Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2025 19:05 Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna er langþreyttur á ítrekuðum þjófnaði á díselolíu fyrirtækisins. Vísir/Ívar Fannar Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt. Greint var frá því í dag að þjófur hafi verið gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem þjófurinn var í óðaönn við að tappa díselolíu af bílnum. Lögregla segir að slíkur þjófnaður hafi færst mjög í aukana að undanförnu en um helgina var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri er langþreyttur á ástandinu. Fjöldi annarra fyrirtækja orðið fyrir þjófnaði „Það er búið að taka núna af okkur fyrir rétt rúma milljón í dísel og síðan erum við reyndar búin að fara í aðgerðir til að reyna að sporna við þessu og ná mönnum við verknaðinn,“ segir Arnar. Þjófarnir bökkuðu bíl sínum að flutningabílum fyrirtækisins og töppuðu svo olíu af bílunum. Allt saman náðist á öryggismyndavél og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins nú kært þjófnaðinn til lögreglu. Um er að ræða fimmta skiptið sem Fraktlausnir verða fyrir slíkum þjófnaði á stuttum tíma og segist Arnar telja að heildartapið nemi um þremur milljónum hið minnsta. Hann segist vita af fleiri flutningafyrirtækjum í sömu stöðu, málið hafi verið tilkynnt til lögreglu sem Arnar segist óska að bregðist betur við. „Það eru mörg önnur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu. ég veit um fjögur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu, búin að skila inn kæru, það er svipað og við, það er lítið gert eða gerist lítið.“ Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. Klippa: Milljónatap vegna þjófnaðar og brúsar úti um alla borg „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Lögreglumál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Bílar Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. 12. maí 2025 19:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Greint var frá því í dag að þjófur hafi verið gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem þjófurinn var í óðaönn við að tappa díselolíu af bílnum. Lögregla segir að slíkur þjófnaður hafi færst mjög í aukana að undanförnu en um helgina var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri er langþreyttur á ástandinu. Fjöldi annarra fyrirtækja orðið fyrir þjófnaði „Það er búið að taka núna af okkur fyrir rétt rúma milljón í dísel og síðan erum við reyndar búin að fara í aðgerðir til að reyna að sporna við þessu og ná mönnum við verknaðinn,“ segir Arnar. Þjófarnir bökkuðu bíl sínum að flutningabílum fyrirtækisins og töppuðu svo olíu af bílunum. Allt saman náðist á öryggismyndavél og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins nú kært þjófnaðinn til lögreglu. Um er að ræða fimmta skiptið sem Fraktlausnir verða fyrir slíkum þjófnaði á stuttum tíma og segist Arnar telja að heildartapið nemi um þremur milljónum hið minnsta. Hann segist vita af fleiri flutningafyrirtækjum í sömu stöðu, málið hafi verið tilkynnt til lögreglu sem Arnar segist óska að bregðist betur við. „Það eru mörg önnur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu. ég veit um fjögur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu, búin að skila inn kæru, það er svipað og við, það er lítið gert eða gerist lítið.“ Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. Klippa: Milljónatap vegna þjófnaðar og brúsar úti um alla borg „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“
Lögreglumál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Bílar Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. 12. maí 2025 19:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20
Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. 12. maí 2025 19:30