Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2025 08:53 Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 25. júli í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Vísir/Vilhelm Bráðabirgðaniðurstöður nýrra mælinga Hafrannsóknastofnunar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi sé sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Einungis veiddist makríll austur af landinu. Frá þessu segir á vef stofnunarinnar en rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 25. júli. Í leiðangrinum veiddist makríll á þrettán af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu. Aflinn var lítill eða var frá hálfu kílói til 23 kílóa. „Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 grömm,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar. 26 dagar Um leiðangurinn segir að í þessum 26 daga leiðangri Árna kringum Ísland og Jan Mayen hafi verið teknar 56 togstöðvar, þar af 46 staðlaðar og fyrirfram ákveðnar yfirborðstogstöðvar, og sigldar um 5000 sjómílur eða ríflega 9 þúsund kílómetra. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. „Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Gögn frá skipunum fimm verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður kynntar undir lok ágúst. Bráðabirgðaniðurstöður íslenska hlutans liggja hinsvegar fyrir. Þéttleiki makríls við landið sá minnsti sem mælst hefur. Makríll í Keflavíkurhöfn.Vísir/Arnar Minnsti þéttlæki makríls síðan 2010 Bráðbirgðaniðurstöður mælinga sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi er sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangurinn var fyrst farinn sumarið 2010. Makríll veiddist á 13 af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu (mynd 1, efst). Aflinn var lítill eða var frá 0,5 kg til 23 kg. Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 g. Síld mældist umhverfis landið Líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á mörgum togstöðvum fyrir norðan og austan landið. Þá fékkst íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið líkt og jafnan (mynd 1, miðja, sjá neðst). Mikið af kolmunna Kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina austan, sunnan og vestan við landið í meiri þéttleika en síðustu sumur. Þá fékkst kolmunni í 8 yfirborðstogstöðvum fyrir austan og sunnan landið sem er óvengjulegt (mynd 1, neðst). Meðalstærð kolmunna var 23 cm og 84 g. Loðna á stóru svæði fyrir norðan land Loðna fannst á átta togstöðvum, þarf af voru sjö yfirborðstogstöðvar, fyrir norðan landið og fyri sunnan Jan Mayen (mynd 1, neðst). Stærð loðnunnar var frá 9 cm til 19 cm og að meðaltali var loðnan 16 cm og vóg 20 g. Það er sjaldgæft að fá loðnu á eins stóru svæði í leiðangrinum þó það hafi gerst áður að loðna hafi fengist á 1-3 togstöð í Grænlandssundi. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að hitastig í yfirborðslagi sjávar var hærri en sumarið 2024 allt umhverfis landið. Veðrið var einstaklega lygnt í leiðangrinum. Það er líklegt að þetta hafi valdið því að yfirborðslagið hélst stöðugt í langan tíma, sem gefur sólinni tækifæri til að hita það,“ segir í tilkynningunni. Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Frá þessu segir á vef stofnunarinnar en rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 25. júli. Í leiðangrinum veiddist makríll á þrettán af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu. Aflinn var lítill eða var frá hálfu kílói til 23 kílóa. „Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 grömm,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar. 26 dagar Um leiðangurinn segir að í þessum 26 daga leiðangri Árna kringum Ísland og Jan Mayen hafi verið teknar 56 togstöðvar, þar af 46 staðlaðar og fyrirfram ákveðnar yfirborðstogstöðvar, og sigldar um 5000 sjómílur eða ríflega 9 þúsund kílómetra. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. „Líkt og undanfarin ár tóku skip frá Noregi, Færeyjum og Danmörku þátt í leiðangrinum. Gögn frá skipunum fimm verða tekin saman og greind upp úr miðjum ágúst og niðurstöður kynntar undir lok ágúst. Bráðabirgðaniðurstöður íslenska hlutans liggja hinsvegar fyrir. Þéttleiki makríls við landið sá minnsti sem mælst hefur. Makríll í Keflavíkurhöfn.Vísir/Arnar Minnsti þéttlæki makríls síðan 2010 Bráðbirgðaniðurstöður mælinga sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi er sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangurinn var fyrst farinn sumarið 2010. Makríll veiddist á 13 af 46 yfirborðstogstöðvum sem allar voru á austanverðu svæðinu (mynd 1, efst). Aflinn var lítill eða var frá 0,5 kg til 23 kg. Heildarafli makríls í leiðangrinum var einungis 97 kg eða 164 fiskar. Makríllinn var stór með meðallengd 40 cm og meðalþyngd 590 g. Síld mældist umhverfis landið Líkt og undanfarin ár var norsk-íslenska vorgotssíld að finna á mörgum togstöðvum fyrir norðan og austan landið. Þá fékkst íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið líkt og jafnan (mynd 1, miðja, sjá neðst). Mikið af kolmunna Kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina austan, sunnan og vestan við landið í meiri þéttleika en síðustu sumur. Þá fékkst kolmunni í 8 yfirborðstogstöðvum fyrir austan og sunnan landið sem er óvengjulegt (mynd 1, neðst). Meðalstærð kolmunna var 23 cm og 84 g. Loðna á stóru svæði fyrir norðan land Loðna fannst á átta togstöðvum, þarf af voru sjö yfirborðstogstöðvar, fyrir norðan landið og fyri sunnan Jan Mayen (mynd 1, neðst). Stærð loðnunnar var frá 9 cm til 19 cm og að meðaltali var loðnan 16 cm og vóg 20 g. Það er sjaldgæft að fá loðnu á eins stóru svæði í leiðangrinum þó það hafi gerst áður að loðna hafi fengist á 1-3 togstöð í Grænlandssundi. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að hitastig í yfirborðslagi sjávar var hærri en sumarið 2024 allt umhverfis landið. Veðrið var einstaklega lygnt í leiðangrinum. Það er líklegt að þetta hafi valdið því að yfirborðslagið hélst stöðugt í langan tíma, sem gefur sólinni tækifæri til að hita það,“ segir í tilkynningunni.
Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira