Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. ágúst 2025 10:02 Þórhildur Halldórsdóttir, Dagmar Kristín Hannesdóttir og Kristín Rós Sigurðardóttir. Aðsend/Kristinn Magnússon Rannsókn sem var upprunalega meistaraverkefni Kristínar Rós Sigurðardóttir endaði sem grein í virta tímaritinu Lancet. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem fjallar um einhverf börn og börn með ADHD og, eru einstakar á heimsvísu vegna nákvæmni þeirra. Kristín Rós stóð frammi fyrir meistaraverkefninu sínu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2022. „Mig langaði að bæði skoða tilfinningavanda barna en svo hef ég sérstakan áhuga á því að vinna með börnum með taugafjölbreytileika, mér finnst það rosalega skemmtilegur hópur,“ segir Kristín Rós í samtali við fréttastofu. Úr varð rannsókn þar sem íslensk börn og ungmenni með taugafjölbreytileika voru tekin fyrir en hugtakið taugafjölbreytileiki er yfirheiti yfir þau sem eru til dæmis einhverf eða með ADHD. Þónokkrir eru skrifaðir fyrir rannsókninni auk Kristínar en þar á meðal eru Dagmar Kr. Hannesdóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, og Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við sálfræðideild HR og leiðbeinandi Kristínar. „Kristín hafði áhuga á að rannsaka einhverfu sem er frábært og maður styður það af sjálfsögðu,“ segir Þórhildur. Tveir þriðju barna með einhverfu einnig með ADHD Aðspurð hvað rannsóknin fjalli um segist Kristín gæta rætt það í ótalmargar klukkustundir. Í grófum dráttum rannsakaði hún bæði hversu algengt það sé að íslensk börn og unglingar séu greind einhverf, með ADHD eða bæði en einnig tilfinningavandi barnanna sem greindur var af fagaðilum og hvað getur fylgt þeim vanda. „Við vorum að skoða hversu algengt það væri á Íslandi en svo vorum við líka að skoða þennan tilfinningavanda. Við skoðuðum alls konar tilfinningavandamál sem geta komið samhliða og þegar þú færð klínískan vanda. Svo vorum við líka að skoða þegar foreldrar og kennarar eru að meta tilfinninga- og hegðunarvanda,“ segir Kristín. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að 1,5 prósent barna og unglinga á Íslandi eru einhverf án þroskahömlunar og 4,5 prósent með ADHD. Það sem var sérstaklega athyglisvert að sögn Kristínar var að tvö þriðju íslenskra barna og unglinga sem greinast einhverf voru einnig með ADHD. „Okkur finnst svo mikilvægt að skoða og rannsaka þennan hóp sem eru bæði einhverf og með ADHD. Niðurstöðurnar okkar sögðu að þessar greiningar fara oft saman,“ segir hún. Það sem kom svo skýrt í ljós var að börn með taugafjölbreytileika voru mun líklegri til að greinast með kvíðaraskanir heldur en önnur börn. „Þetta er ekki bara það að vera aðeins kvíðinn fyrir prófi eða að tala fyrir framan fólk heldur kvíðaröskun sem þýðir að það sé orðið mjög hamlandi í daglegu lífi,“ segir Kristín. „Þetta er mikilvægt fyrir Íslendinga klárlega og heilbrigðiskerfið að vita að já, við þurfum að skima sérstaklega fyrir kvíðaröskunum hjá ákveðnum hópum,“ segir Þórhildur. Miðuðu hátt Það var Þórhildur sem átti hugmyndina að senda greinina í The Lancet, virt vísindatímarit sem gefið hefur verið út frá árinu 1823. „Ég er svolítið með þá pælingu, af hverju ekki að miða hátt og í versta falli færðu nei. En þú færð ekki svar ef þú spyrð ekki. Ég vissi alveg um gæði gagnanna og um stöðu þekkingar, að hún væri takmörkuð hvað varðar einhverfu og ADHD,“ segir hún. Það er þó meira en að segja það að fá grein birta í tímaritinu, sem setur afar háar kröfur á allt efni sem er þar birt. „Sum tímarit monta sig af því að hafna níutíu prósentum af greinum sem þeim berast og Lancet er alveg klárlega í þeim klassa. Það er mikill heiður að fá að birta í þessu tímariti,“ segir Þórhildur. Ritstjóra tímaritsins leist afar vel á viðfangsefnið og taldi rannsóknina sýna fram á mikilvægar niðurstöður. Þá fengu þær Þórhildur og Kristín tækifæri til að ræða rannsóknina sína í hlaðvarpi tímaritsins, en hlusta má á þáttinn hér. Einstakt á heimsvísu Gögnin sem notuð voru í rannsókninni eru einstök á heimsvísu. Jafn nákvæmar niðurstöður og fengust í rannsókn Kristínar og Þórhildar hafa ekki fengist í neinni rannsókn en ástæðan eru gögn sem Dagmar hafði safnað og reyndust þau gríðarlega mikilvæg. „Fyrir hinn almenna borgara sem er ekki á kafi í þessu þá í rauninni erum við að impra á því hversu góð gæði þessi rannsókn hefur af því að í rauninni hjálpar þessi rannsókn okkur að skilja hvað þessi börn þurfa og hvar við getum veitt börnum þennan stuðning,“ segir Kristín. Þórhildur segir það sýna hversu magnað Ísland er, en ekki er sjálfsagt á heimsvísu að fá jafn nákvæmar upplýsingar um öll börn og unglinga á landinu. Áhugi fyrir áframhaldandi rannsóknum Kristín starfar nú sem sálfræðingur fyrir börn með taugafjölbreytileika. Hún segir ekkert rannsóknarverkefni á döfinni en hefur samt sem áður hafa áhuga á að halda áfram með rannsóknarefnið. Þórhildur starfar áfram hjá Háskólanum í Reykjavík og er með ýmislegt í gangi. Hún fór til að mynda í viðtal á Bylgjunni fyrir nokkrum dögum þar sem hún ræddi rannsókn sína um áhrif samfélagsmiðla á heila barna. „Ritstjóri Lancet er spennt fyrir fleiri rannsóknum og pælingum sem gætu verið gagnlegar fyrir börn sem eru með taugafjölbreytileika,“ segir Þórhildur. Lesa má rannsóknina í heild sinni hér. Vísindi Einhverfa ADHD Börn og uppeldi Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Sjá meira
Kristín Rós stóð frammi fyrir meistaraverkefninu sínu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2022. „Mig langaði að bæði skoða tilfinningavanda barna en svo hef ég sérstakan áhuga á því að vinna með börnum með taugafjölbreytileika, mér finnst það rosalega skemmtilegur hópur,“ segir Kristín Rós í samtali við fréttastofu. Úr varð rannsókn þar sem íslensk börn og ungmenni með taugafjölbreytileika voru tekin fyrir en hugtakið taugafjölbreytileiki er yfirheiti yfir þau sem eru til dæmis einhverf eða með ADHD. Þónokkrir eru skrifaðir fyrir rannsókninni auk Kristínar en þar á meðal eru Dagmar Kr. Hannesdóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, og Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við sálfræðideild HR og leiðbeinandi Kristínar. „Kristín hafði áhuga á að rannsaka einhverfu sem er frábært og maður styður það af sjálfsögðu,“ segir Þórhildur. Tveir þriðju barna með einhverfu einnig með ADHD Aðspurð hvað rannsóknin fjalli um segist Kristín gæta rætt það í ótalmargar klukkustundir. Í grófum dráttum rannsakaði hún bæði hversu algengt það sé að íslensk börn og unglingar séu greind einhverf, með ADHD eða bæði en einnig tilfinningavandi barnanna sem greindur var af fagaðilum og hvað getur fylgt þeim vanda. „Við vorum að skoða hversu algengt það væri á Íslandi en svo vorum við líka að skoða þennan tilfinningavanda. Við skoðuðum alls konar tilfinningavandamál sem geta komið samhliða og þegar þú færð klínískan vanda. Svo vorum við líka að skoða þegar foreldrar og kennarar eru að meta tilfinninga- og hegðunarvanda,“ segir Kristín. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að 1,5 prósent barna og unglinga á Íslandi eru einhverf án þroskahömlunar og 4,5 prósent með ADHD. Það sem var sérstaklega athyglisvert að sögn Kristínar var að tvö þriðju íslenskra barna og unglinga sem greinast einhverf voru einnig með ADHD. „Okkur finnst svo mikilvægt að skoða og rannsaka þennan hóp sem eru bæði einhverf og með ADHD. Niðurstöðurnar okkar sögðu að þessar greiningar fara oft saman,“ segir hún. Það sem kom svo skýrt í ljós var að börn með taugafjölbreytileika voru mun líklegri til að greinast með kvíðaraskanir heldur en önnur börn. „Þetta er ekki bara það að vera aðeins kvíðinn fyrir prófi eða að tala fyrir framan fólk heldur kvíðaröskun sem þýðir að það sé orðið mjög hamlandi í daglegu lífi,“ segir Kristín. „Þetta er mikilvægt fyrir Íslendinga klárlega og heilbrigðiskerfið að vita að já, við þurfum að skima sérstaklega fyrir kvíðaröskunum hjá ákveðnum hópum,“ segir Þórhildur. Miðuðu hátt Það var Þórhildur sem átti hugmyndina að senda greinina í The Lancet, virt vísindatímarit sem gefið hefur verið út frá árinu 1823. „Ég er svolítið með þá pælingu, af hverju ekki að miða hátt og í versta falli færðu nei. En þú færð ekki svar ef þú spyrð ekki. Ég vissi alveg um gæði gagnanna og um stöðu þekkingar, að hún væri takmörkuð hvað varðar einhverfu og ADHD,“ segir hún. Það er þó meira en að segja það að fá grein birta í tímaritinu, sem setur afar háar kröfur á allt efni sem er þar birt. „Sum tímarit monta sig af því að hafna níutíu prósentum af greinum sem þeim berast og Lancet er alveg klárlega í þeim klassa. Það er mikill heiður að fá að birta í þessu tímariti,“ segir Þórhildur. Ritstjóra tímaritsins leist afar vel á viðfangsefnið og taldi rannsóknina sýna fram á mikilvægar niðurstöður. Þá fengu þær Þórhildur og Kristín tækifæri til að ræða rannsóknina sína í hlaðvarpi tímaritsins, en hlusta má á þáttinn hér. Einstakt á heimsvísu Gögnin sem notuð voru í rannsókninni eru einstök á heimsvísu. Jafn nákvæmar niðurstöður og fengust í rannsókn Kristínar og Þórhildar hafa ekki fengist í neinni rannsókn en ástæðan eru gögn sem Dagmar hafði safnað og reyndust þau gríðarlega mikilvæg. „Fyrir hinn almenna borgara sem er ekki á kafi í þessu þá í rauninni erum við að impra á því hversu góð gæði þessi rannsókn hefur af því að í rauninni hjálpar þessi rannsókn okkur að skilja hvað þessi börn þurfa og hvar við getum veitt börnum þennan stuðning,“ segir Kristín. Þórhildur segir það sýna hversu magnað Ísland er, en ekki er sjálfsagt á heimsvísu að fá jafn nákvæmar upplýsingar um öll börn og unglinga á landinu. Áhugi fyrir áframhaldandi rannsóknum Kristín starfar nú sem sálfræðingur fyrir börn með taugafjölbreytileika. Hún segir ekkert rannsóknarverkefni á döfinni en hefur samt sem áður hafa áhuga á að halda áfram með rannsóknarefnið. Þórhildur starfar áfram hjá Háskólanum í Reykjavík og er með ýmislegt í gangi. Hún fór til að mynda í viðtal á Bylgjunni fyrir nokkrum dögum þar sem hún ræddi rannsókn sína um áhrif samfélagsmiðla á heila barna. „Ritstjóri Lancet er spennt fyrir fleiri rannsóknum og pælingum sem gætu verið gagnlegar fyrir börn sem eru með taugafjölbreytileika,“ segir Þórhildur. Lesa má rannsóknina í heild sinni hér.
Vísindi Einhverfa ADHD Börn og uppeldi Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Sjá meira