Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2025 12:00 Jóhanna segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel en ágengnin sé hinsvegar mikil við Víkurkirkju. Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram. Víkurkirkja í Vík í Mýrdal hefur undanfarin ár orðið sífellt vinsælli ferðamannastaður en myndir af kirkjunni og útsýni yfir bæinn sem hægt er að sjá frá bílastæði kirkjunnar hafa gjarnan verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Jóhanna Magnúsdóttir sóknarprestur segir í samtali við fréttastofu að þó vinsældir kirkjunnar séu gríðarlega ánægjulegar hafi henni fylgt margar áskoranir þegar kemur að venjulegu kirkjuhaldi. „Það er eiginlega þannig sem það byrjaði þetta umtal um þetta, hérna voru börn manns sem verið var að jarðsyngja og það varð ágangur ferðamanna þegar líkbíllinn var nýkominn og það var verið að taka myndir og svona. Þetta særir aðstandendur.“ Fjallað var um málið í Heimildinni á dögunum. Undanfarin þrjú ár hafi björgunarsveitarmenn aðstoðað kirkjuna með því að loka afleggjaranum að kirkjunni á meðan útfarir fara fram. „Til að það sé nokkurn veginn friður í kringum kirkjuna á meðan þessi heilaga stund fer fram. En eins og gerðist þarna um Hvítasunnuna þá kom björgunarsveitin eitthvað seint og þá kom rúta og þá var búið að sleppa ferðamönnunum út og þá bara því miður, hvað á maður að segja, þá fór þetta eiginlega bara úr böndunum, því að þeir voru að taka myndir af líkbíl, reyna að toga eitthvað í fánann sem var í hálfa stöng og svona. Þetta er bara svona leiðindaatvik.“ Dagsdaglega gangi hinsvegar vel að taka á móti ferðafólki, sett hafi verið upp skilti við kirkjuna til að biðla til ferðafólks um að sýna virðingu. Ekki sé víst hver verði næstu skref en Jóhanna segir samtal um málið verða tekið í sóknarnefnd. „Auðvitað erum við með ákveðið verklag í sambandi við hvar við stöndum og hvað við gerum í sambandi við útfarir og ég er mjög hissa þegar ég stend í dyrunum og það er augljóslega kista inni í kirkjunni, það sést inn í kirkjuna, að einhver skuli vilja troða sér inn og fá að taka myndir. Ég er mjög geðgóð manneskja og kurteis og þykir vænt um alla en þegar einhver ætlar að reyna að troða sér framhjá mér þegar ég er búin að segja nei þá þarf maður að setja fram hendina og segja nei því miður það er ekki í boði.“ Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Þjóðkirkjan Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Víkurkirkja í Vík í Mýrdal hefur undanfarin ár orðið sífellt vinsælli ferðamannastaður en myndir af kirkjunni og útsýni yfir bæinn sem hægt er að sjá frá bílastæði kirkjunnar hafa gjarnan verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Jóhanna Magnúsdóttir sóknarprestur segir í samtali við fréttastofu að þó vinsældir kirkjunnar séu gríðarlega ánægjulegar hafi henni fylgt margar áskoranir þegar kemur að venjulegu kirkjuhaldi. „Það er eiginlega þannig sem það byrjaði þetta umtal um þetta, hérna voru börn manns sem verið var að jarðsyngja og það varð ágangur ferðamanna þegar líkbíllinn var nýkominn og það var verið að taka myndir og svona. Þetta særir aðstandendur.“ Fjallað var um málið í Heimildinni á dögunum. Undanfarin þrjú ár hafi björgunarsveitarmenn aðstoðað kirkjuna með því að loka afleggjaranum að kirkjunni á meðan útfarir fara fram. „Til að það sé nokkurn veginn friður í kringum kirkjuna á meðan þessi heilaga stund fer fram. En eins og gerðist þarna um Hvítasunnuna þá kom björgunarsveitin eitthvað seint og þá kom rúta og þá var búið að sleppa ferðamönnunum út og þá bara því miður, hvað á maður að segja, þá fór þetta eiginlega bara úr böndunum, því að þeir voru að taka myndir af líkbíl, reyna að toga eitthvað í fánann sem var í hálfa stöng og svona. Þetta er bara svona leiðindaatvik.“ Dagsdaglega gangi hinsvegar vel að taka á móti ferðafólki, sett hafi verið upp skilti við kirkjuna til að biðla til ferðafólks um að sýna virðingu. Ekki sé víst hver verði næstu skref en Jóhanna segir samtal um málið verða tekið í sóknarnefnd. „Auðvitað erum við með ákveðið verklag í sambandi við hvar við stöndum og hvað við gerum í sambandi við útfarir og ég er mjög hissa þegar ég stend í dyrunum og það er augljóslega kista inni í kirkjunni, það sést inn í kirkjuna, að einhver skuli vilja troða sér inn og fá að taka myndir. Ég er mjög geðgóð manneskja og kurteis og þykir vænt um alla en þegar einhver ætlar að reyna að troða sér framhjá mér þegar ég er búin að segja nei þá þarf maður að setja fram hendina og segja nei því miður það er ekki í boði.“
Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Þjóðkirkjan Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira