Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2025 15:09 Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, skrifaði grein vegna banaslyss í Reynisfjöru. Vísir/Samsett Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er banaslys sem varð við Reynisfjöru í fyrradag þegar níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést. „Hættur fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum,“ skrifar Róbert. Hann segir að samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins. Ef í ljós kæmi að íslenska ríkið hafi ekki sett fullnægjandi reglur um varnir gegn slysum á vinsælum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir gæti íslenska ríkið talist brotlegt við mannréttindasáttmálann. Skýrsla til staðar en ekkert frumvarp Róbert bendir á að í byrjun árs 2022 hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra auk Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, skipað verkefnastjórn sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Skýrsla verkefnastjórnarinnar fjallaði um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en megintillaga hennar hafi verið að „skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannstöðum“ með það að markmiði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á ákveðnum svæðum. „Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim,“ segir Róbert. „Auðvitað vil ég ekki með þessu draga neinar ályktanir um ábyrgð í þessu tilviki eða öðrum heldur tel að það er ástæða til að rifja upp að árið 2022 var verkefnastjórn sett á laggirnar til að skoða þessi mál og þessi verkefnastjórn lagði til að það yrðu sétt sérlög um þetta efni,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Slíkt frumvarp hafi enn ekki verið lagt fram í dag. „Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars.“ Reynisfjara Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu skrifaði grein á Vísi í dag en tilefnið er banaslys sem varð við Reynisfjöru í fyrradag þegar níu ára gömul stúlka frá Þýskalandi lést. „Hættur fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum,“ skrifar Róbert. Hann segir að samkvæmt annarri grein mannréttindasáttmála Evrópu hafi fólk rétt til lífs og því þurfi íslenska ríkið að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Það sé hluti af svokölluðum jákvæðum skyldum ríkisins. Ef í ljós kæmi að íslenska ríkið hafi ekki sett fullnægjandi reglur um varnir gegn slysum á vinsælum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi ekki verið fylgt nægilega vel eftir gæti íslenska ríkið talist brotlegt við mannréttindasáttmálann. Skýrsla til staðar en ekkert frumvarp Róbert bendir á að í byrjun árs 2022 hafi Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra auk Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, skipað verkefnastjórn sem skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Skýrsla verkefnastjórnarinnar fjallaði um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila en megintillaga hennar hafi verið að „skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannstöðum“ með það að markmiði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á ákveðnum svæðum. „Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim,“ segir Róbert. „Auðvitað vil ég ekki með þessu draga neinar ályktanir um ábyrgð í þessu tilviki eða öðrum heldur tel að það er ástæða til að rifja upp að árið 2022 var verkefnastjórn sett á laggirnar til að skoða þessi mál og þessi verkefnastjórn lagði til að það yrðu sétt sérlög um þetta efni,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Slíkt frumvarp hafi enn ekki verið lagt fram í dag. „Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars.“
Reynisfjara Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira