir að Víkingar skoruðu þriðja mark leiksins var ljóst að eitthvað gæti gerst. „Það var kannski að hluta til vegna þess að Bröndby átti ekki von á því að neitt myndi ske. Lögregla metur það líka að þetta sé „low-risk“ leikur og ákveða að vera bara með bíl á vakt í grenndinni en kannski ekkert endilega á svæðinu. En það breyttist fljótt í gær,“ segir Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings. Eftir leik héldu Bröndby-stuðningsmennirnir ótrauðir inn í nóttina og leituðu uppi hóp Víkinga á Ölver í Laugardal. Þar slógust fylkingar og náðist hluti slagsmálanna á myndband. Skömmu áður hafði lögreglan skorist í leikinn, að sögn Unnars Más Ástþórssonar, varðstjóra. „Við vorum með gæslu þarna fram á nótt, eða langleiðina á meðan Ölver var opinn. Það voru riskingar þarna sem við höfðum afskipti af. Það var einn handteknin út af þessum átökum sem að voru í kringum þennan leik og við Ölver. Hann á von á sekt út af þeirri hegðun sem hann sýndi þar,“ segir Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að auka gæslu á seinni leik félaganna í Danmörku. Talið er að fjöldi Íslendinga muni sækja leikinn, bæði stuðningsmenn Víkinga og Íslendingar búsettir í Danmörku. Víkingur Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Víkingur vann Bröndby 3-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær, úrslit sem danska liðið hefur sjálft kallað niðurlægingu. Dönsku stuðningsmennirnir, sem eru þekktir fyrir að valda usla á þeim leikjum sem þeir sækja, brugðust afar illa við tapinu. Þeir hvolfdu kamri á vellinum, rifu fána og fleira, að sögn Hauks Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Víkings. Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærum skalla með hnakkanum.Pawel Wewiorski Fyrir leik töldu forsvarsmenn Bröndby litlar líkur á að nokkuð myndi koma upp á í kringum stuðningsmenn liðsins. Því var ekki aukin gæsla í kringum leikinn. Hins vegar eftir að Víkingar skoruðu þriðja mark leiksins var ljóst að eitthvað gæti gerst. „Það var kannski að hluta til vegna þess að Bröndby átti ekki von á því að neitt myndi ske. Lögregla metur það líka að þetta sé „low-risk“ leikur og ákveða að vera bara með bíl á vakt í grenndinni en kannski ekkert endilega á svæðinu. En það breyttist fljótt í gær,“ segir Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings. Eftir leik héldu Bröndby-stuðningsmennirnir ótrauðir inn í nóttina og leituðu uppi hóp Víkinga á Ölver í Laugardal. Þar slógust fylkingar og náðist hluti slagsmálanna á myndband. Skömmu áður hafði lögreglan skorist í leikinn, að sögn Unnars Más Ástþórssonar, varðstjóra. „Við vorum með gæslu þarna fram á nótt, eða langleiðina á meðan Ölver var opinn. Það voru riskingar þarna sem við höfðum afskipti af. Það var einn handteknin út af þessum átökum sem að voru í kringum þennan leik og við Ölver. Hann á von á sekt út af þeirri hegðun sem hann sýndi þar,“ segir Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að auka gæslu á seinni leik félaganna í Danmörku. Talið er að fjöldi Íslendinga muni sækja leikinn, bæði stuðningsmenn Víkinga og Íslendingar búsettir í Danmörku.
Víkingur Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira