Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2025 23:29 Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari segir klámáhorf og fjárhættuspil normalíserað meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. Í jafningjafræðslu Hins hússins ferðast ungmenni milli vinnuskólahópa höfuðborgarsvæðisins og veita fræðslu um málefni sem snerta ungt fólk og ræða það sem liggur krökkunum á hjarta. Í ár tóku jafningjafræðararnir eftir ákveðnu mynstri meðal barna í vinnuskólahópunum. „Að ungmenni séu að verða meira einmana og að loka sig meira frá fólkinu í kringum sig. Þau eru að kjósa að eyða meira tíma í símanum og í netheimum. Það eru dæmi um að fólk eigi kannski þúsundir vina en engan sem þau þora að tala við í raun og veru,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari. Útfrá þessari þróun verði til ýmis vandamál. „Við höfum verið að fara í leik þar sem við spyrjum: Að spila fjárhættuspil á netinu er sniðugt? Og það var alltaf stór hluti sem fór og sagði já, og var sammála. Og þeir sem sögðu nei voru oft krakkar sem höfðu misst mjög mikinn pening í fjárhættuspilum.“ Foreldrar líti upp úr símanum Foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um að börnin þeirra hafi tapað tugum, ef ekki hundruð þúsunda í fjárhættuspilum. Þá er klámáhorf að verða meira og meira normalíserað. „Það finnst öllum svo eðlilegt að vera bara að horfa á klám, sérstaklega gaurum. Þetta er bara hluti af þeirra menningu. En það er ekkert eðlilegt, þetta er orðið að fíkn ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig.“ Úlfhildur vill að foreldrar taki ábyrgð og hjálpi börnum sem eru að einangrast. „Þegar ég segi að ungmenni séu að verða einmana er það ekki bara þeim að kenna, það er ekki bara að þau séu að vera svo mikið í símanum. Það eru líka foreldrar þeirra, þeir kjósa að vera frekar í símanum heldur en að eiga alvöru spjöll.“ Fjárhættuspil Klám Reykjavík Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í jafningjafræðslu Hins hússins ferðast ungmenni milli vinnuskólahópa höfuðborgarsvæðisins og veita fræðslu um málefni sem snerta ungt fólk og ræða það sem liggur krökkunum á hjarta. Í ár tóku jafningjafræðararnir eftir ákveðnu mynstri meðal barna í vinnuskólahópunum. „Að ungmenni séu að verða meira einmana og að loka sig meira frá fólkinu í kringum sig. Þau eru að kjósa að eyða meira tíma í símanum og í netheimum. Það eru dæmi um að fólk eigi kannski þúsundir vina en engan sem þau þora að tala við í raun og veru,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari. Útfrá þessari þróun verði til ýmis vandamál. „Við höfum verið að fara í leik þar sem við spyrjum: Að spila fjárhættuspil á netinu er sniðugt? Og það var alltaf stór hluti sem fór og sagði já, og var sammála. Og þeir sem sögðu nei voru oft krakkar sem höfðu misst mjög mikinn pening í fjárhættuspilum.“ Foreldrar líti upp úr símanum Foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um að börnin þeirra hafi tapað tugum, ef ekki hundruð þúsunda í fjárhættuspilum. Þá er klámáhorf að verða meira og meira normalíserað. „Það finnst öllum svo eðlilegt að vera bara að horfa á klám, sérstaklega gaurum. Þetta er bara hluti af þeirra menningu. En það er ekkert eðlilegt, þetta er orðið að fíkn ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig.“ Úlfhildur vill að foreldrar taki ábyrgð og hjálpi börnum sem eru að einangrast. „Þegar ég segi að ungmenni séu að verða einmana er það ekki bara þeim að kenna, það er ekki bara að þau séu að vera svo mikið í símanum. Það eru líka foreldrar þeirra, þeir kjósa að vera frekar í símanum heldur en að eiga alvöru spjöll.“
Fjárhættuspil Klám Reykjavík Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira