Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2025 19:05 Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri Fraktlausna er langþreyttur á ítrekuðum þjófnaði á díselolíu fyrirtækisins. Vísir/Ívar Fannar Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt. Greint var frá því í dag að þjófur hafi verið gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem þjófurinn var í óðaönn við að tappa díselolíu af bílnum. Lögregla segir að slíkur þjófnaður hafi færst mjög í aukana að undanförnu en um helgina var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri er langþreyttur á ástandinu. Fjöldi annarra fyrirtækja orðið fyrir þjófnaði „Það er búið að taka núna af okkur fyrir rétt rúma milljón í dísel og síðan erum við reyndar búin að fara í aðgerðir til að reyna að sporna við þessu og ná mönnum við verknaðinn,“ segir Arnar. Þjófarnir bökkuðu bíl sínum að flutningabílum fyrirtækisins og töppuðu svo olíu af bílunum. Allt saman náðist á öryggismyndavél og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins nú kært þjófnaðinn til lögreglu. Um er að ræða fimmta skiptið sem Fraktlausnir verða fyrir slíkum þjófnaði á stuttum tíma og segist Arnar telja að heildartapið nemi um þremur milljónum hið minnsta. Hann segist vita af fleiri flutningafyrirtækjum í sömu stöðu, málið hafi verið tilkynnt til lögreglu sem Arnar segist óska að bregðist betur við. „Það eru mörg önnur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu. ég veit um fjögur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu, búin að skila inn kæru, það er svipað og við, það er lítið gert eða gerist lítið.“ Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. Klippa: Milljónatap vegna þjófnaðar og brúsar úti um alla borg „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“ Lögreglumál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Bílar Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. 12. maí 2025 19:30 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Greint var frá því í dag að þjófur hafi verið gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem þjófurinn var í óðaönn við að tappa díselolíu af bílnum. Lögregla segir að slíkur þjófnaður hafi færst mjög í aukana að undanförnu en um helgina var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækisins Fraktlausna á Laugarnesi í Reykjavík. Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri er langþreyttur á ástandinu. Fjöldi annarra fyrirtækja orðið fyrir þjófnaði „Það er búið að taka núna af okkur fyrir rétt rúma milljón í dísel og síðan erum við reyndar búin að fara í aðgerðir til að reyna að sporna við þessu og ná mönnum við verknaðinn,“ segir Arnar. Þjófarnir bökkuðu bíl sínum að flutningabílum fyrirtækisins og töppuðu svo olíu af bílunum. Allt saman náðist á öryggismyndavél og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins nú kært þjófnaðinn til lögreglu. Um er að ræða fimmta skiptið sem Fraktlausnir verða fyrir slíkum þjófnaði á stuttum tíma og segist Arnar telja að heildartapið nemi um þremur milljónum hið minnsta. Hann segist vita af fleiri flutningafyrirtækjum í sömu stöðu, málið hafi verið tilkynnt til lögreglu sem Arnar segist óska að bregðist betur við. „Það eru mörg önnur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu. ég veit um fjögur fyrirtæki sem eru búin að lenda í þessu, búin að skila inn kæru, það er svipað og við, það er lítið gert eða gerist lítið.“ Greint var frá því í maí að íbúar við Miklubraut hefðu áhyggjur af óhreyfðum bíl sem lagt var í götunni og var fullur af bensínbrúsum. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist bíllinn álíka þjófnaði og þeim sem fór fram á bílaplani Fraktlausna. Arnar segist telja borgina fulla af slíkum bílum. Klippa: Milljónatap vegna þjófnaðar og brúsar úti um alla borg „Það eru lagerar út um allt höfuðborgarsvæðið. Upp í Seljahverfi eru fullt af bílum sem eru fullir af bensín og olíu og það eru bílar niður á Miklubraut sem er margbúið að kvarta yfir og tilkynna þetta til lögreglu og heilbrigðiseftirlits en lítið gerist.“
Lögreglumál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Bílar Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20 Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. 12. maí 2025 19:30 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. 28. júlí 2025 11:20
Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Íbúi við Miklubraut hefur miklar áhyggjur af því að bifreið, sem stendur óhreyfð við heimili hans og er full af bensínbrúsum, muni springa í loft upp. Hann biðlar til yfirvalda að fjarlægja ökutækið. 12. maí 2025 19:30