Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 13:30 Þór Pálsson er framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem keypti rekstur Kvikmyndaskólans. Skólinn hefur verið færður af Suðurlandsbraut í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Aðsend/Vilhelm Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla. Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, og Þóra Fjeldsted voru akademískir starfsmenn Kvikmyndaskólans en hafa ekki verið viðloðandi skólann frá því að Rafmennt keypti rekstur hans í vor. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum með því að auglýsa nöfn þeirra í nafni háskólastarfsemi á vefsíðu skólans, að þeim forspurðum. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar biður þau afsökunar á að hafa láðst að taka nöfn þeirra út af vefsíðu skólans. Þegar Rafmennt keypti reksturinn hafi vefsíðan fylgt með. „Ég var að hreinsa nöfnin út af síðunni núna. Það fórst fyrir í öllum hamaganginum sem er búið að vera í kring um þetta,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum ekkert farið í gegn um síðuna af neinu viti, að laga til og taka út upplýsingar sem ekki eiga að vera þar. Svo höfum við aldrei auglýst þetta sem háskóla þannig að við ætlumst ekki til neins af þessu fólki.“ Þá furðar hann sig á því að þremenningarnir hafi birt téða yfirlýsingu í stað þess að heyra einfaldlega í honum og fá nöfnin þeirra fjarlægð af vefsíðunni. Kvikmyndaskólinn tekur til starfa í haust í rekstri Rafmenntar. Samningar hafa náðst milli fyrirtækisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins og Þór segir starfsfólk vel á veg komið við að endurskipuleggja starfsemi skólans og rekstur. Þá sé námið orðið lánshæft á ný, sem það var ekki undanfarin ár, og samtal sé í gangi við Háskólann á Bifröst um mögulegt samstarf í framtíðinni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13 „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, og Þóra Fjeldsted voru akademískir starfsmenn Kvikmyndaskólans en hafa ekki verið viðloðandi skólann frá því að Rafmennt keypti rekstur hans í vor. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum með því að auglýsa nöfn þeirra í nafni háskólastarfsemi á vefsíðu skólans, að þeim forspurðum. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar biður þau afsökunar á að hafa láðst að taka nöfn þeirra út af vefsíðu skólans. Þegar Rafmennt keypti reksturinn hafi vefsíðan fylgt með. „Ég var að hreinsa nöfnin út af síðunni núna. Það fórst fyrir í öllum hamaganginum sem er búið að vera í kring um þetta,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum ekkert farið í gegn um síðuna af neinu viti, að laga til og taka út upplýsingar sem ekki eiga að vera þar. Svo höfum við aldrei auglýst þetta sem háskóla þannig að við ætlumst ekki til neins af þessu fólki.“ Þá furðar hann sig á því að þremenningarnir hafi birt téða yfirlýsingu í stað þess að heyra einfaldlega í honum og fá nöfnin þeirra fjarlægð af vefsíðunni. Kvikmyndaskólinn tekur til starfa í haust í rekstri Rafmenntar. Samningar hafa náðst milli fyrirtækisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins og Þór segir starfsfólk vel á veg komið við að endurskipuleggja starfsemi skólans og rekstur. Þá sé námið orðið lánshæft á ný, sem það var ekki undanfarin ár, og samtal sé í gangi við Háskólann á Bifröst um mögulegt samstarf í framtíðinni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13 „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55