Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 14:14 Áður en gengið er út í Reynisfjöru blasir við þetta skilti með litakóða sem byggir á ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Vísir/Vilhelm Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru. Þar er farið yfir það starf sem hefur verið unnið til að auka öryggi í fjörunni. Starfshópur á vegum ferðamálaráðherra hafi komið saman árið 2022 vegna öryggismála í Reynisfjöru. Þar hafi verið fulltrúar frá landeigendum í Reynisfjöru, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, almannavarnardeild Lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjörg, Mýrdalshreppi og Samtökum ferðaþjónustunnar. Starfshópurinn hafi skilað af sér skýrslu auk þess sem ráðist var í átak í merkingum og upplýsingagjöf um hætturnar í Reynisfjöru, bæði með merkingum á staðnum og upplýsingum á netinu. Þá hafi löggæslumyndavélum verið komið fyrir á mastri í fjörukambinum og ljósaskilti þar sem litur ljósa fer eftir ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Jafnframt segir í tilkynningunni að í fyrr hafi bílastæði í Reynisfjöru verið malbikuð og merkt til að auka umferðaröryggi og salernum verið fjölgað. Útsýnispallur hafi verið byggður á fjörukambinum þaðan sem hægt er að horfa á brimið og njóta stuðlabergsins í öruggri fjarlægð. „Á þessari öld hafa nú fjórir einstaklingar lent í sjónum og drukknað við Reynisfjöru og tveir einstaklingar látist af slysförum. Þegar brimið ber stuðlabergið myndast mikið frásog sem engin ræður við, lendi hann í sjónum við slíkar aðstæður,“ segir í tilkynningunni. Þegar aðstæður séu eins og þær voru í gær mælist landeigendur til að fólk stoppi á útsýnispallinum og fari ekki lengra. „Við sendum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Viðbragðsaðilar eiga þakkir skildar fyrir sín góðu óeigingjörnu störf. Öryggi gesta er okkur efst í huga og munum við nú leggjast yfir hvað við getum gert betur til að upplýsa þá sem heimsækja okkar fallegu fjöru,“ segir í lok tilkynningar. Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru. Þar er farið yfir það starf sem hefur verið unnið til að auka öryggi í fjörunni. Starfshópur á vegum ferðamálaráðherra hafi komið saman árið 2022 vegna öryggismála í Reynisfjöru. Þar hafi verið fulltrúar frá landeigendum í Reynisfjöru, Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, almannavarnardeild Lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjörg, Mýrdalshreppi og Samtökum ferðaþjónustunnar. Starfshópurinn hafi skilað af sér skýrslu auk þess sem ráðist var í átak í merkingum og upplýsingagjöf um hætturnar í Reynisfjöru, bæði með merkingum á staðnum og upplýsingum á netinu. Þá hafi löggæslumyndavélum verið komið fyrir á mastri í fjörukambinum og ljósaskilti þar sem litur ljósa fer eftir ölduspárkerfi Vegagerðarinnar. Jafnframt segir í tilkynningunni að í fyrr hafi bílastæði í Reynisfjöru verið malbikuð og merkt til að auka umferðaröryggi og salernum verið fjölgað. Útsýnispallur hafi verið byggður á fjörukambinum þaðan sem hægt er að horfa á brimið og njóta stuðlabergsins í öruggri fjarlægð. „Á þessari öld hafa nú fjórir einstaklingar lent í sjónum og drukknað við Reynisfjöru og tveir einstaklingar látist af slysförum. Þegar brimið ber stuðlabergið myndast mikið frásog sem engin ræður við, lendi hann í sjónum við slíkar aðstæður,“ segir í tilkynningunni. Þegar aðstæður séu eins og þær voru í gær mælist landeigendur til að fólk stoppi á útsýnispallinum og fari ekki lengra. „Við sendum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Viðbragðsaðilar eiga þakkir skildar fyrir sín góðu óeigingjörnu störf. Öryggi gesta er okkur efst í huga og munum við nú leggjast yfir hvað við getum gert betur til að upplýsa þá sem heimsækja okkar fallegu fjöru,“ segir í lok tilkynningar.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira