Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2025 22:08 Hafsteinn segir stutt í að gervigreindarsvindlin fari að láta á sér kræla fyrir alvöru. Vísir Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum, þar sem þekktir íslendingar eru, með hjálp gervigreindar, látnir líta út fyrir að segja eitthvað sem þeir hafa aldrei sagt. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir tæknina aðeins eiga eftir að verða betri, þegar kemur að beitingu íslenskunnar. „Og erfiðara að sjá hvað er raunverulegt, og hvað ekki. Þannig að þetta er spurning um hvernig við eigum að geta treyst upplýsingum á þessari upplýsinga og gervigreindaröld.“ Peningaplokk með hjálp gervigreindar Tæknin sé orðin mjög fullkomin víða, líkt og nýlegt myndband frá framleiðendum þáttanna South Park, sem sýnir Donald Trump stríplast um í eyðimörk, sýnir fram á. Hafsteinn segir margar hættur geta leynst í tækniframförum þegar kemur að gervigreind sem hermir eftir röddum fólks. „Til dæmis gæti verið að þú fáir símtal sem hljómar eins og það sé að koma frá dóttur, foreldri, barni. Hljómar nákvæmlega eins og viðkomandi sé bara í gíslingu, og þú þarft að millifæra einhverja peninga til þess að bjarga viðkomandi.“ Þarf fólk að koma sér upp leyniorði? Fólk þurfi að búa sig sig undir að gervigreind verði í auknum mæli notuð til að blekkja það. „Þurfum við öll að vera með eitthvað leyniorð sem við deilum okkar á milli, þannig að þegar það er hringt og eitthvað hljómar alvarlega þá þurfum við að vera tilbúin að segja þetta leyniorð? Ég veit það ekki.“ Stjórnvöld þurfi að bregðast við, en í Danmörku sé löggjöf í pípunum sem eigi að höfundarréttarverja rödd og andlit einstaklinga. Háþróuð gervigreindarsvindl muni líklega koma fyrst fram á stærri Norðurlöndunum en hér, þótt ómögulegt sé að segja hversu langt sé þangað til. „Þetta er kannski líka bara tímaspursmál um að einhver taki sig til og leggi áherslu á íslenskuna, sem er með reikniaflið og peningana til þess að gera þetta almennilega.“ Gervigreind Tækni Netöryggi Íslensk tunga Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum, þar sem þekktir íslendingar eru, með hjálp gervigreindar, látnir líta út fyrir að segja eitthvað sem þeir hafa aldrei sagt. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir tæknina aðeins eiga eftir að verða betri, þegar kemur að beitingu íslenskunnar. „Og erfiðara að sjá hvað er raunverulegt, og hvað ekki. Þannig að þetta er spurning um hvernig við eigum að geta treyst upplýsingum á þessari upplýsinga og gervigreindaröld.“ Peningaplokk með hjálp gervigreindar Tæknin sé orðin mjög fullkomin víða, líkt og nýlegt myndband frá framleiðendum þáttanna South Park, sem sýnir Donald Trump stríplast um í eyðimörk, sýnir fram á. Hafsteinn segir margar hættur geta leynst í tækniframförum þegar kemur að gervigreind sem hermir eftir röddum fólks. „Til dæmis gæti verið að þú fáir símtal sem hljómar eins og það sé að koma frá dóttur, foreldri, barni. Hljómar nákvæmlega eins og viðkomandi sé bara í gíslingu, og þú þarft að millifæra einhverja peninga til þess að bjarga viðkomandi.“ Þarf fólk að koma sér upp leyniorði? Fólk þurfi að búa sig sig undir að gervigreind verði í auknum mæli notuð til að blekkja það. „Þurfum við öll að vera með eitthvað leyniorð sem við deilum okkar á milli, þannig að þegar það er hringt og eitthvað hljómar alvarlega þá þurfum við að vera tilbúin að segja þetta leyniorð? Ég veit það ekki.“ Stjórnvöld þurfi að bregðast við, en í Danmörku sé löggjöf í pípunum sem eigi að höfundarréttarverja rödd og andlit einstaklinga. Háþróuð gervigreindarsvindl muni líklega koma fyrst fram á stærri Norðurlöndunum en hér, þótt ómögulegt sé að segja hversu langt sé þangað til. „Þetta er kannski líka bara tímaspursmál um að einhver taki sig til og leggi áherslu á íslenskuna, sem er með reikniaflið og peningana til þess að gera þetta almennilega.“
Gervigreind Tækni Netöryggi Íslensk tunga Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira